Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 110
Múlaþing
nokkuð óreglulegur í lögun eins og títt
virðist hafa verið með krossa sem raktir eru
til mótunarára kristinnar trúar í Norður-
Evrópu.
Víða í Skandinavíu hafa fundist stein-
krossar frá fyrstu árum kristni við fornleifa-
rannsóknir. Flestir krossanna hafa fundist
við kristna grafreiti. Þessir grafreitir eiga
það sameiginlegt að hafa í fyrstunni verið
notaðir í heiðnum sið og þeim síðar verið
breytt í kirkjugarða. Krossamir virðast hafa
verið settir á þessar heiðnu grafir löngu eftir
að jarðsetningin fór fram. Margir fræði-
menn telja skýringuna á þessu liggja í því að
þegar heiðnir menn tóku kristna trú reyndu
þeir að kristna látna forfeður sína með því
að koma fyrir kristnum táknum á gröfum
þeirra.28
Margir steinkrossar standa á móti opnu
hafi við vesturströnd Noregs. Þeir eiga
flestir rætur að rekja til kristnitökutíma-
bilsins í Noregi. Þessir krossar hafa verið
túlkaðir sem tákn Norðmanna um viðtöku
kristinnar trúar, sem átti að vera sýnileg
þeim er komu til landsins úr vestri.29
Krossinn, sem fannst á Þórarinsstöðum,
gæti eins verið þess konar tákn. Hann hefur
líklega staðið á hárri undirstöðu norðan við
stafkirkjuna á móti opnu Atlantshafinu.
Hann getur hafa verið sýnilegur þeim er
sigldu inn Seyðisfjörðinn en eins þeim er
komu ríðandi innan úr fjarðarbotninum
Brot úr steinkrossum hafa tvisvar áður
fundist við uppgröft á Islandi en krossinn
frá Þórarinsstöðum var aftur á móti heill.
Annað þeirra brota, sem áður hafa fundist
hérlendis, er hluti af armi úr írskum krossi
en hann fannst við uppgröft á kirkju á Stöng
í Þjórsárdal.30 Hitt brotið fannst við upp-
gröft á klausturrústunum í Viðey á Kolla-
firði. Stangarkrossinn er líklega frá síðari
hluta 10. aldar en aldur Viðeyjarkrossins er
óviss.31
Framhald rannsóknarinnar
Nú þegar er ljóst að mikilvægra
upplýsinga var aflað við fornleifarannsókn-
ina á Þórarinsstöðum þó úrvinnsla gagna frá
upgreftinum sé enn mjög stutt á veg komin.
Uppgröfturinn staðfesti að stafkirkjur voru
byggðar á Islandi á miðöldum, nokkuð sem
ekki hefur verið staðfest áður með fom-
leifarannsóknum. Byggingarstíll kirkjunn-
ar á Þórarinsstöðum bendir til þess að minj-
amar séu frá fyrstu árum kristni. Segja má
því að fundur stafkirkjunnar fylli í stórar
eyður varðandi elstu gerð kirkjubygginga
hérlendis. Þeir grafsiðir sem viðhafðir voru
á Þórarinsstöðum varpa einnig tvímælalaust
nýju ljósi á grafsiði frumkristni á Islandi.
I vetur verður unnið að úrvinnslunni. Þá
ættu á fást svör við enn fleiri spurningum
um minjamar á Þórarinsstöðum. Manna-
bein og kol verða send í aldursgreiningu.
Mannabeinin verða einnig greind með tilliti
til sjúkdómseinkenna, samhliða því sem
reynt verður að komast að aldri og kyni
þeirra sem beinin áttu. Ennfremur verða
sýni af ýmsu tagi send til efnagreiningar.
Þar er helst að nefna sýni sem tekin voru úr
gröfunum, t.d. kol og textílleifar. Kol úr
eldstæðinu verða einnig greind til tegunda
og borin saman við kolaleifamar í gröf-
unum.
Þá hafa viðarleifar homstoða stafkirkj-
unnar verið sendar í greiningu á viðar-
greiningarstofu í Flórens. Athugað verður
28Ingrid Fuglestvedt og Per Hernes 1996:145-147.
29Ingrid Fuglestvedt og Per Hernes 1996:147.
30Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996:133.
31Munnlegar upplýsingar frá Önnu Lísu Guðmundsdóttur, ágúst 1998.
108