Jökull


Jökull - 01.12.1966, Page 67

Jökull - 01.12.1966, Page 67
1. Undir vörðunni á Hrolleifsborg. Greinar- höfundur, Hjálmar R. Bárðarson, ritar í Jökul- skinnu þ. 21. ágúst 1966. The author at the Caini of Hrolleifsborg, August 21, 1966. var fögur sýn, og ferð hraðað þangað. Við höfðum ákveðið að eiga náttstað á jökli, og höfðum valið okkur taglið á Hrolleifsborg, þar sem það hverfur inn undir jökulinn. Við höfð- um aðeins eitt tjald meðferðis, en nú voru byggð tvö snjóhús og undirbúin máltíð dagsins í glampandi sólskini. Mikið var ljósmyndað og notið dásamlegs útsýnis til Hornstranda og yfir jökul. Þreyttir gengu ferðalangar til náða í svefnpokum. Staðurinn var heldur óvenjulegur sem svefnstaður, og þetta var í fyrsta sinni, sem ég svaf í snjóhúsi. Að morgni 6. júní var vaknað snemma á Hrolleifsborg. Nú var kominn hríðarbvlur, og þokubakkar huldu Hornstrandir. Ferðasögu- ágrip var skrifað í Jökulskinnu og gengið frá henni aftur í sívala koparhylkinu í vörðunni á hátindi Hrolleifsborgar. Síðan kvöddum við næturstaðinn og héldum, ferðafélagarnir 12, eftir áttavita í hríðinni af stað með stefnu á dalbotn Skjaldfannardals. Frá Melgraseyri við Djúp var farið til baka á bát til Isafjarðar. Næst koma gestir á Hrolleifsborg rúmri viku síðar, því að þann 14. júní 1938 kl. 4 að niorgni rita tveir ferðafélagar nöfn sín i Jökulskinnu. Annar er frá Skjaldfönn og hinn frá Bæjum við Isáfjarðardjúp, en þeir eru þá á leið vfir jökul frá Bjarnarfirði á Ströndum í Kaldalón. Nú h'ða rnörg ár án þess að nokkur riti nafn sitt í Jökulskinnu. Það er ekki fyrr en 3. júní 1955, að þýzk kona, búsett á Isafirði, kemur á Hrolleifsborg ásámt 16 ára gömlum pilti frá Reykjarfirði nyrðra. Þau koma þangað að kvöldi dags í góðu veðri, útsýnið er þá fagurt, sólin að setjast bak við fjöllin. Þau eru á ferð frá Reykjarfirði að Dröngum, en Hrolleifshorg og Drangajökull hafa freistað til uppgöngu í góða veðrinu, þótt úrleiðis sé. Næsta ár, 16. júlí 1955, rita tvær konur eftir- farandi í Jökulskinnu: „Komum frá Reykjar- firði á Hrolleifsborg kl. 19. Vorum bleklausar og skrifum því með naglasköfu, sem við dýf- um í blóð okkar. Förum sömu leið til baka.“ — Litur skriftarinnar er rauðbrúnn, og eykur það nokkuð á sannleiksgildi sögunnar. Þremur árum síðar, 11. júlí 1959, rita næst 6 ferðafélagar nöfn sín í bókina. Litur þeirrar skriftar er hinn sami rauðbrúni, svo að annað- hvort hefur sarna aðferð verið notuð þá, þótt þess sé ekki getið, — eða var kannske afgangur af blóð-blekinu frá 1955? Þá koma 4 gestir á Hrolleifsborg 15. jtilí JÖKULL 221

x

Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.