Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1998, Page 170
Múlaþing
Héraðsskjalasafn Austfirðinga.
Alltaf berast til safnsins skjöl og bréfasöfn. Sveitarfélögin hafa þó ekki verið nægilega virk í að skila
inn skjölum og þarf að verða breyting þar á, vísast þar til "Reglugerðar um héraðsskjalasöfn" nr. 283/1994.
Stöðugt er unnið að tölvuskráningu þess efnis sem berst til safnsins. Skráningar eru komnar töluvert
á níunda þúsund.
Guðgeir Ingvarsson hefur sérstaklega unnið við skráninguna. Mjög bagalegt er að hafa ekki
afmarkaða geymslu fyrir óflokkuð skjöl, eða efni sem búið er að flokka en fer ekki í varðveislu í
skjalageymslu. Nauðsynlegt er að koma upp góðri geymslu fyrir þetta efni, ekki verður það mál leyst að
sinni án þess að leigja húsnæði. I fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir leigu upp á 150.000,- kr.
Ljósmyndasafn Austurlands
Amdís Þorvaldsdóttir hefur unnið við skráningu og flokkun ljósmynda og miðar vel í því verki.
Flokkun er langt komin og nú hafa verið tölvuskráðar rúmlega 3000 myndir, og er það nálægt því að vera
helmingur mannamynda í safninu. Alltaf bætast við myndir í safnið og hefur það eignast velunnara vítt
og breitt um Austurland. Þessu fólki eru færðar þakkir fyrir þá fyrirhöfn sem það hefur lagt á sig til að
sinna fyrirspumum starfsmanna safnsins.
Eigendur Ljósmyndasafns Austurlands eru auk Héraðsskjalasafns Austfirðinga, Minjasafn Austurlands
og Safnastofnun Austurlands. Eigendur safnsins lögðu því fjármuni á síðasta ári kr. 175.000,- pr. safn.
Það er von mín að áframhald verði á fjárveitingum til Ljósmyndasafns Austurlands. Þá hvet ég til þess að
önnur ljósmyndasöfn á Austurlandi verði tölvuskráð á sama hátt og Ljósntyndasafn Austurlands og með
því móti verði fengið betra yfirlit yfir ljósmyndaeign Austfirðinga.
Bókasafn
I stjóm Bókasafns Önnu Guðnýjar og Halldórs eru Arni Halldórsson formaður, Arndís Þorvaldsdóttir
ritari ,Magnús Þorsteinsson meðstjórnandi.
Eins og kemur fram í reikningum þá var farið all rækilega fram úr fjárhagsáætlun varðandi bókasafnið.
Miklu réði sú ákvörðun að tölvuskrá safnið í gegnum Feng. Eg tel að sú ákvörðun hafi verið rétt og skip-
ti verulegu máli upp á not eigenda safnsins, Austfirðinga allra, af safninu. Ég hefi á yfirstandandi ári reynt
að draga úr bókakaupum og öðrum útgjöldum til bókasafnsins til að rétta af heildardæmið.
Starfsemi Safnahússins
Samstarf innan Safnahússins hefur verið með miklum ágætum. Nýr forstöðumaður var ráðinn að
Minjasafni Austurlands á síðasta ári þegar Steinunn Kristjánsdóttir lét af störfum og Jóhanna Bergmann
tók við. Samrekstur hefur verið á ýmsurn þáttum svo sem hita, rafmagni, ræstingu og umhirðu á lóð.
Nú er stefnt að því að ljúka frágangi á loftræstibúnaði hússins, er þá farið að sjá fyrir endann á bygg-
ingu þess. Ekki er búið að leysa lyftumál hússins en ekki verður hægt að segja að byggingunni sé lokið
fyrr en sér fyrir endann á þeim þætti.
Skilaskylda sveitarfélaga.
Sveitarfélögum og stofnunum þeirra ber að skila héraðsskjalasafni skilaskyldum skjölum eigi síðar en
þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Skjölunum á að skila frágengnum á fullnægjandi hátt til
Héraðsskjalasafns, sé það ekki gert þá ber að greiða þann kostnað sem safnið ber af því að ganga frá
skjölum svo viðunandi sé.
168