Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 84
Múlaþing
Erlingur Sveinsson ritar um gamla
kofann í bókinni Göngur og réttir 1953.18
„Er hér farið upp á Fellið [við
Ofæruá], og síðan haldið inn eftir því, að
göngukofa, sem er efst í hlíðum þess að
sunnan, inn og vestur af Sultarrana-
sporði. Er göngukofi þessi hinn eini á
Suðurfelli, og sennilega reistur á þessum
stað áður en farið var að hafa hesta í
göngur á Fellinu, því svo óhaganlega er
hann settur, að flytja verður hesta um
alllangan veg, til þess að koma þeim í
haga.“
Gamli kofinn var hlaðinn úr torfi og
grjóti, með hellum undir torfþaki, og mun
hafa tekið 5 menn. Hann er nú fyrir löngu
kominn í rúst. Rögnvaldur Erlingsson
segir að hann hafi verið færður, líklega
um 1945-1950, vegna þess hversu hann
var illa settur. Var hann þá endurbyggður
efst í Suðurhlíðum, vestur af miðjum
Sultarrana, um 2 km utar en gamli
kofinn. Halli Þorsteinsson á Flöt annaðist
byggingu kofans, með einhverjum styrk
frá hreppnum. Kofinn var aðeins notaður
í fyrstu göngum. Hann er með járnþaki,
annars svipaður hinum og álíka stór. Hætt
var að nota hann upp úr 1970, og síðan er
afréttin gengin á einum degi, sem getur
orðið býsna langur, segir Jón Hallason á
Flöt.
„Suðurfellskofi stendur enn, inni á
Fellinu, við klettahlíðar, en er ekki lengur
nýttur,“ ritar Hjörleifur Guttormsson
1974.19 Hann er nú líklega einnig kominn í
rúst.
II. Múlaafrétt
Svo nefnist afréttarsvæðið milli Jökulsár
í Fljótsdal (Norðurdal) að vestan, en Keldár,
og síðan Innri-Sauðár að austan. Að utan
nær þetta svæði að heimalöndum innstu
bæjanna í Múlanum, Glúmsstaðasels og
Þorgerðarstaða, en að innan nær það að
austurbrún Vatnajökuls (Fljótsdals- eða
Fónsjökli) og vatnaskilum við Víðidal í
Fóni. Það er kennt við fjallið Múla, sem
klýfur Fljótsdal í Norðurdal og Suðurdal, en
tilheyrir ekki afréttinni, heldur heimalöndum
Múlabæjanna, en þeir hafa einkarétt á
notkun Múlaafréttar.
Á Múlaafrétt hafa verið allt að 4 kofar
samtímis, þar af einn á tveimur stöðum, en
nú er þar aðeins einn kofi í notkun, Hrak-
strandarkofi.
2. Tungufellskofi
(Tunguárkofi / Tungufellsárkofi).
Tungufellskofi er efst í Tunguár-
hvömmum inn undir botni Þorgerðar-
staðadals. Kofinn stendur á mel rétt fyrir
utan Tunguá, litla þverá sem kemur
suðvestan af Múlanum, milli hans og
Tungufells, sem gengur þama dálítið fram í
dalbotninn. Þama fyrir neðan era nokkrir
myndarlegir flúðfossar í Keldá. Kofinn er
ýmist kenndur við Tunguá eða Tungufell.
Níels Pétursson frá Seli segir þetta hafa verið
annan aðalkofann á Múlaafrétt, og gisti hann
oft í honum. Hann segir að kofinn hafi verið
færður um 1 km utar, áður en hann byrjaði að
fara í göngur. Eftir því að dæma hefur kofinn
upphaflega verið utan í Tungufelli, og því
eðlilegt að kenna hann við það, en síðan
verið færður út fyrir Tunguána.
Þegar Níels kom fyrst í kofann (um 1930)
var hann lítill og lágur, svo varla var hægt að
matast inni í honum, en hefur þó líklega mátt
troða í hann 5-6 manns. Þórhallur Björgvins-
son segir hann hafa rúmað 8 menn, þegar
legið var þvert, en breiddin hafi ekki verið
nema um 1,7 m, svo stórir menn urðu að
liggja krepptir, og þegar áttundi maðurinn
82