Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 111
Stafkirkjan á Þórarinsstöðum
meðal annars hvort viðurinn sem kirkjan
var byggð úr var innlendur, innfluttur eða
hvort hér sé um að ræða rekavið. Auk þessa
hafa þeir munir sem fundust við upp-
gröftinn verið sendir til forvörslu og frekari
greininga með tilliti til forms, aldurs og
uppruna.
Það er Rannsóknarráð Islands sem
styrkir rannsókn Minjasafnsins með fjár-
framlögum en mótframlag var einnig veitt
til hennar í formi vinnukrafts frá Rafael-deild
Evrópusambandsins. Mótframlag Evrópu-
sambandsins er aðallega veitt í formi vinnu-
krafts frá aðildarlöndum verkefnisins.
Seyðisfjarðarbær styrkti einnig rannsóknina
á Þórarinsstöðum með aðstoð af ýmsu tagi.
Bærinn lánaði safninu íbúð fyrir starfsfólk
rannsóknarinnar svo og vinnuskúr, ljósavél
og rafmagnsgirðingu. Bærinn greiddi einn-
ig kostnað vegna gröfuvinnu þegar rann-
sóknarsvæðið var opnað. Sólveig Sigurðar-
dóttir og fjölskylda hennar á Seyðisfirði
útvegaði ýmis húsgögn og búsáhöld. Sól-
veig hjálpaði ennfremur til við uppgröftinn
af og til.
I sumar unnu þrír breskir og tveir ítalskir
fornleifafræðingar við rannsóknina, auk
fjögurra íslenskra fræðimanna.
Islensku fræðimennirnir voru, auk
greinarhöfundar, Þórunn Hrund Oladóttir,
þjóðfræðingur, Sófus Jóhannsson, sagn-
fræðingur, Margrét Gylfadóttir, forn-
leifafræðingur og Tryggvi Már Ingvarsson,
landafræði- og sagnfræðinemi. Þeir sem
komu erlendis frá voru fornleifafræðing-
arnir, Martin O'Hare, Barbara Rotundo og
Silvia Panti, auk fornleifafræðinemanna
Juliu Knight og Gareth Hatton.
Jafnframt barst okkur liðsauki í styttri
eða lengri tíma allt uppgraftartímabilið.
Þeir sem komu og hjálpuðu til við upp-
gröftinn voru Anna Lísa Guðmundsdóttir,
jarðfræðingur og deildarstjóri fornleifa-
deildar Árbæjarsafns, Sólveig Bergmann,
fornleifafræðingur, Jón Ingi Sigurbjörns-
son, sagnfræðingur, Oddný E. Magnús-
dóttir, þjóðfræðinemi og Matthias Mergl
sem stundar doktorsnám í norrænum fræð-
um í Noregi. Sólveig Sigurðardóttir hjálp-
aði ennfremur til við uppgröftin af og til allt
sumarið.
Ekki tókst að ljúka uppgrefti á
Þórarinsstöðum sumarið 1998. Uppgreft-
inum verður því framhaldið á komandi
sumri. Þá er stefnt að því að grafa upp kór
stafkirkjunnar og ljúka við uppgröft á gólfi
hennar. Þá er von á fleiri erlendum fræði-
mönnum til rannsóknanna vegna aðildar
Minjasafnsins að verkefni Evrópusam-
bandsins.Ennfremur er ætlunin að halda
áfram rannsókn á kirkjugarðinum og
rannsaka meðal annars þær grafir sem lík-
lega liggja norðan og austan við kirkjuna.
Heimildaskrá
EinarOl. Sveinsson 1954: Formáli. Páls
saga biskups. Bls. 3-16. Einar Ol. Sveins-
son bjó til prentunar. Skálholtsfélagið,
Reykjavík.
Hjörleifur Stefánsson 1997: Islenskar
miðaldakirkjur. Kirkja og kirkjuskrúð.
Ritstjórar: Lilja Ámadóttir og Ketil Kiran.
Bls. 25-41. Norsk Institutt for Kultur-
minneforskning-Þjóðminjasafn Islands.
Hákon Christie 1970: Stavkirkene i
bygningshistorisk sammenhæng. Utg.
Minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur
Wright. Þjóðminjasafn Islands.
Hörður Ágústsson 1984: Kirkjur á
Víðimýri. Skagfirðingabók. Bls. 21-96.
Sérprent.
Ingrid Fuglestvedt og Per Hernes 1996:
Riteull kommunikasjon i yngre jernalder.
Nordsjöen - Handel, religion og politikk.
Bls. 140-150. Karmöyseminariet 94/95.
109