Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 90
Múlaþing
þriðja manni. Einar átti þá heima að
Glúmsstöðum. Einar varð fyrstur í
gangnakofann, þar sem hann stendur
snertuspöl upp frá Jökulsánni.“ Heyrir hann
þá þrusk nokkurt úti, og heldur að Stefán sé
að hræða sig og hleypur út úr kofanum.
„Sér hann nú ekki Stefán, heldur
einhvern déskotann í skepnulíki, öðrum
megin á kofanum. „Mér sýndist hún grá að
lit“, segir Einar, „greip ég smalaprik mitt
og ætla að slá í déskota þennan, en hann
hrást undan og hljóp vestur á þýfi. “„ Elti
Einar svo skrímslið „allt norður að Jökulsá
hjá Eyjabakkafossinum. „Þarna hljóp þessi
defill ofan í gilið, og hvarf mér undir
fossinn. Þessi fjandans óvera var löng,
lágfætt og kxúðsíð, með þríhyrndan haus, og
stórar, gráar, grimmdarbálandi glyrnur að
sjá í myrkrinu. “ 24
(Stefán Kjartansson er bóndi á
Þuríðarstöðum 1860, 44 ára, fæddur í
Húsavíkursókn, Borgarfirði, og Einar
Eiríksson húsmaður á Kleif, 27 ára. Atburð-
urinn hefur því væntanlega skeð um miðja
19. öld.)
5. Hrakstrandarkofi
Þessi gangnakofi er við Jökulsá, í stykki
milli hennar og Innri-Heiðarár, sem kallast
Hrakströnd (Hraksíða á kortum). Kofinn er
mjög einkennilega settur, á klettatanga milli
Jökulsár og gildrags, sem hún hefur eitt
sinn grafið, en er nú aðeins með smálæk og
tjörnum. Hann stendur NA undir stuðluðu
klettabelti sem gengur skáhallt yfir tangann,
og meðfram því er mjó gilskora, einnig með
pollum, en hinum megin við klettinn er
allhár og mikilfenglegur flúðfoss í Jökulsá,
sem kallast Hrakstrandarfoss, og heyrist
þaðan mikill dynur í kofanum.
Inni á Múlanum, austur af kofanum,
trónir Ragnaborg, sérkennilegur klettur
(664 m y.s.). Rögn þýðir goð, og sögn er um
að Glúmur á Glúmsstöðum hafi gengið
þangað „kvölds og morguns, til tilbeiðslu
og áheita við guði sína.“ 28
Ekki er vitað hvenær kofi var fyrst
byggður þarna, en hann lagðist bráðlega
niður, og var þar ekkert hús lengst af á
þessari öld. Til vitnis um hann er aðeins lítil
vallgróin tóft, rétt fyrir norðan núverandi
skála, sem byggður var 1972. Líklegt er að
hann hafi lagst niður um líkt leyti og
Sjónarhólskofi var byggður, eða um
aldamótin 1900. Níels í Seli man ekki eftir
gamla kofanum, og segist ekki vita hvenær
hann var notaður, en heyrt hafði hann að
kofinn hefði lagst af vegna reimleika.
Þórhallur Björgvinsson segir einnig að
gamli kofinn hafi haft orð á sér fyrir
reimleika, og sagnir hafi verið um að menn
hefðu verið dregnir til í kofanum. Gamli
kofinn var nefndur Hrakstrandarkofi, en
nýi kofinn er nafnlaus, segir í Ömefnaskrá
Múlans. Anna Bryndís 29 kallar hann
„Hrakströnd“, og segir hann hafa tekið við
af Bergkvíslakofa og „Tungnárfellskofa“.
Þarna er nú jámklæddur skáli, rúmgóður
með kojum, og hesthús úr sama efni, sem
byggt var í tveimur áföngum, lokið 1981.
Við skálann era girðingar fyrir fé og hross.
I gilskorunni SV við kofann var dálítil
rétt, hlaðin úr grjóti á milli kletta. Þórhallur
var við byggingu hennar sumarið 1942,
ásamt Þóri Kárasyni. Hún var stundum
notuð til að smala í hana fé til rúnings á
vorin þegar vel áraði og fé var sleppt
snemma á afréttina. Jón Þór á
Glúmsstöðum segir, að réttin hafi að mestu
verið rifin 1972 og grjótið notað til að hlaða
undir skálann.
88