Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 117
Fjallkirkjan
5. Mundi. Það þótti einsýnt að þar væri
tekið mið af Sigtryggi Jónassyni sem var
uppeldissonur Agústar Jónssonar hómópata
á Ljótsstöðum eins og Margrét Eggerts-
dóttir síðari kona Gunnars á Ljótsstöðum.
Sigtryggur hafði þann kæk, eins og lýst er í
sögunni, að kasta höfði á ýmsar hliðar
þegar hann talaði. Hann giftist aldraður og
bjó á litlum parti af Ljótsstöðum.
6. Þóroddur, hreppsstjóri í Vestur-
bænum. Þegar fjölskylda skáldsins fluttist
að Ljótsstöðum bjó þar í Frambæ, sem
kallað var, Jón Hallgrímsson hreppsstjóri
frá Vakursstöðum og gæti hann verið
fyrirmynd að Þóroddi. Jón Hallgrímsson
bjó víðar í Vopnafirði og síðast á Torfa-
stöðum og fór þaðan til Ameríku 1903 og
þá tók Gunnar faðir skáldsins við hrepps-
stjórn.
7. Sigurjón á Kömbum. Það var haft
fyrir satt að hér væri átt við bóndann og
búhöldinn rnikla Halldór Benediktsson á
Skriðuklaustri. Hann átti Arnbjörgu Sigfús-
dóttur, systur Jörgens í Krossavík manns
Margrétar systur Gunnars á Ljótsstöðum.
Skriðuklaustur er næsti bær utan við
Valþjófsstað (Ofeigsstað sem það heitir í
sögunni). Nafngiftin „Kömbum“ gæti átt
að merkja að hjallar voru neðst á túni þar
sem gamla býlið „Hvanntó“ var.
8. Halla, móðursystir skáldsins, og
Eiki, maður hennar, sem talin eru búa í
Fögruvíkurfjöru. Hólmfríður Þórarins-
dóttir, systir Katrínar á Ljótsstöðum, var
sem kallað var aflvana, hafði fengið lömun
en var annars myndar- og gæðakona. Hún
gat lítið unnið nema í sæti sínu. Hún átti
Vilhjálm Jónatansson Hjörleifssonar, ætt-
aðan af Héraði. Þau bjuggu um tíma á
Vindfelli (parti) eða í húsmennsku.
Sigríður Mensaldursdóttir, Sigga Mens, systir
Maríu.
Vindfell er næsti bær utan við Krossavík en
æðilangt á milli. Þau voru síðast lengi í
húsmennsku í Höfn á Strönd hjá Jóni
Sigurðssyni hreppsstjóra þar en hann var
móðurbróðir Hólmfríðar. Þau voru barn-
laus. [Það ber ekki saman við upplýsingar
frá Sigurði Gunnarssyni á Ljótsstöðum].
María Mensaldursdóttir. Hún kemurfyrir í sögunni
sem María Mens.
115