Jökull - 01.12.1966, Blaðsíða 77
V. Hofsjökull Nauthagajökull = 1 4- 22
Múlajökull = 33 + 71
VI. Langjökull Hagafellsjökull vestari — austari (W-snout) (E-snout) 1964/66 1963/65 = 228 -r- 175 -4- 50
VII. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull . . . . = 3
VIII. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull H- 12 = 4
ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR.
Við 56 mælingastaði haustið 1966 hafði jök-
ull hopað á 39 stöðum, haldizt óbreyttur á 8,
en gengið fram á 9.
I Leirufirði sá Sólberg Jónsson, sparisjóðs-
stjóri, Bolungarvik, urn mælingar, en þar hafði
ekki verið mælt síðan 1957 og 1960. Árið 1957
mældist fjarlægðin frá MII að jökli 523 m,
1960 703 m og 1966 679 m. Með því að vega-
lengdin 1960 er líklega of mikil, hef ég borið
síðustu mælingu saman við 1957, og hefur jök-
ullinn þá hopað 156 m á níu árum eða rúma
17 m á ári.
í Reykjarfirði mældi Guðfinnur Jakobsson
20. júlí. Virðist hafa dottið 580 m spilda fram-
an af jöklinum á þremur árum. Um þetta segir
Guðfinnur í bréfi ds. 31. des. 1966: „Ég man
alveg, hvernig staðhættir voru þá (1963). Klaka-
skörin var mikið ofar sunnan við ána, en mjór
jökultaumur (um 100 m breiður) lá þarna yfir
árfarveginn langt upp eftir, en mjórri efst, þar
sem steinar sáust upp úr hjarninu á stöku stað.
Þessi spilda er nú horfin.“
Gigjökull. Axei Phiil hefur mælt þennan
jökul undanfarin ár, og hefur verið um fram-
skrið að ræða. Nú virðist jökullinn tekinn að
hopa.
Það bar við í mælingaferð Axels 1966, að
þeir félagar fundu líkamsleifar 3 bandarískra
flugmanna, sem fórust á Eyjafjallajökii sumrið
1948.
Ný merki voru sett við suðausturjaðar Mýr-
dalsjökuls við Merkigil, undir forustu Kjartans
Jóhannessonar frá Herjólfsstöðum. Merkin eru
járnstengur 186—185 = 270 m og frá 185 að
jökli voru 300 m.
Siðujökull. Sigurður Þórarinsson o. fl. gerðu
þangað ferð 17. sept. 1966. Aðeins M2, næstvest-
asta merkið, fannst. Þar var sett JÖRFI 175 og
nr. 174 100 m fjær jökli. Frá 175 að framjaðri
skriðöldu mældust 38 m, og hafði aldan því
oltið fram um 9 m síðan árið áður. Hins vegar
var komin greinileg lægð á bak við ölduna, og
þangað mældust 124 m frá J. 175. Verður við
það miðað eftirleiðis.
Nýtt merki, JÖRFI 177, var sett um 600 m
austar, 84 m frá framjaðri skriðöldu og 100 m
frá ís. Nr. 176 var sett 100 m sunnar.
Skeiðarárjökull austan til fór fljótt að lækka
eftir Skeiðarárblaupið (sept. 1965), en ekki orð-
inn eins og hann var lægstur milli hlaupa,
skrifar Ragnar í Skaftafelli. Þá segir hann og:
„Enn þá er talsvert jökulhaft, sem tengir
Morsárjökul við hájökulinn vestur við Miðfell,
en sá jökull þynnist og lækkar stöðugt og stytt-
ist jafnframt. Svo mikið land hefur komið und-
an jökli vestur við Miðfell, síðan ég man fyrst
eftir, að til smölunar á fé þarf að auka þar við
einum manni og dugir vart til.“
Fjallsá á Breiðamerkursandi hljóp 14. jiilí.
Hlaupið varaði um hálfan annan sólarhring.
Virðist meðalhlaup. Einnig varð hlaup i Jök-
ulsá 16.—17 s. m. Hagaði sér líkt og sumarið
1964, en vatnsmagn líklega minna. — Flosi
Björnsson.
Skarphéðinn á Vagnsstöðum hefur nú komið
upp nýjum, tölusettum merkjum úr járni við
eða í hinar gömlu grjótvörður, sem enginn
þekkti eða gat fundið nema hann sjálfur. Verð-
ur slíkum stöngum komið fyrir á öllum mæli-
stöðum innan tíðar. M. a. kom Sigurgeir Run-
ólfsson fyrir nýjum merkistöngum við Naut-
haga og Múlajökul. Múlajökull er afarsprung-
inn og ljótur, segir hann. Hefur komið slakki
austan við Hjartafell, en jökulsporður bólgnað
upp. Nauthagajökull er hins vegar sléttur og
með jöfnum halla niður úr.
JÖKULL 231