Jökull


Jökull - 01.12.1966, Page 60

Jökull - 01.12.1966, Page 60
6. mynd. Á leið inn á Grímsvatnasléttuna. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. ist sem fyrr að hæðarmunurinn á botni lægðar- innar við Depil og Gríðarhorn og miðsvæði Grímsvatnasléttunnar var um 22 m. Hæðarmun- ur kollsins á Stóra-Mósa og kvosarinnar fvrir neðan reyndist vera 78 m, en var 3 m vorið áður. Munurinn því 75 m og hefur lækkun Grímsvatna numið um 80 m í síðasta hlaupi, sem náði hámarki 8. sept. 1965. Mikið umrót var þarna vestan til í vötnunum, einkum var Naggur mikilúðlegur með sína öskusvörtu ís- hettu, en myndataka var erfið sakir hríðar- muggu. Komum í Grímsvatnaskála um mið- nættið. Fimmtudagur 2. júní. Guðmundur og Gusamenn héldu tii Kverk- fjalla í litu skyggni en meinleysisveðri. Við fór- um i nær blindu í gryfjugröft á venjulega staðnum NA af Svíahnjúk eystri. Gryfjan reynd- ist eftir á vera um 0,5 km suðaustar en mast- ursstæðið, en í mjög svipaðri hæð. Við gryfju- gröftinn kom Carl mest á óvart, svo að notað sé orðbragð íþróttafréttatritara, mokaði af mikl- um móð jafnt á báðar hendur og kvaðst það lært hafa í kolavinnu á yngri árum. Hinrik Thorarensen og félagar hans komust í gryfju- gröft undir lokin. Vetrarákoman reyndist vera 492 cm, vatns- gildi 240 cm, en gryfjan var grafin niður i 520 cm dýpi. Fór rnest allur dagurinn í þetta. — Undurfagurt veður var á Grímsfjalli þetta kvöld. Föstudagur 3. júni. Frostið fór niður í — 4° C um nóttina. Héld- um frá Grímsfjalli í góðu veðri kl. 12.30. Full- vissuðum okkur nú um það, að neðstu möstrin höfðu fallið og sáust hvergi, enda ekki sett það djúpt niður vorið áður að miklar líkur væru fyrir því, að þau gætu staðið fram yfir haustið. Grófum gryfju á þeim stað, þar sem mastrið nr. 2 átti að standa. Var nettó vetrarákoma 7. mynd. Vestast í Grímsvötnum. Svörtu fellin eru, frá vinstri: Vatnshamar, Naggur og Depill. Ljósm. Hjálmar R. Bárðarson. 214 JÖKULL

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.