Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 156
Múlaþing
Jónsson, f. 31.okt. 1869, d. 29. júní 1944.
Hann var klæðskeri, ljósmyndari og úti-
bússtjóri Islandsbanka á Seyðisfirði frá 1904
til 1929. Eyjólfur var bæjarfulltrúi frá janúar
1897 til 7. janúar 1924 og frá 10. janúar 1925
til 30. janúar 1938.
Arið 1882 hóf Stefán verzlunarnám í
Norskubúð (Norske Kompagnies handel) á
Seyðisfirði. I októbermánuði árið 1884 sigldi
hann til Noregs með aleigu sína, 315 krónur, í
vasanum og dvaldi þar tvö ár við úrsmíðanám
hjá úrsmíðameistaranum Fuglestad í Stav-
anger og lauk þar sveinsprófi. Að námi loknu
árið 1886 kom Stefán aftur til Seyðisfjarðar
og settist að á Fomastekk. Þar stundaði hann
úrsmíðar og verzlun með úr, klukkur og ýmsa
gjafavöru. Þegar Stefán hóf iðnnámið hafði
hann ekki notið neinnar skólafræðslu, en sú
menntun sem hann hlaut í heimahúsum entist
honum vel. Var hann vel lesinn, lagði mikla
rækt við ljóðalestur og kunni ógrynni kvæða
og vísna. Stefán hafði gaman af veiðiskap.
Hann fór mikið með byssu og stundaði bæði
hreindýraveiðar og fuglaveiðar, einnig iðkaði
hann stangveiði. Hann átti jafnan góða
reiðhesta og ferðaðist mikið um landið
ríðandi.
Eiginkona Stefáns var Ólafía Sigurðar-
dóttir frá Firði, fædd 3. janúar 1863, og gengu
þau í hjónaband 17. júní 1889. Börn þeirra
vom: Anna Jóhanna, f. 16.apríl 1890, giftOtto
Wathne, Jónína, f. 13. júlí 1892, gift Jóhanni
Hanssyni; Sigurður, f. 14. desember 1893,
Garðar, f. 8.nóvember 1896, og Gróa Helga, f.
10. mai 1902. Synimir og yngsta dóttirin
létust ung.
Arið 1888 var Stefán kosinn í hreppsnefnd
og tveimur ámm síðar oddviti og jafnframt
settur hreppstjóri og skipaður í það embætti
1891. Einnig var hann skipaður í sáttanefnd.
Árið 1890 var Sparisjóður Seyðisfjarðar
stofnaður og var Stefán meðal stofnenda og
einn þriggja stjómarmanna. I stjóm Spari-
sjóðsins var hann til ársins 1904 þegar
sparisjóðurinn sameinaðist útibúi Islands-
banka á Seyðisfirði. Fiskveiðifélagið Garðar
var stofnað á Seyðisfirði 31. mai, 1898 með
180.000 kr. hlutafé. Stefán var meðal stofn-
enda og í stjóm félagsins. Árið eftir hófust
miklar framkvæmdir á vegum félagsins. Árin
1899-1900 keypti félagið tvo gufutogara og
fimm seglatogara. Veiðar gengu vel í byrjun
en brátt gerði fjárskortur vart við sig. I
marzmánuði árið 1901 ákvað stjórnin að
hætta starfseminni vegna rekstrarerfiðleika.
Aukafundur haldinn 13. apríl ákvað síðan að
slíta félaginu og afhenda skiptaráðanda eignir
þess til opinberrar meðferðar. Stefán átti hlut
að kaupum bæjarins á útgerðarstöð Garðars
fyrir 25.000 krónur. Var það stærsta og dýrasta
hafskipabryggja landsins, með vatnsleiðslu og
jámbrautarsporum um bryggju og lóð, þrjár
stórar samliggjandi vöruskemmur og
íbúðarhús. Árið 1889 fékk Stefán verzlunar-
leyfi. Hann varð umboðsmaður „Nýja danska
brunatryggingarfélagsins" og „Sameinaða
gufuskipafélagsins“ Árið 1900 tók Stefán við
umboði „Det nationale Livforsikringsselskab
Dan“ í Kaupmannahöfn.
I maímánuði 1906 varð Stefán konung-
legur norskur vararæðismaður. Hinn 1. janúar
1895 fékk Seyðisfjörður kaupstaðarréttindi og
var Stefán þá kosinn í bæjarstjóm. Jafnframt
var hann settur bæjarfógeti án dómsvalds til 1.
apríl 1896. Árin 1895-6 var honum falið að
annast fjárreiður bæjarins og færa upp
reikningana. Stefán sat síðan í bæjarstjóm frá
2. janúar 1895 til 3. janúar 1910 og frá 6.
janúar 1911 til 6. janúar 1917 og frá 24. janúar
1920 til 8. janúar 1921.
Árið 1888 endurbyggðu Stefán og Sigurd
Johansen 30 fermetra hús með portbyggðri
rishæð, á lóðinni nr. 6 við Bjólfsgötu. Húsið
fluttu þeir utan frá Liverpool eftir snjóflóðið
1885. Verzlun var á neðri hæð en íbúð á þeirri
efri. Flutti Stefán verzlun sína og úrsmíða-
154