Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 139

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 139
Þýskalandsför Gunnars Gunnarssonar því nokkrum vikum seinna brotnaði hún og sökk í sviptivindi á Hafnarfirði. Flugmaðurinn og far- þegamir tveir, báðir þingmenn, björguðust naum- lega. Bókmenntir eru Þjóðverjum meira alvörumál en okkur! Norræna félagið skipulagði ferð Gunnars í út í ystu æsar, virðulegar móttökur og fjölmenna upplestra í fjörutíu borgum. A nokkrum stöðum fór livort tveggja fram í ráðhúsinu. - Það segir ekki lítið um eina þjóð, sagði Gunnar stillilega, að hún skuli hafa áhuga á að koma og hlusta á skáldskap, meira að segja útlend- an skáldskap, á stríðstímum, þegar synir hennar eru á vígstöðvunum. - Tókst yður að mynda persónuleg tengsl við áheyrendur? - Já, það fannst mér svo sannarlega. Þeir hlust- uðu af áfergju sem er óþekkt hjá okkur og á sér rætur í djúpstæðri virðingu fyrir skáldskap, og það sama var uppi á teningnum eftir að lestri lauk, í þægilegum og óþvinguðum félagsskap. Þarna tíðkast sú ágæta venja að fara í hópurn, eins stórum og mönnum sýnist, á eitthvert kaffihús, þar sem hver pantar og borgar fyrir sig, og tími og tækifæri gefst til að skiptast á skoðunum. Við slíkar að- stæður takast margvísleg kynni manna á milli, sum lausleg en önnur endast ævilangt, öllum til ánægju. - Er hrifning Þjóðverja á norrænni menningu bundin því sem er að gerast í landinu núna? - Engin þjóð í heiminum býr yfir meiri þekkingu og næmari skilningi á nonænum bók- menntum en Þjóðverjar. Þetta næmi á norræn menningarverðmæti á sér djúpar rætur í þjóðar- sálinni og ástand mála í Evrópu breytir að sjálf- sögðu ekki nokkm þar um. En ég held að Þjóðverjar almennt taki meira mark á bókmenntum en við sem erum alin upp við aðstæður þar sem gagnýni skipar allt of stóran sess. Bókmenntir eru þeim alvörumál og þekking á þeim er ekki eins stéttbundin og í flestum öðrum samfélögum. Eg tók t.d. eftir að ntargir verka- menn voru meðal áheyrenda minna og á einunt stað, þar sem ég kom til að lesa upp, kallsaði konan í fatahenginu vingjamlega til mín um leið og hún tók við yfirhöfninni: „Ó, eru það þér! Þér sem hafið skrifað „Skip heiðríkjunnar“!“ Það gefur lífi rithöfundar aukið gildi þegar þjóð sem hvorki hefur tíma né peninga leggur við hlustir. Og þegar maður hittir þetta fólk finnur maður í auknum mæli ábyrgðina sem fylgir því að skrifa. Samtal við ríkiskanslarann Hitler - Það lítur helst út fyrir að stríðið muni skapa samstöðu um evrópska menningu. - Það hafa aldrei selst jafn margar bækur í Þýskalandi og í vetur. Hvorki forlög né prentsmiðjur ná að anna eftirspuminni eftir bók- menntum; það tekur lengri tíma að skrifa bækur heldur en að selja þær og lesa. Ekki einu sinni héma hjá okkur skipa fombókmenntimar viðlíka sess hjá þjóðinni eins og í Þýskalandi. Þar hafa Eddumar komið í nýjum upplögum sem eru á bil- inu fimmtíu til hundrað þúsund og fornsögumar í svipuðum mæli. Það sýnir að þessar bókmenntir ná langt út fyrir þröngar raðir háskólamanna. - Yður gafst tækifæri til að ræða við ríkiskanslarann? - Já, þetta var einkasamtal. - Sem sagt áheym með hefðbundnu sniði? - Nei, alls ekki. Hitler ræðir mjög blátt áfram og hispurslaust við gesti sína, rétt eins og þegar maður talar við mann og um þau efni, atburði og aðstæður sem snerta okkur öll. Hann minntist á þau miklu byggingaráform sem hafin voru víðs vegar um landið en styrjöldin stöðvaði. Hann sagðist aldrei hafa óskað eftir stríði sem gerði ekki annað en raska áformum hans um allsherjar viðreisn Þýskalands. Hve lengi munið þér dvelja í Kaupmannahöfn? - Eg er á leiðinni heim til Islands þar sem ég mun taka upp þráðinn þar sem frá var horfið við uppbyggingu og rekstur Skriðuklausturs. Okkur tókst ekki að klára húsið í fyrra en höfum þó getað búið þar í vetur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.