Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 165
Ársskýrslur
F ornleifarannsókn
Sumarið 1997 stóð Minjasafn Austurlands fyrir fomleifauppgreftri á lítilli kirkjurúst sem tilheyrir
gömlu og gleymdu bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Bæjarstæðið ber nafnið Geirsstaðir.
Uppgröfturinn, sem hófst í byrjun júnímánaðar og stóð til 8. ágúst, er liður í þriggja ára rannsókn safnsins.
Rannsóknin rniðar að því kanna fyrstu trúarbragðaskipti íslendinga með hliðsjón af fomleifafræðilegur
upplýsingum.
Uppgröfturinn átti sér nokkrun aðdraganda. Sumarið 1996 fór fram könnunarrannsókn á vegum
safnsins sem var gerð til að auðvelda val á stað til frekari rannsóknar vegna fyrirhugaðs verkefnis um
trúarbragðaskiptin. Sjö rústasvæði á Fljótsdalshéraði voru valin til könnunarinnar, þar á meðal rústirnar í
landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Lítið var vitað um þessar rústir áður en könnun hófst en ljóst var að henni
Iokinni að staðurinn var mjög athyglisverður og í framhaldi af því var ákveðið að ein rúst á bæjarstæðinu
yrði rannsökuð með fornleifauppgreftri sumarið eftir.
Rústir bæjarstæðisins Geirsstaða eru a.m.k. fjórar, auk beitarhúsatætta frá þessari öld og túngarðs sem
umiykur það. Fornleifarannsóknin sumarið 1997 miðaðist fyrst og fremst við uppgröft á hinni meintu
kirkjurúst en einnig voru tveir nýir könnunarskurðir teknir á bæjarstæðinu, annar þeirra í túngarðinn en
hinn í langhústótt.
Niðurstöður könnunarrannsóknarinnar sumarið 1996 bentu til þess að rústin sem ákveðið var að kanna
nánar gæti verið af kirkju frá fyrstu árum kristni á Islandi. Sunnan við umrædda rúst fannst gryfja með
beinum, sem samkvæmt greiningu reyndust vera mannabein. Eitt beinanna var kolefnisaldursgreint til
ársins 980 +/- 60 ár. Greining gjóskulaga sem fundust yfir rústinni bentu til þessa sama aldurs. Þessar
upplýsingar gerðu það að verkum að ákveðið var að ráðast í frekari rannsókn á staðnum.
Fleira átti eftir að koma á daginn eftir að uppgröftur hófst sem benti til að rústin væri af kirkju.
Rannsókn á gólflagi rústarinnar sýndi að byggingin hafði hvorki verið notuð sem gripahús né íveruhús.
Gólflög gripahúsa innihalda yfirleitt tað og hey. I gólflögum íveruhúsa finnast venjulega kol og aska eftir
upphitun og eldun. Þar er venjulega einnig hægt að greina ummerki eftir ullarvinnu eða önnur dagleg störf
fólks. Greiningin sýndi jafnframt að byggingin hafði sjaldan verið notuð því sveppagróður hafði oft náð
að vaxa í gólfinu. Auk þessa snýr rústin nákvæmlega í höfuðáttirnar austur-vestur, eins og reglur um
byggingu kirkna kveður á um.
Af yfirborði rústarinnar að dæma virtist húsið vera mjög stórt, um 20 metrar á lengd, en uppgröfturinn
leiddi í ljós litla byggingu sem mældist 3x6 metrar að innanmáli. Veggir hennar mældust allt að 2 metrar
a þykkt á þrjár hliðar en framhlið hússins hefur trúlega verið úr timbri. Aðrir veggir voru byggðir nánast
etngöngu úr torfi. Veggirnir voru greinilega fylltir með mold sem hafði verið mokað innan úr grunni
hússins og gerði það að verkum að það varð talsvert niðurgrafið.
Framhlið hússins snéri á móti vestri. Við austari enda þess var lítil viðbygging, kór, sem mældist um
1 x 1,5 metrar að stærð. í gólfinu lágu sex stoðarsteinar í tveimur röðum. Á þeim hafa stoðirnar, sem báru
þakið, hvflt. Ekki vottaði fyrir leifum af stoðunum. Undir gólflaginu í rústinni, svo og fyrir framan hana,
tundust gryfjur sem voru fullar af kolum og gjalli. Þessar gryfjur hafa verið á staðnum þegar húsið var
byggt og hafa verið notaðar til jámvinnslu.
Gryfjan, sem fannst við könnunarrannsóknina sumarið 1996, var einnig grafin upp með rústinni, enda
lá hún þétt upp við syðri langvegg hennar. Gryfjan mældist urn 2 metrar á lengd og rúmur metri á breidd.
Hún var sporöskjulaga. Við uppgröftinn fundust enn fleiri beinaleifar í gryfjunni, nú a.m.k. tvö handarbein
ur tnanni, en erfiðlega gekk að halda þeim til haga vegna þess hve illa þau voru varðveitt.
Eins og áður sagði var tekinn könnunarskurður í langhúsrúst á Geirsstöðum. Markmiðið var að kanna
163