Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Qupperneq 164
Múlaþing
Tóvinna
Eins og fram kemur hér að ofan var margt í boði fyrir sýningargesti á sumaropnunartíma safnsins. A
sunnudögum unnu eldri borgarar á Egilsstöðum við tóvinnu í baðstofunni frá Brekku. Böm gátu fengið að
prófa að spinna, tvinna eða kemba með aðstoð þeirra og fengið árituð diplom fyrir. f baðstofunni var einnig
sýnt hvernig sauðskinnskór voru gerðir, kveðnar rímur og jurtalitun sýnd. Þá var ullin, sem unnin var í
baðstofunni, einnig lituð að gömlum hætti í soði ýmissa blóma og jurta.
Hestakerruferðir
A laugardögum var boðið upp á hestakerraferðir í nágrenni safnsins. Ferðimar vora aðallega ætlaðar
bömum en þær voru ekki síður vinsælar hjá fullorðnum. Helgi Valmundsson var kúskur en hann lánaði
safninu jafnframt hestinn sem dró kerruna með gestum safnsins um Lómatjarnarsvæðið á Egilsstöðum.
Sumarsýningar
Tvær sumarsýningar voru settar upp á árinu í tilefni 50 ára afmælis Egilsstaðabæjar. Innihald
sýninganna miðaði að því að heiðra frumbyggja Egilsstaða fyrir uppbyggingu bæjarins, samhliða því sem
þær áttu að minna á dagleg störf íbúanna.
Önnur sýningin var sett upp af aðilum sem allir höfðu slitið bamsskónum á Egilsstöðum, gengið
saman í grunnskólann og flestir sest þar að. Sýningin hlaut nafnið Gömlu dagana gefðu mér...en hún
samanstóð af munum sem minntu á liðna tíma á Egilsstöðum. Þar mátti sjá húsgögn, leikföng,
fermingargjafir, kort og skeyti, skólabækur, stíla, vörur úr KHB, mjólkurflöskur, glansmyndir,
skylduverkefni úr smíðatímum og margt fleira. A sýningunni gafst einnig tækifæri til að hlusta á tónlist
frá sjötta og sjöunda áratugnum.
Egilsstaðabær styrkti uppsetningu þessarar skemmtilegu sýningar en hana unnu Lára Vilbergsdóttir,
Guttormur Metúsalemsson, Stefanía Steinþórsdóttir, Sigrún Bjamadóttir, Signý Ormarsdóttir og Þorsteinn
Steinþórsson auk margra annarra sem lögðu hönd á plóginn. Þau lánuðu einnig safninu flesta þá muni sem
sýndir voru við þetta tækifæri. Sömu aðilar stóðu fyrir því að sett var upp homabú og bílabrautir fyrir
trébfla utan við inngang Minjasafnins, þar sem böm gátu leikið sér eins og gert var fyrrum. Homabúið var
hannað og sett upp af Guttormi Metúsalemssyni. Gissur Ámason smíðaði bflana.
Hin sýningin sýndi áhöld og tæki Þorsteins Sigurðssonar læknis. Hann var einn af fyrstu læknum
Egilsstaða, bjó þar nánast alla sína starfstíð og stuðlaði að uppbyggingu heilsugæslu á Egilsstöðum sem
og annars staðar á landsbyggðinni. Verk hans og vinna var því innlegg í uppbyggingu Egilsstaða sem
bæjar. Áhöld og tæki Þorsteins vora fengin að láni hjá Læknaminjasafninu í Nesstofu á Seltjamarnesi í
tilefni sýningarinnar.
Gestafjöldi
Alls rituðu 3737 gestir nöfn sín í gestabók Minjasafns Austurlands árið 1997. Þar af voru böm 655,
auk þeirra 507 skólabarna sem tóku þátt í safnakennslu Minjasafnins. Utlendingar voru 291 eða tæp 8%
gesta.
Samtals sóttu 4555 gestir Minjasafnið heim árið 1996, þar af útlendingar 362. Samkvæmt þessu
fækkaði gestum um 18% á milli áranna 1996 og 1997. Rétt er að minna á að árið 1996 var opnunarár
safnsins en það hefur tvímælalaust haft áhrif á fjölda gesta.
162