Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 94

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 94
Múlaþing framfærslu þurfamanna. En þess er getið að þegar „Tyrkir“ rændu á Búlandsnesi þá voru þar fyrir sex fátækir, er komnir voru úr öðrum sveitum að leita sér bjargar. Búlandsnes var löngum hátt metið, sjálf- sagt einkum vegna æðarvarpsins, þótt jörðin væri einnig góð að ýmsu öðru leyti svo sem til sauðfjárbeitar. Konrad Maurer segir í bók sinni um Islandsferð 1858: „Á Búlandsnesi í Berufirði er einnig veruleg dúntekja.“ Selveiði var og nokkur. I fasteignamati er tók gildi 1861 er mat eftirgreindra jarða þannig: Vallanes 100,43 hundruð, Hallorms- staður ásamt tveimur hjáleigum 93,2 hundr- uð, Hólmar í Reyðarfirði 307,2 hundruð, Eydalir 101,02 hundruð, Búlandsnes 80,4 hundruð og Papey 98,4 hundruð. Þetta voru dýrast metnu jarðimar eystra á þessum tíma. En heildarmat jarða þá á landinu öllu var hæst í Eyjafirði, 7913,3 hundruð, en lægst í Suður-Múlasýslu, 3866 hundruð. Búlandsnes komst um tíma í hendur hins illa þokkaða kaupmanns Georgs Andreas Kyhn og var jörðin niðumídd þegar hann sleppti henni. Þegar foreldrar mínir fluttu að Búlands- nesi þurftu þau að byggja að nýju fbúðarhús og peningshús. Byggingar sem fyrir voru vora allar ónýtar. Reyndar byggðu þau tvö íbúðarhús, því að hið fyrra brann strax eftir að þau voru flutt í það og olli þeim að sjálf- sögðu miklu tjóni. Öll hús á Djúpavogi voru byggð á leigulóðum annaðhvort úr landi Búlandsness eða Borgargarðs og var lóðaleiga greidd til ábúenda þessara jarða. Einnig var greitt fyrir mótekju og hagagöngu búfjár, en margir í þorpinu áttu kú og nokkrar kindur og sumir hest. Sem dæmi um gjöld þessi má nefna að lóðaleiga til Búlandsnessbónda var árið 1900 -1901 kr. 377.- og árið 1909 - 1910 kr. 510,- Árið 1898-1899 var hagatollur fyrir kú 5 kr„ 10 kr. fyrir hest og ein króna fyrir sauðkind. Þetta eru slitróttar upplýsingar en aðrar eru mér ekki tiltækar nú. Að því er æðarvarpið á Búlandsnesi varðar, þá var hreinsaður dúnn á árabilinu 1898-1904 minnst 52 pund en mest 90. Á þessu tímabili voru tekin árlega 1000 - 2500 æðaregg. Virðist mér að tekjur af eggjum og dún hafi á árunum 1898-1904 verið árlega frá 575 kr. - 1.135 kr. Eftirgjaldið eftir Búlandsnes var 300 krónur árið 1898 sem svarar til 142.680.- króna á nútíma verðlagi og mun þetta sama afgjald hafa haldist lengi. Til gamans má geta þess að árslaun læknisins voru þá 791,67 krónur. Farið var í varpeyjamar 11. maí í fyrsta sinn árlega eða næsta dag þegar heppilega viðraði. Þá var „búið um“ fuglinn, þ.e. gerð- ar rásir í malarkamba og borið í úrgangshey til þess að auðvelda fuglinum hreiðurgerð- ina. Þennan fyrsta dag í eyjunum var alltaf eitthvað af æðarkollum orpið. Síðan var varpið gengið til dún- og eggjatöku á þriggja eða fimm daga fresti eftir því sem veður leyfði þangað til fuglinn „leiddi út“ þ.e. fór með unga sína úr hreiðrinu til sjávar. Fyrstu búskaparár foreldra minna var tekið nokkuð af æðareggjum, en síðan vora yfirleitt skilin eftir 4 - 5 egg í hreiðri. Þess var gætt að taka einungis egg, sem ekki voru farin að stropa eða unga. Það var kannað þannig að eggin vora skyggnd, tekin hvert um sig í lófann og horft í þau móti birtunni. Sást þá hvort komnir voru skuggar í eggin, sem gaf til kynna að þau væru orðin stropuð og þá látin vera í hreiðrinu. Kríuegg vora einnig tekin, en aldrei nema fyrsta varp, þannig að urmull af kríuungum komst á legg árlega. Teistu- og fýlsegg voru aldrei tekin og ekki heldur egg svartbaksins, en hann var helsti vágesturinn í varpinu vegna eggjatöku og unga. Hann var látinn í friði og kom hann þá ungum sínum fljótt á legg og varð ekki eins grimmur og þar sem sífellt var steypt undan honum og hvarflaði frá fyrr en ella. Reyndar var aldrei 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.