Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 106

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Síða 106
Múlaþing Talið er að oft hafi verið kveikt bál á grafstœðum við útfarir sem fórufram á mótunarárum kristinn- ar trúar í Skandinavíu. Kolunum frá bálinu var síðan stráð undir og yfir hinn látna. Þess konar útfararsiðir tíðkuðust einnig í heiðnum sið. Ljósmyndin sýnir eldstœðið sem fannst í kirkju- garðinum sunnan við stafkirkjuna á Þórarins- stöðum. Ljósm: Sófus Jóhannsson. © Minjasafn Austurlands. og norðan við kirkjugrunninn. Samtals er því vitað um 20 grafir við kirkjuna á Þórarinsstöðum ef taldar eru með grafimar sem fundust þar sumarið 1938. Grafirnar, sem voru rannsakaðar síðast- liðið sumar, sneru allar í austur og vestur. Fjórar grafanna voru rétt utan við inngang- inn í kirkjuna, tvær aðrar nokkrum metrum norðvestan við hana. Hinar grafirnar lágu sunnan og suðaustan við hana. Önnur grafanna tveggja sem fundust haustið 1938 lá norðan við kirkjuna, hin virðist hafa legið innan veggja í kirkjunni. Það hefur því greinilega verið jarðsett allt í kringum kirkjuna og trúlega í gólfi hennar einnig. Varðveisluskilyrði eru yfirleitt afar slæm á Þórarinsstöðum og því var nánast ekkert eftir af beinagrindunum í gröfunum. I mörgum þeirra fundust aðeins tennur einar leifa, sumar grafirnar voru tómar og í enn öðrum fundust bara kol en engin bein. í nokkrum gröfunum fundust sæmilega heil- legar beinagrindur sem hægt er að nota í aldurs- og mannfræðilegar greiningar en engin beinagrindanna er alveg heil. Varðveisluskilyrðin fara mikið eftir jarðveginum sem grafið er í. Beinin geym- ast betur í þéttri mold en grófum stein- blönduðum jarðvegi. Sumar grafirnar höfðu verið teknar niður í jökulruðninginn sem gerði það að verkum að beinin varðveittust illa í þeim. Nokkrar beinagrindanna fundust rétt undir yfirborðinu í moldarkenndum jarðvegi. Þessar beinagrindur höfðu varð- veist betur. Reglur um töku grafa virðast ekki hafa verið fastmótaðar þegar kirkjugarðurinn á Þórarinsstöðum var í notkun. Grafirnar voru misdjúpar og óreglulegar að lögun. Skýringin á því hve misdjúpt hinir látnu voru grafnir liggur sjálfsagt í því hvort frost var í jörðu eða ekki þegar gröfin var tekin. Fundaraðstæður bentu jafnframt til að grafirnar hafi verið orpnar haugi eins og títt var í heiðnum sið og þær þess vegna ekki teknar djúpt í jörðu. Þetta hlýtur að teljast afar athyglisvert þar sem á Þórarinsstöðum er um að ræða kristinn grafreit. Líklega var reynt að hafa grafirnar sem minnstar. Þær voru flestar mjög þröngar, meira að segja svo þröngar að þær hafa rétt rúmað hinn látna. Minnstu grafirnar mæld- ust rétt rúmir 20 cm á breidd þó þær væru allt að 2 m á lengd, enda kom fljótlega í ljós að hinir látnu höfðu í mörgum tilfellum verið jarðaðir liggjandi á hlið. Þess háttar jarðsetning er aðeins talin hafa tíðkast í heiðnum sið. Til eru tvö dæmi um slíka jarðsetningu hér á landi. Bæði dæmin eru frá kirkjugarðinum á Skeljastöðum í Þjórsárdal13 sem talinn er vera frá fyrstu árum kristni hérlendis eins og kirkju- 13 Matthías Þórðarson 1943:136. 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.