Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 88
Múlaþing
Eyjabakkakofi (Bergkvíslakofi) í ágúst 1994. Séð yfir Eyjabakka til Snœfells.
Ljósm. Hjörleifur Guttormsson.
Kofinn stendur á meltanga niður við
aurana sem Bergkvíslar mynda, um það
bil miðja vega milli Ytri-Bergkvíslar og
ársprænu sem nú er farið að kalla
Kofakvísl (mynd). Hann hefur gengið
undir ýmsum nöfnum, er m.a. kallaður
Eyjakofi og Eyjabakkakofi, en nafnið
Bergkvíslakofi helst þó að nokkru leyti
enn, og þannig er hann merktur á kort nr.
95 (Snæfell). Hann hefur líklega verið
vandaðasta kofabygging á Fljótsdals-
öræfum á marga áratugi framan af þessari
öld. Tvær myndir eru af kofanum í grein
Ingólfs Davíðssonar 1981,26 teknar
sumarið 1935, en þá gistu þeir leiðang-
ursmenn í kofanum. Samkvæmt þeim er
kofinn vel mannhæðarhár, með dyrum á
annari langhlið, sem opnast út. Miðað við
mennina á myndinni er lengd kofans um
5-6 m, og breiddin þá líklega um 4 m
(utanmál).
Kofinn var endurbyggður og stækk-
aður upp úr 1950. Hjörleifur Guttorms-
son tók litmynd af þeim kofa í ágúst
1994, og stóð hann þá vel uppi. Eins og
sjá má á myndinni er hann með þili að
vestan og járnþaki á sperrum. Hellugrjót
er í veggjum og mikið af lausum hellum
úr bleiku bergi, líklega andesíti, svipað
og í Sjónarhólskofa. Athyglisvert er að
torf er á milli grjótlaga í veggjunum að
utan, og hafa þeir því gróið vel.
Eyjabakkakofi var aflagður 1972,
þegar nýi Hrakstrandarkofinn var tekinn í
notkun.
Vot vist í Bergkvíslakofa
Eflaust er það gamli Bergkvísla-
kofinn, sem Metúsalem á Hrafnkels-
stöðum segir frá í Göngum og réttum.27
Þetta var um aldamótin 1900, og átti
Methúsalem þá heima á Melum. Þeir
félagar koma í kofann í myrkri og
úrhellisrigningu seint að kvöldi, eftir að
hafa svamlað með féð yfir Keldá:
86