Jökull


Jökull - 01.12.1966, Side 57

Jökull - 01.12.1966, Side 57
að kanna fyrst leiðina úr flugvél. Var Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri okkur hjálpleg- ur að vanda og flaug með Guðmund Jónasson, Jón Eyþórsson og undirritaðan inn yfir Gríms- vötn. Er kom inn fvrir Hófsvað, var allt að sjá ófært inn úr vegna snjóa, svo að við vorum að hugsa um að snúa þar við, en héldum þó áfram, og er kom inn undir Ljósufjöll var orðið nokkuð snjóléttara. Snjóbrú var á Tungná suður af ,,Félögum“ og jökulröndin slétt af snjó, og var auðsætt að fara mætti trafalalaust á vísl- unum frá Jiikulheima-skemmunni upp á jökul. A heimleið var leiðin könnuð nánar. Sarna dag lenti Halldór Eyjólfsson frá Rauðalæk á þyrlu innan við Hófsvað og taldi hann að ófært myndi bílum upp frá ánni og inn fyrir Vatna- öldur. Var Guðmundi nú selt sjálfdæmi um það, hvort leggja skyldi af stað á tilsettum tíma. Ekki var fýsilegt að þurfa að snúa við með nær þrjátíu manna hóp, en hins vegar afleitt að geta ekki notað hvítasunnuhelgina til ferð- arinnar. Að mjög yfirveguðu ráði kvað Guð- mundur upp þann úrskurð, að farið skyldi svo sem áætlað var. Taldi hann að sá aukatími, sem færi í það að brjótast inn yfir, myndi vinnast upp að nokkru vegna hagstæðra aðstæðna í Jökulheimum og við jökulröndina. Hér fer á eftir útdráttur úr dagbók minni: Laugardagur 28. rnaí. Fórum úr Reykjavík kl. 08.20 og voru 11 bílar í förinni. Hrepptum rigningu og þoku á leiðinni austur að Galtalæk, en upp úr því var sæmilega bjart. Færi var ágætt, þar til kom- ið var inn á móts við Loðmund, en þá snar- versnaði það og var torfært þaðan inn á móts við Tungnaá sakir snjóskafla og mikils vatns- elgs. Að Tungnaá komum við kl. 19.25 og vor- um komin yfir hana 2 tímum síðar. Var liún æði djúp og fjöldi bíla við ána, sem ekki treystu sér yfir hana. Ekki reyndist Halldór frá Rauða- læk hafa verið mikið of svartsýnn á færið inn- úr, en þó mjakaðist bilalestin áfram. Hvitasunnudagur 29. rnaí. Kl. 02 var bílalestin komin langleiðina inn að Karli og Kerlingu. Þar íestust bílar sitt á hvað í sköflum og kl. 04 var ákveðið að slá tjöldum á flötum melhól. Tóku menn á sig náðir í nokkurri óvissu um það, hvort lengra yrði komizt með morgninum, en aftur var lagt 1. mynd. Bilalestin þræðir sig eftir gígbarmi einnar af Vatnaöldunum. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. af stað kl. um 11. Var veður gott og auðveldara að rekia sig áfram en um nóttina. Færið fór smábatnandi, en erfitt var þó að komast um skarðið milli Vatnaaldnanna og varð síðan að aka eftir hágígbarminum þar austan við og þótti sumum glæfralegt. Eftir það var sæmilega greið- fært inn úr og komum við í Jökulheima kl. 16.15 og var þegar farið að vinna að því að koma snjóbílunum í gang. Snjókjarnabor, sem átti að vera þarna inn frá, fannst ekki og sáu menn því fram á gryfjugröft að gömlum sið. Mánudagur 30. mai. Þokkalegt veður var í Jökulheimum um morguninn, en ekki bjart yfir. Snjóbílunum var ekið yfir Tungnaá á snjóbrúnni, svo sem ráð hafði verið fyrir gert. Var komið að jökulrönd kl. 10.25 og var þar greiðfært upp, en færi þyngdist fljótt. Carl Eiríksson leitaði að mæli- stöngum þeim, sem vera áttu á hallamældu lín- unni inn af Nýjafelli, og fann eina. Um 800 m frá jökulrönd festum við Kugg í gjótu og tók nokkurn tíma að ná lionum upp. KI. 13 vor- um við 3 km frá jökulrönd í þvngslafæri og nokkru innar skall á þoka. Ætlunin var að finna járnmöstur fjögur, sem vera áttu í Tungnárjöklinum, eitt, og það elzta, nálægt línunni Pálsf jall—Kerlingar, hin sett niður snemmsumars 1965 ofan og neðan við þá línu. Er þangað kom, þar sem vera átti neðsta mastr- ið, var þreifandi þoka. Var þá hafin kerfis- bundin leit að mastrinu, en það fannst ekki, enda kom í ljós á heimleið, að það var ekki JÖKULL 211

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.