Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 110

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 110
Múlaþing nokkuð óreglulegur í lögun eins og títt virðist hafa verið með krossa sem raktir eru til mótunarára kristinnar trúar í Norður- Evrópu. Víða í Skandinavíu hafa fundist stein- krossar frá fyrstu árum kristni við fornleifa- rannsóknir. Flestir krossanna hafa fundist við kristna grafreiti. Þessir grafreitir eiga það sameiginlegt að hafa í fyrstunni verið notaðir í heiðnum sið og þeim síðar verið breytt í kirkjugarða. Krossamir virðast hafa verið settir á þessar heiðnu grafir löngu eftir að jarðsetningin fór fram. Margir fræði- menn telja skýringuna á þessu liggja í því að þegar heiðnir menn tóku kristna trú reyndu þeir að kristna látna forfeður sína með því að koma fyrir kristnum táknum á gröfum þeirra.28 Margir steinkrossar standa á móti opnu hafi við vesturströnd Noregs. Þeir eiga flestir rætur að rekja til kristnitökutíma- bilsins í Noregi. Þessir krossar hafa verið túlkaðir sem tákn Norðmanna um viðtöku kristinnar trúar, sem átti að vera sýnileg þeim er komu til landsins úr vestri.29 Krossinn, sem fannst á Þórarinsstöðum, gæti eins verið þess konar tákn. Hann hefur líklega staðið á hárri undirstöðu norðan við stafkirkjuna á móti opnu Atlantshafinu. Hann getur hafa verið sýnilegur þeim er sigldu inn Seyðisfjörðinn en eins þeim er komu ríðandi innan úr fjarðarbotninum Brot úr steinkrossum hafa tvisvar áður fundist við uppgröft á Islandi en krossinn frá Þórarinsstöðum var aftur á móti heill. Annað þeirra brota, sem áður hafa fundist hérlendis, er hluti af armi úr írskum krossi en hann fannst við uppgröft á kirkju á Stöng í Þjórsárdal.30 Hitt brotið fannst við upp- gröft á klausturrústunum í Viðey á Kolla- firði. Stangarkrossinn er líklega frá síðari hluta 10. aldar en aldur Viðeyjarkrossins er óviss.31 Framhald rannsóknarinnar Nú þegar er ljóst að mikilvægra upplýsinga var aflað við fornleifarannsókn- ina á Þórarinsstöðum þó úrvinnsla gagna frá upgreftinum sé enn mjög stutt á veg komin. Uppgröfturinn staðfesti að stafkirkjur voru byggðar á Islandi á miðöldum, nokkuð sem ekki hefur verið staðfest áður með fom- leifarannsóknum. Byggingarstíll kirkjunn- ar á Þórarinsstöðum bendir til þess að minj- amar séu frá fyrstu árum kristni. Segja má því að fundur stafkirkjunnar fylli í stórar eyður varðandi elstu gerð kirkjubygginga hérlendis. Þeir grafsiðir sem viðhafðir voru á Þórarinsstöðum varpa einnig tvímælalaust nýju ljósi á grafsiði frumkristni á Islandi. I vetur verður unnið að úrvinnslunni. Þá ættu á fást svör við enn fleiri spurningum um minjamar á Þórarinsstöðum. Manna- bein og kol verða send í aldursgreiningu. Mannabeinin verða einnig greind með tilliti til sjúkdómseinkenna, samhliða því sem reynt verður að komast að aldri og kyni þeirra sem beinin áttu. Ennfremur verða sýni af ýmsu tagi send til efnagreiningar. Þar er helst að nefna sýni sem tekin voru úr gröfunum, t.d. kol og textílleifar. Kol úr eldstæðinu verða einnig greind til tegunda og borin saman við kolaleifamar í gröf- unum. Þá hafa viðarleifar homstoða stafkirkj- unnar verið sendar í greiningu á viðar- greiningarstofu í Flórens. Athugað verður 28Ingrid Fuglestvedt og Per Hernes 1996:145-147. 29Ingrid Fuglestvedt og Per Hernes 1996:147. 30Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson 1996:133. 31Munnlegar upplýsingar frá Önnu Lísu Guðmundsdóttur, ágúst 1998. 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.