Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 165

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Side 165
Ársskýrslur F ornleifarannsókn Sumarið 1997 stóð Minjasafn Austurlands fyrir fomleifauppgreftri á lítilli kirkjurúst sem tilheyrir gömlu og gleymdu bæjarstæði í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Bæjarstæðið ber nafnið Geirsstaðir. Uppgröfturinn, sem hófst í byrjun júnímánaðar og stóð til 8. ágúst, er liður í þriggja ára rannsókn safnsins. Rannsóknin rniðar að því kanna fyrstu trúarbragðaskipti íslendinga með hliðsjón af fomleifafræðilegur upplýsingum. Uppgröfturinn átti sér nokkrun aðdraganda. Sumarið 1996 fór fram könnunarrannsókn á vegum safnsins sem var gerð til að auðvelda val á stað til frekari rannsóknar vegna fyrirhugaðs verkefnis um trúarbragðaskiptin. Sjö rústasvæði á Fljótsdalshéraði voru valin til könnunarinnar, þar á meðal rústirnar í landi Litla-Bakka í Hróarstungu. Lítið var vitað um þessar rústir áður en könnun hófst en ljóst var að henni Iokinni að staðurinn var mjög athyglisverður og í framhaldi af því var ákveðið að ein rúst á bæjarstæðinu yrði rannsökuð með fornleifauppgreftri sumarið eftir. Rústir bæjarstæðisins Geirsstaða eru a.m.k. fjórar, auk beitarhúsatætta frá þessari öld og túngarðs sem umiykur það. Fornleifarannsóknin sumarið 1997 miðaðist fyrst og fremst við uppgröft á hinni meintu kirkjurúst en einnig voru tveir nýir könnunarskurðir teknir á bæjarstæðinu, annar þeirra í túngarðinn en hinn í langhústótt. Niðurstöður könnunarrannsóknarinnar sumarið 1996 bentu til þess að rústin sem ákveðið var að kanna nánar gæti verið af kirkju frá fyrstu árum kristni á Islandi. Sunnan við umrædda rúst fannst gryfja með beinum, sem samkvæmt greiningu reyndust vera mannabein. Eitt beinanna var kolefnisaldursgreint til ársins 980 +/- 60 ár. Greining gjóskulaga sem fundust yfir rústinni bentu til þessa sama aldurs. Þessar upplýsingar gerðu það að verkum að ákveðið var að ráðast í frekari rannsókn á staðnum. Fleira átti eftir að koma á daginn eftir að uppgröftur hófst sem benti til að rústin væri af kirkju. Rannsókn á gólflagi rústarinnar sýndi að byggingin hafði hvorki verið notuð sem gripahús né íveruhús. Gólflög gripahúsa innihalda yfirleitt tað og hey. I gólflögum íveruhúsa finnast venjulega kol og aska eftir upphitun og eldun. Þar er venjulega einnig hægt að greina ummerki eftir ullarvinnu eða önnur dagleg störf fólks. Greiningin sýndi jafnframt að byggingin hafði sjaldan verið notuð því sveppagróður hafði oft náð að vaxa í gólfinu. Auk þessa snýr rústin nákvæmlega í höfuðáttirnar austur-vestur, eins og reglur um byggingu kirkna kveður á um. Af yfirborði rústarinnar að dæma virtist húsið vera mjög stórt, um 20 metrar á lengd, en uppgröfturinn leiddi í ljós litla byggingu sem mældist 3x6 metrar að innanmáli. Veggir hennar mældust allt að 2 metrar a þykkt á þrjár hliðar en framhlið hússins hefur trúlega verið úr timbri. Aðrir veggir voru byggðir nánast etngöngu úr torfi. Veggirnir voru greinilega fylltir með mold sem hafði verið mokað innan úr grunni hússins og gerði það að verkum að það varð talsvert niðurgrafið. Framhlið hússins snéri á móti vestri. Við austari enda þess var lítil viðbygging, kór, sem mældist um 1 x 1,5 metrar að stærð. í gólfinu lágu sex stoðarsteinar í tveimur röðum. Á þeim hafa stoðirnar, sem báru þakið, hvflt. Ekki vottaði fyrir leifum af stoðunum. Undir gólflaginu í rústinni, svo og fyrir framan hana, tundust gryfjur sem voru fullar af kolum og gjalli. Þessar gryfjur hafa verið á staðnum þegar húsið var byggt og hafa verið notaðar til jámvinnslu. Gryfjan, sem fannst við könnunarrannsóknina sumarið 1996, var einnig grafin upp með rústinni, enda lá hún þétt upp við syðri langvegg hennar. Gryfjan mældist urn 2 metrar á lengd og rúmur metri á breidd. Hún var sporöskjulaga. Við uppgröftinn fundust enn fleiri beinaleifar í gryfjunni, nú a.m.k. tvö handarbein ur tnanni, en erfiðlega gekk að halda þeim til haga vegna þess hve illa þau voru varðveitt. Eins og áður sagði var tekinn könnunarskurður í langhúsrúst á Geirsstöðum. Markmiðið var að kanna 163
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.