Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 163

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 163
Ársskýrslur eða sýningarsal þess. Skráningin fer fram í forritinu FileMakerPro og er það notað á mörgum söfnum landsins við skráningu á munum og margvíslegum gögnum. Við frágang á gripunum unnu Gréta Ósk Sigurðardóttir, Magni Bjömsson, Ágúst Steinþórsson, Helgi Valmunsson og Jónína Borgþórsdóttir. Magni sá um hreinsun á jámgripum, Ágúst sá um viðgerðir og uppsetningu safngripa í geymslu og Helgi sá um hreinsun á reiðtygjum og fleiri gripum úr leðri. Jónína vann við skráningu gripanna í tölvu ásamt Önnu Fíu Emilsdóttur. Gréta sá um merkingu og handskráningu þeirra. Laun starfsmannanna vom greidd að stórum hluta með styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði en einnig af Minjasafni Austurlands. Þjóðbúninganámskeið Minjasafnið bauð upp á aðstoð í þjóðbúningagerð í vetur. Fyrir áramót voru stutt námskeið í baldýringu og orkeringu í boði en eftir áramót 1997 var aðstoðað við saum á búningum. Til greina kom að sauma peysuföt, kirtil, upphlut eða þjóðbúning karla. Námskeiðið í baldýringu var nokkuð vel sótt en ekki varð af orkeringamámskeiðinu vegna dræmrar þátttöku. Anna Fía Emilsdóttir kenndi að baldíra og leiðbeindi þátttakendum í sambandi við gerð kirtilbúninga, upphluta og þjóðbúninga fyrir karla. Steinunn Kristjánsdóttir leiðbeindi við gerð peysufata. Hin árlega jólagleði Föstudaginn 12. desember boðaði Minjasafnið, í samvinnu við Bókasafn Héraðsbúa, til hinnar árvissu jólagleði. Gestum og gangandi var boðið uppá nýbakaðar lummur og heitt kakó undir hljómlistarflutningi og söng nema Ármanns Einarssonar, kennara við tónlistarskóla Fellahrepps og Jóns Guðmundssonar, kennara við tónlistarskólann á Egilsstöðum. Mesta eftirvæntingu og gleði vakti heimsókn tveggja al- íslenskra jólasveina, beint ofan af fjöllum. Þeir fengu að launum fyrir innlitið kerti úr tólgarkertasmiðjunni sem starfrækt var í sal Minjasafnsins þennan dag. Þar var líka lesin hugljúf frásögn tengd jólum og á bókasafninu var yngstu börnunum sagðar sögur. Það má með sanni segja að allir þeir fjölmörgu gestir sem litu við þennan eftirmiðdag hafi skemmt sér hið besta og haldið heim með jólagleði í hjarta. Bókavaka I byrjun desember tóku öll söfnin í húsinu, þ.e.a.s. Bókasafnið, Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið, höndum saman og efndu til bókavöku með upplestri úr nýjum bókum. Upplestrinum var staður fundinn í anddyri Héraðsskjalasafnsins, þangað var safnað borðum og stólum úr öllu húsinu svo gestir gætu tyllt sér yfir kaffibolla og kertaloga á meðan hlýtt var á höfundana. Átta skáldum og rithöfundum var boðið að lesa úr ritum sínum, jafnt austfirðingum og lengra að komnum. Húsfyllir varð og allir, ungir sem aldnir, fengu lesið eitthvað við sitt hæfi. Menningarmálaráð Egilsstaðabæjar styrkti bókavökuna. Sumarstarfsemi 1997 Sýningarsalur safnsins var opnaður formlega á annan í hvítasunnu. Sýningar voru opnar á milli kl. 11 °g 17 alla daga vikunnar nema mánudaga. Kaffisala og krambúð, með minjagripum, gjafavöru og gamaldags sælgæti, var opin á opnunartíma sýningarsalar. Tóvinna, jurtalitun og sauðskinnskógerð var sýnd og boðið upp á hestakerruferðir. Skrifstofa safnsins var opin virka daga frá kl. 9 til 17. Síðasti opnunardagur sumarsins var 31. ágúst. Fornleifarannsóknir safnins fóru fram um tveggja mánaða skeið yfir sumartímann. frá 1. júní - 8. ágúst. 161
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.