Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 163
Ársskýrslur
eða sýningarsal þess. Skráningin fer fram í forritinu FileMakerPro og er það notað á mörgum söfnum
landsins við skráningu á munum og margvíslegum gögnum.
Við frágang á gripunum unnu Gréta Ósk Sigurðardóttir, Magni Bjömsson, Ágúst Steinþórsson, Helgi
Valmunsson og Jónína Borgþórsdóttir. Magni sá um hreinsun á jámgripum, Ágúst sá um viðgerðir og
uppsetningu safngripa í geymslu og Helgi sá um hreinsun á reiðtygjum og fleiri gripum úr leðri. Jónína
vann við skráningu gripanna í tölvu ásamt Önnu Fíu Emilsdóttur. Gréta sá um merkingu og handskráningu
þeirra. Laun starfsmannanna vom greidd að stórum hluta með styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði en
einnig af Minjasafni Austurlands.
Þjóðbúninganámskeið
Minjasafnið bauð upp á aðstoð í þjóðbúningagerð í vetur. Fyrir áramót voru stutt námskeið í
baldýringu og orkeringu í boði en eftir áramót 1997 var aðstoðað við saum á búningum. Til greina kom að
sauma peysuföt, kirtil, upphlut eða þjóðbúning karla.
Námskeiðið í baldýringu var nokkuð vel sótt en ekki varð af orkeringamámskeiðinu vegna dræmrar
þátttöku. Anna Fía Emilsdóttir kenndi að baldíra og leiðbeindi þátttakendum í sambandi við gerð
kirtilbúninga, upphluta og þjóðbúninga fyrir karla. Steinunn Kristjánsdóttir leiðbeindi við gerð peysufata.
Hin árlega jólagleði
Föstudaginn 12. desember boðaði Minjasafnið, í samvinnu við Bókasafn Héraðsbúa, til hinnar árvissu
jólagleði. Gestum og gangandi var boðið uppá nýbakaðar lummur og heitt kakó undir hljómlistarflutningi
og söng nema Ármanns Einarssonar, kennara við tónlistarskóla Fellahrepps og Jóns Guðmundssonar,
kennara við tónlistarskólann á Egilsstöðum. Mesta eftirvæntingu og gleði vakti heimsókn tveggja al-
íslenskra jólasveina, beint ofan af fjöllum. Þeir fengu að launum fyrir innlitið kerti úr tólgarkertasmiðjunni
sem starfrækt var í sal Minjasafnsins þennan dag. Þar var líka lesin hugljúf frásögn tengd jólum og á
bókasafninu var yngstu börnunum sagðar sögur. Það má með sanni segja að allir þeir fjölmörgu gestir sem
litu við þennan eftirmiðdag hafi skemmt sér hið besta og haldið heim með jólagleði í hjarta.
Bókavaka
I byrjun desember tóku öll söfnin í húsinu, þ.e.a.s. Bókasafnið, Héraðsskjalasafnið og Minjasafnið,
höndum saman og efndu til bókavöku með upplestri úr nýjum bókum. Upplestrinum var staður fundinn í
anddyri Héraðsskjalasafnsins, þangað var safnað borðum og stólum úr öllu húsinu svo gestir gætu tyllt sér
yfir kaffibolla og kertaloga á meðan hlýtt var á höfundana. Átta skáldum og rithöfundum var boðið að lesa
úr ritum sínum, jafnt austfirðingum og lengra að komnum. Húsfyllir varð og allir, ungir sem aldnir, fengu
lesið eitthvað við sitt hæfi.
Menningarmálaráð Egilsstaðabæjar styrkti bókavökuna.
Sumarstarfsemi 1997
Sýningarsalur safnsins var opnaður formlega á annan í hvítasunnu. Sýningar voru opnar á milli kl. 11
°g 17 alla daga vikunnar nema mánudaga. Kaffisala og krambúð, með minjagripum, gjafavöru og
gamaldags sælgæti, var opin á opnunartíma sýningarsalar. Tóvinna, jurtalitun og sauðskinnskógerð var
sýnd og boðið upp á hestakerruferðir. Skrifstofa safnsins var opin virka daga frá kl. 9 til 17. Síðasti
opnunardagur sumarsins var 31. ágúst. Fornleifarannsóknir safnins fóru fram um tveggja mánaða skeið
yfir sumartímann. frá 1. júní - 8. ágúst.
161