Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 94
Múlaþing
framfærslu þurfamanna. En þess er getið að
þegar „Tyrkir“ rændu á Búlandsnesi þá
voru þar fyrir sex fátækir, er komnir voru úr
öðrum sveitum að leita sér bjargar.
Búlandsnes var löngum hátt metið, sjálf-
sagt einkum vegna æðarvarpsins, þótt jörðin
væri einnig góð að ýmsu öðru leyti svo sem
til sauðfjárbeitar. Konrad Maurer segir í bók
sinni um Islandsferð 1858: „Á Búlandsnesi
í Berufirði er einnig veruleg dúntekja.“
Selveiði var og nokkur. I fasteignamati er
tók gildi 1861 er mat eftirgreindra jarða
þannig: Vallanes 100,43 hundruð, Hallorms-
staður ásamt tveimur hjáleigum 93,2 hundr-
uð, Hólmar í Reyðarfirði 307,2 hundruð,
Eydalir 101,02 hundruð, Búlandsnes 80,4
hundruð og Papey 98,4 hundruð. Þetta voru
dýrast metnu jarðimar eystra á þessum tíma.
En heildarmat jarða þá á landinu öllu var
hæst í Eyjafirði, 7913,3 hundruð, en lægst í
Suður-Múlasýslu, 3866 hundruð.
Búlandsnes komst um tíma í hendur hins
illa þokkaða kaupmanns Georgs Andreas
Kyhn og var jörðin niðumídd þegar hann
sleppti henni.
Þegar foreldrar mínir fluttu að Búlands-
nesi þurftu þau að byggja að nýju fbúðarhús
og peningshús. Byggingar sem fyrir voru
vora allar ónýtar. Reyndar byggðu þau tvö
íbúðarhús, því að hið fyrra brann strax eftir
að þau voru flutt í það og olli þeim að sjálf-
sögðu miklu tjóni.
Öll hús á Djúpavogi voru byggð á
leigulóðum annaðhvort úr landi Búlandsness
eða Borgargarðs og var lóðaleiga greidd til
ábúenda þessara jarða. Einnig var greitt fyrir
mótekju og hagagöngu búfjár, en margir í
þorpinu áttu kú og nokkrar kindur og sumir
hest. Sem dæmi um gjöld þessi má nefna að
lóðaleiga til Búlandsnessbónda var árið 1900
-1901 kr. 377.- og árið 1909 - 1910 kr. 510,-
Árið 1898-1899 var hagatollur fyrir kú 5 kr„
10 kr. fyrir hest og ein króna fyrir sauðkind.
Þetta eru slitróttar upplýsingar en aðrar eru
mér ekki tiltækar nú. Að því er æðarvarpið á
Búlandsnesi varðar, þá var hreinsaður dúnn á
árabilinu 1898-1904 minnst 52 pund en mest
90. Á þessu tímabili voru tekin árlega 1000 -
2500 æðaregg. Virðist mér að tekjur af
eggjum og dún hafi á árunum 1898-1904
verið árlega frá 575 kr. - 1.135 kr.
Eftirgjaldið eftir Búlandsnes var 300 krónur
árið 1898 sem svarar til 142.680.- króna á
nútíma verðlagi og mun þetta sama afgjald
hafa haldist lengi. Til gamans má geta þess
að árslaun læknisins voru þá 791,67 krónur.
Farið var í varpeyjamar 11. maí í fyrsta
sinn árlega eða næsta dag þegar heppilega
viðraði. Þá var „búið um“ fuglinn, þ.e. gerð-
ar rásir í malarkamba og borið í úrgangshey
til þess að auðvelda fuglinum hreiðurgerð-
ina. Þennan fyrsta dag í eyjunum var alltaf
eitthvað af æðarkollum orpið. Síðan var
varpið gengið til dún- og eggjatöku á þriggja
eða fimm daga fresti eftir því sem veður
leyfði þangað til fuglinn „leiddi út“ þ.e. fór
með unga sína úr hreiðrinu til sjávar. Fyrstu
búskaparár foreldra minna var tekið nokkuð
af æðareggjum, en síðan vora yfirleitt skilin
eftir 4 - 5 egg í hreiðri. Þess var gætt að taka
einungis egg, sem ekki voru farin að stropa
eða unga. Það var kannað þannig að eggin
vora skyggnd, tekin hvert um sig í lófann og
horft í þau móti birtunni. Sást þá hvort
komnir voru skuggar í eggin, sem gaf til
kynna að þau væru orðin stropuð og þá látin
vera í hreiðrinu. Kríuegg vora einnig tekin,
en aldrei nema fyrsta varp, þannig að urmull
af kríuungum komst á legg árlega. Teistu- og
fýlsegg voru aldrei tekin og ekki heldur egg
svartbaksins, en hann var helsti vágesturinn í
varpinu vegna eggjatöku og unga. Hann var
látinn í friði og kom hann þá ungum sínum
fljótt á legg og varð ekki eins grimmur og
þar sem sífellt var steypt undan honum og
hvarflaði frá fyrr en ella. Reyndar var aldrei
92