Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 106
Múlaþing
Talið er að oft hafi verið kveikt bál á grafstœðum
við útfarir sem fórufram á mótunarárum kristinn-
ar trúar í Skandinavíu. Kolunum frá bálinu var
síðan stráð undir og yfir hinn látna. Þess konar
útfararsiðir tíðkuðust einnig í heiðnum sið.
Ljósmyndin sýnir eldstœðið sem fannst í kirkju-
garðinum sunnan við stafkirkjuna á Þórarins-
stöðum.
Ljósm: Sófus Jóhannsson. © Minjasafn Austurlands.
og norðan við kirkjugrunninn. Samtals er
því vitað um 20 grafir við kirkjuna á
Þórarinsstöðum ef taldar eru með grafimar
sem fundust þar sumarið 1938.
Grafirnar, sem voru rannsakaðar síðast-
liðið sumar, sneru allar í austur og vestur.
Fjórar grafanna voru rétt utan við inngang-
inn í kirkjuna, tvær aðrar nokkrum metrum
norðvestan við hana. Hinar grafirnar lágu
sunnan og suðaustan við hana. Önnur
grafanna tveggja sem fundust haustið 1938
lá norðan við kirkjuna, hin virðist hafa legið
innan veggja í kirkjunni. Það hefur því
greinilega verið jarðsett allt í kringum
kirkjuna og trúlega í gólfi hennar einnig.
Varðveisluskilyrði eru yfirleitt afar
slæm á Þórarinsstöðum og því var nánast
ekkert eftir af beinagrindunum í gröfunum.
I mörgum þeirra fundust aðeins tennur einar
leifa, sumar grafirnar voru tómar og í enn
öðrum fundust bara kol en engin bein. í
nokkrum gröfunum fundust sæmilega heil-
legar beinagrindur sem hægt er að nota í
aldurs- og mannfræðilegar greiningar en
engin beinagrindanna er alveg heil.
Varðveisluskilyrðin fara mikið eftir
jarðveginum sem grafið er í. Beinin geym-
ast betur í þéttri mold en grófum stein-
blönduðum jarðvegi. Sumar grafirnar höfðu
verið teknar niður í jökulruðninginn sem
gerði það að verkum að beinin varðveittust
illa í þeim. Nokkrar beinagrindanna fundust
rétt undir yfirborðinu í moldarkenndum
jarðvegi. Þessar beinagrindur höfðu varð-
veist betur.
Reglur um töku grafa virðast ekki hafa
verið fastmótaðar þegar kirkjugarðurinn á
Þórarinsstöðum var í notkun. Grafirnar
voru misdjúpar og óreglulegar að lögun.
Skýringin á því hve misdjúpt hinir látnu
voru grafnir liggur sjálfsagt í því hvort frost
var í jörðu eða ekki þegar gröfin var tekin.
Fundaraðstæður bentu jafnframt til að
grafirnar hafi verið orpnar haugi eins og títt
var í heiðnum sið og þær þess vegna ekki
teknar djúpt í jörðu. Þetta hlýtur að teljast
afar athyglisvert þar sem á Þórarinsstöðum
er um að ræða kristinn grafreit.
Líklega var reynt að hafa grafirnar sem
minnstar. Þær voru flestar mjög þröngar,
meira að segja svo þröngar að þær hafa rétt
rúmað hinn látna. Minnstu grafirnar mæld-
ust rétt rúmir 20 cm á breidd þó þær væru
allt að 2 m á lengd, enda kom fljótlega í ljós
að hinir látnu höfðu í mörgum tilfellum
verið jarðaðir liggjandi á hlið. Þess háttar
jarðsetning er aðeins talin hafa tíðkast í
heiðnum sið. Til eru tvö dæmi um slíka
jarðsetningu hér á landi. Bæði dæmin eru
frá kirkjugarðinum á Skeljastöðum í
Þjórsárdal13 sem talinn er vera frá fyrstu
árum kristni hérlendis eins og kirkju-
13 Matthías Þórðarson 1943:136.
104