Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 141

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 141
Þýskalandsför Gunnars Gunnarssonar Gunnar Gunnarsson kemur affundi Hitlers 20. mars 1940. fengi tœkifæri til að hafa tal af honum.“6 Hann ber Hitler ekki illa söguna og einasta viðbótin frá samtalinu við blaðamann Ber- linske er að þeir hafi rætt um þegnskylduvinnu. Ef að líkum lætur hefur Hitler talað allan tímann sjálfur og skáldið lítið komist að. Eitthvað mun Gunnar þó hafa maldað í móinn því í framhaldi af viðræðunum bað þýska utanríkisráðuneytið sendi- ráðið í Kaupmannahöfn að rann- saka feril hans.7 Þegar Gunnar var kominn á níræðisaldur ræddi Þór Whitehead við hann um ferðina til Þýskalands 1940 og fund þeirra Hitlers vegna bókar sem hann hafði í smíðum um heimsstyrjöldina.8 Frásögn Þórs af þesssu ferðalagi er frekar reyfarakennd. Hann byggir framan af á viðtalinu í Berlinske en fer nokkuð frjálslega með efnið og oft er erfitt að átta sig á hvað er sótt í samtímaheimildina og hvað er haft eftir Gunnari þegar hann var orðinn háaldraður. Þór kemst þannig að orði um ferð Gunnars með flugbátnum í veg fyrir skipið að flogið hafi verið „blindflug í nokkrar klukkustundir“!! (blændende Luftfart) og þegar vélin settist á sjóinn við skipið: „Munaði ekki miklu að þar lyki þessari ferð að sögn Gunnars“ (bls. 84). I fyrra tilvikinu er þýðing í hæpnara lagi en í því síðara um talsvert hressilegar ýkjur að ræða. Samkvæmt bók Þórs fór Gunnar þessa ferð til að snúa Þjóðverjum til fylgis við Finna gegn Rússum í vetrarstríðinu svonefnda (bls. 96). Það var hins vegar of seint því meðan Gunnar ferðaðist um Þýskaland lauk stríðinu með ósigri Finna. Þór hefur eftir Gunnari að á Hitler hafi kjaftað „hver tuska“. Þá kemur fram að honum hafi þótt: „flóðmælska Hitlers og hroki yfirþyrmandi. Hann hafi ekki haft minnstu löngun til að leggja orð í belg, enda enginn hægðarleikur“ (bls. 105). Sam- kvæmt upplýsingum Þórs lauk samtalinu með því að Hitler reyndi að kyrrsetja Gunnar í Þýskalandi (bls. 107). Finnland virðist ekki hafa borið á góma og það er óneitanlega einkennilegt að Gunnar skuli hvorki í viðtalinu við Berlinske né Mogunblaðið víkja einu orði að því máli. Fyrmefnda viðtalið fór þó fram áður en Þjóðverjar réðust inn í Danmörku og mánuði fyrr en Bretar hernámu Island. Gunnar hafði því enga sérstaka ástæðu til að vera myrkur í máli um viðræðumar. Ummæli Gunnars um þetta samtal eru fremur þversagnakennd. Því lengri tími sem leið frá viðræðunum því naprari verður hann í garð Hitlers. Það var eðlilegt eftir afhjúpun hroðaverka Þriðja ríkisins; lái honum hver sem vill. 6 Morgunblaðið 18. apríl 1940, bls.3. 7 „Gegn straumi tímans", bls. 419. 8 Þór Whitehead: Milli vonar og ótta. Reykjavík 1995. 139
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.