Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 108
Múlaþing
sið og geta verið margs konar. Oft geyma
þær eingöngu brennd bein hins látna. Slíkar
grafir hafa fundist í öllum löndum við
Norður-Atlantshafið nema Islandi. Þetta
þykir sæta nokkurri furðu þar sem grafsiðir
Islendinga voru að engu öðru leyti frá-
brugðnir grafsiðum frænda okkar í austri og
vestri.17
I Skandinavíu eru jafnframt til dæmi
þess að kveikt hafi verið bál á grafstæðum
við útfarir í heiðnum sið. A Þórarinsstöðum
fannst einmitt lítið eldstæði við þrjár grafir
sunnan við syðri langvegg kirkjunnar.
Líklega hefur þarna verið kveikt bál við
útfarir eins og stundum var gert í heiðnum
sið í nágrannalöndum Islands. Þeir grafsiðir
sem nefndir eru hér að ofan benda til þess
að íslensk frumkristni hafi ekki greint sig að
miklu leyti frá heiðnum átrúnaði. Trúin á
lífið eftir dauðann var jafn sterk fyrir og
eftir kristnitökuna þrátt fyrir áberandi
áherslubreytingar.
Merkir gripir
Við uppgröftinn á Þórarinsstöðum
sumarið 1998 fundust merkast gripa ein
sörvistala, tvö met18 og einn steinkross.19
Sörvistölur voru bomar um hálsinn, yfirleitt
í ullarbandi. Þær voru algengt skart bæði
meðal karlmanna og kvenmanna á vík-
ingaöld.20 Venjulega voru sörvistölur vík-
ingaaldar gerðar úr rafi21 eða gleri en sörvis-
talan sem fannst á Þórarinsstöðum er líklega
úr steini. Fáar sörvistölur úr steini hafa
fundist hér á landi. Þær voru sennilega
sjaldgæfar, enda ódýrar miðað við sörvis-
tölur úr rafi og gleri. Með síðamefndu
gerðimar var aftur á móti mikið verslað á
víkingaöld.
Metin tvö eru hvort úr sinni málmteg-
undinni. Annað þeirra er úr bronsi en hitt úr
blýi. Blýmetið er mjög merkilegur gripur að
því leyti að á tveimur hliðum þess eru tákn.
Táknin á metinu ættu að geta sagt nákvæm-
lega til um aldur þess en einnig verðleika
miðað þyngd. Gerð og lögun meta og tákna
á þeim er mismunandi eftir tímaskeiðum.
Met með sambærilegum táknum og því sem
er greypt í Þórarinsstaðmetið, eru yfirleitt
rakin til 10. aldar. Slík met hafa fundist í
öllum nágrannalöndum okkar við N.-
Atlantshafið.22
Til forna var vegið með metum á vogar-
skálum og miðaðist þyngd metanna við
staðlað vogarmál norrænna manna. Talið er
að á víkingaöld hafi skart og málmar, jafnt
sem mynt, verið vigtað með metum. A
miðöldum breyttist þetta þegar almennt var
farið að greiða fyrir vaming með mynt.
Talið er að þrátt fyrir þessar áherslu-
breytingar í viðskiptum hafi metin verið
notuð áfram en með breyttum táknum. í
Skandinavíu hafa fundist mörg met sem
greinilega hefur verið breytt. Þessi breyttu
met hafa flest fundist í fornleifum sem eru
rakin til miðalda.23
Mörg met hafa fundist á Islandi og við
17 Kristján Eldjám 1956:225-226.
18Met voru lóð, sbr. orðatiltækið „þungt á metunum“.
19Við uppgröftinn á Þórarinsstöðum fundust einnig margir gripir úr járni, sem allir voru það ryðgaðir að erfitt er að átta sig á lögun
þeirra. Þessir jámgripir eru nú í forvörslu hjá Dr. Kristínu Huid Sigurðardóttur prófessor við Háskólann í Osló. Að forvörslu
lokin ni verður fyrst hægt að sjá um hvaða gripi er hér að ræða.
20Kristján Eldjám 1956:327.
21 Raf er trjákvoða.
22Von Heiko Steuer 1987:67-70.
23Von Heiko Stauer 1987:70.
106