Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 144
Múlaþing
eru syðstu drög hennar kringum Þrælaháls
8-10 km norðan Snæfells (sjá kort).
Spildan milli ánna tveggja og Jöklu nefnist
Rani og verður aðalsögusvið þáttarins.
Eyvindarfjöll eru í innanverðum Rana og
skammt sunnan þeirra liggur Aðalbóls-
vegur frá Kleif í Fljótsdal til Hrafnkelsdals.
Bessastaðavegur liggur að Eyvindará
rétt norðan Eyvindarfjalla og var aðalleið til
afréttarinnar Rana úr Fljótsdal og til býl-
anna þar síðar. Rani er allvel gróin afrétt,
einkum meðfram Hölkná og frá henni út að
Sauðá, sem er lítil þverá og fellur í Jöklu
um miðjan Rana. Utan Sauðár verður
landið brattara og endar í Ranasporði, þar
sem Eyvindará fellur í Jöklu. Og rétt innan
við Sauðá reisti Eiríkur Eiríksson býli sitt
vorið 1807. Verður næst vikið að fjölskyldu
hans. Tölur í svigum eru númer viðkomandi
persóna í Ættum Austfirðinga sem verða
skammstafaðar Æ. Au.
Við númer 2462 í Æ. Au. er sagt að hjón,
sem hétu Vermundur og Kvenborg hafi
verið fengin í hallæri sunnan af landi til að
verja húsbroti á Brú á Jökuldal. Þau áttu
dóttur, sem hét Margrét og ílengdust þau
eystra. Hvað sem hæft er í sögninni, þá er
víst að mæðgurnar Kvenborg Jónsdóttir f.
um 1650 og Margrét Vermundsdóttir, f. um
1695 voru í Fáskrúðsfirði um 1703. Margrét
giftist Runólfi Þorsteinssyni, er bjó í Görð-
um í Fljótsdal 1723 en síðar á Kleif. Son
áttu þau, Eirík að nafni og bjó hann að
Egilsstöðum í Fljótsdal 1762 og er Margrét
þar hjá honum. Eiríkur Runólfsson bjó síðar
að Brú. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Solveig (2053) Jónsdóttir frá
Hákonarstöðum á Dal. Dóttir þeirra hét
Sigríður (2054) f. 1763 og bjó síðar með
manni sínum Olafi Jónssyni á Kleif. Verður
getið síðar.
Síðari kona Eiríks Runólfssonar hét
Vilborg Pálsdóttir og var upprunnin í
142
Suðurdal Fljótsdals. Við sjáum þau fyrst í
kirkjubókum árið 1789, búandi á Klúku í
Fljótsdal: Eiríkur bóndi 65 ára, Vilborg
kona hans 45 ára og böm þeirrra: Solveig
(2465) 17 ára, Eiríkur (2463) 14 ára og
Margrét (2466) 13 ára. Enn áttu þau soninn
Runólf (2464), sem síðar bjó á Sellátrum í
Helgustaðahreppi. Hefur líklega verið elst-
ur alsystkina sinna. Sonur hans „Þorleifur
varð úti um tvítugt, var að verja fé í stór-
hríð, gestkomandi á bæ, með öðrum manni.
Sá flúði heim og enginn kom aftur til
Þorleifs en hann barðist fyrir fénu meðan
hann gat og fannst þar dáinn daginn eftir.“
(Æ. Au.)
Eiríkur og Vilborg voru með börnin þrjú
á Glúmsstöðum í Norðurdal næstu þrjú ár.
Árin 1793 og 1794 eru Eiríkur yngri og
Margrét systir hans hjá Sigríði hálfsystur
sinni á Kleif. Foreldramir og Solveig eru á
Glúmsstöðum. Eiríkur Runólfsson lést
1794. Það ár giftist Solveig Jóni Andréssyni
frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og búa þau á
Þuríðarstöðum í Fljótsdal við manntal
1795. Um vorið flytjast þau í Vaðbrekku og
búa þar langa ævi. Varð Jón frægur í
sögnum fyrir afburða frískleika og má um
það lesa í 10. bindi þjóðsagna Sigfúsar
Sigfússonar. Margrét systir Solveigar fór
með þeim að Vaðbrekku, var hjá þeim sjö ár
en fór vorið 1803 austur í Egilsstaði í
Fljótsdal. Þá bjó þar Eiríkur bróðir hennar.
Síðar fór hún í Eiríksstaði á Jökuldal og var
lengi vinnukona hjá Gunnlaugi Þorkelssyni
bónda þar. Hún var mjög vönduð og góð
manneskja. (Æ.Au.)
Fjölskylda Eiríks Eiríkssonar.
Við manntal 1785 er Eiríkur vinnu-
maður hjá systur sinni á Þuríðarstöðum en
næsta ár á Glúmsstöðum með móður sinni.
Árið 1796-1797 eru mæðginin á Brekku-
J