Jökull


Jökull - 01.12.1966, Síða 69

Jökull - 01.12.1966, Síða 69
3. A Drangajökli 21. ágúst 1966. Hrolleifsborg t. v., Reyðarbunga t. h. Þessi mynd er tekin á sama stað og myndin frá 5. júní 1938. Jökullinn hefur greinilega minnkað á þessum árurn. From the same point as 28 years before: Hrolleifs- borg (left) and Reyðar- bunga (right). og hugleiða, hvað gera skyldi, halda áfram eða snúa við. Ekki yrði mikil ánægja að ferðinni í þessu veðri, en illt var líka að gefast upp við svo búið. Minnugur fyrri reynslu af skyndileg- um veðraskiptum á Drangajökli, varð að sam- komulagi að halda áfram sömu stefnu, sækja beint á brattann og vita, hvort ekki rættist úr þessu. Smátt og smátt dró úr brattanum. Gangan varð léttari. I þokunni fram undan fór að grilla í svart ferliki á vinstri hönd, Hrolleifsborg. A svipstundu var eins og vindhviða tætti þoku- bakkana í sundur. Þokan leystist upp í smá- hnoðra, og sólin skein að nýju yfir fannbreið- una. Við vorum staddir á austanverðum jökul- hryggnum, sem gengur inn á jökulinn frá Hrolleifsborg. Norðvestan við okkur voru kletta- borgir Reyðarbungu og Hljóðabungu ívafðar dularfullri þokuslæðu, sem óðum var að leysast upp. Við hlupum báðir til upp yfir jökulhrvgginn. Myndavélarnar voru teknar upp í miklum flýti úr bakpokunum, til að reyna að festa þessi töfrandi augnablik á mynd, áður en sólin og golan eyddu þessum dularfulla hjúp. Þetta var kapphlaup við tímann, því að eftir örfáar myndir var komið glaðasólskin og heiðskírt veður. Og þá var ég aftur staddur á þeim stað á jökulrananum upp af Hrolleifsborg, þar sem ég hafði sofið í snjóhúsi eina nótt 5. júní 1938, iyrir 28 árum síðan, og yfirgefið í hríð á skíð- um að morgni 6. júní. Ekki virtist mér neinn vafi á því, að jökull- inn hafði minnkað á þessum árum á þessum stað. Það var reyndar fyrr á sumri en nú, en verulega miklu meira var komið undan jökli af fjallshrygg og klettabeltum Hrolleifsborgar miðað við það sem áður var. Við gengum nú upp klettaranann upp á há- tind Hrolleifsborgar. Að ofan er hún slétt nokk- uð, eins og mörg Vestfjarðafjöllin. Lagskipt klettabelti og þverhnípt berg veit til norðurs, til Hornstranda. Tilsýndar er Hrolleifsborg lit- skrúðug að ofan, líkt og gróin væri, því að grjótið er með nokkrum litbrigðum og leirinn brúnleitur. í leirnum sáum við nýleg fótspor tveggja manna, svo að hér hafði gesti borið að garði á þessu sumri, eftir að snjóa leysti. Á Hrolleifsborg eru tvær vörður, önnur randvarða á yztu brún til norðurs, en hin innar á borg- inni. — Þar gekk ég beint að koparhylkinu rammgerða, sem ég vissi að Jökulskinna var geymd í, — en illa var hún farin núna. I hvlk- inu var saggavatn, og bókin rennblaut, og að eyðileggingu komin. Brúna skinnbandið hafði litað frá sér blöðin í bókinni, límið var leyst upp og blöðin límd saman af bleytu. Með var- færni gátum við blaðað í bókinni. Það var ein- kennileg tilfinning að lesa það, sem ég hafði skrifað í þessa bók — tuttugu og átta árum yngri en nú. Hér hafði Jökulskinna verið á sínum stað í 851 metra liæð á klettaborg uppi á jökli öll þessi ár. Á þessum árum hafði byggð farið í eyði norðan jökuls. Fyrstu árin fóru þarna um bænd- ur og búendur milli byggðar á Hornströndum og við ísafjarðardjúp. Eftir að byggð fór í eyði, koma varla aðrir á Hrolleifsborg en náttúru- unnendur, ferðalangar og vísindamenn. JÖKULL 223
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.