Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 96

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 96
Múlaþing snæri voru strengdir á nokkuð þétt. Þessa grind hafði hreinsunarmaður fyrir framan sig, nánast á hjánum, hálfuppreista, og þvældi dúnhnyðru upp og niður eftir strengjunum. Hafði vel fágaða beinflögu í hægri hendi til þessa verks. Við þessa meðferð hrundu niður óhreindindi úr dúninum. Jafnan voru tveir við dúnhreinsunina, annar sá um að hita dúninn á pönnunni, en hinn raspaði á grindinni. Þetta var mjög erfitt og sóðalegt verk og höfðu menn yfirleitt hlífðargrímu fyrir nefi og munni. Til þess að kanna hvort dúnninn væri hreinn, var hann hristur yfir hvítri pappírsörk og ef ekkert kom á blaðið, taldist hann fullhreinsaður. Faðir minn lét smíða dúnhreinsunarvél í sama stíl og hann hafði heyrt að smíðuð hefði verið og notuð í Höfða og á Laxamýri. En vélin kom aldrei að notum á Bú- landsnesi, því að hún tætti dúninn of mikið sundur og var notkun hennar strax hætt. Hvaleyjan var stór með fjölbreytilegu landslagi, aðgreind frá fastalandinu með allbreiðu, djúpu og straumhörðu sundi. Syðst á eyjunni var höfði með töluverðri lundabyggð, þá tók við nokkur spilda með melgresi og miklu kríuvarpi. Krían er ómissandi í æðarvarpi því að hún ver það ótrúlega vel fyrir hröfnum, kjóum og jafn- vel fálkum. Þegar melgresinu sleppti tók við hvammur undir lágu klettabelti. Þarna var matstaðurinn. Pabbi og yngstu krakk- arnir tíndu sprek í fjörunni, kveiktu eld í hlóðum, suðu æðar- og kríuegg og hituðu kaffi við sprekaeldinn. Síðan var fólkið kallað til matar. Þegar lengra var haldið um eyjuna úr hvamminum, skiptist hún í tvö aðalsvæði, uppi á klettum og undir klettum. Aðalvarp- svæðið var undir klettum. Þar var stór tjörn með hólmum og urpu þar óðinshanar og endur auk æðarfuglsins. Þegar leið á sumar var stundaður heyskapur í Hvaley og á vetrum voru hafðar þar nokkrar kindur og urðu þær mjög vænar. Skammt frá hvamm- inum var brekka, öll sundurgrafin eftir lundana og á skerjum þar fyrir framan lágu ævinlega nokkrir selir eða sveimuðu á sundi rétt hjá. A eystri enda eyjarinnar voru klett- ar við sjóinn og urð fyrir neðan þá. I urð- inni urpu teistur og í berginu fýlar. Egg þessara fugla eða ungar voru aldrei teknir. Fýllinn spúði lýsi, ef komið var of nærri hreiðrinu. Egg lunda voru aldrei tekin, en aftur á móti var kofan (lundaunginn) tekin fyrstu dagana í ágúst, rétt áður en hún flaug úr hreiðrinu á hafið. Ekki var mikið um fugla sem komu til að ræna eggjum, en þó nokkrum sinnum hrafnar og kjóar og svo var svartbakurinn, sem átti hreiður sitt í eyjunum. Fálki kom við og við og náði sér þá stundum í lunda, en emir sáust aldrei, en þeir höfðu áður fyrr átt hreiður við Hamarsfjörð. Það var mjög skemmtileg vinna að hirða um æðarvarpið og ótrúlegt, hve æðar- fuglarnir voru ólíkir hver öðrum í augum þeirra, sem hirtu um varpið og kynntust þeim vel. Við nána athugun eru ýmis einkenni, sem greina einn fugl frá öðrum. Þeir voru líka mismunandi í háttum. Sumar kollumar voru t.d. svo þaulsætnar á hreiðri sínu að lyfta varð þeim af því til þess að ná í egg og dún, en aðrar flugu óðara út á sjó þegar menn nálguðust. Refir komust ekki í eyjamar, enda lítið um þá á þessum tíma og minkur hafði þá ekki verið fluttur til landsins. Ekki voru heldur neinar rottur á þessum slóðum, aðeins mýs. I bókinni „Um Loftin blá“ eftir Sigurð Thorlacius skólastjóra er mikill fróðleikur um fugla, þótt skáldsaga sé, en bókin gerist að mestu leyti í Hvaley og höfundurinn gjörkunnugur æðarvarpi. Bókin kom út í tveimur útgáfum hjá ísafoldarprentsmiðju 94
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.