Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1966, Qupperneq 77

Jökull - 01.12.1966, Qupperneq 77
V. Hofsjökull Nauthagajökull = 1 4- 22 Múlajökull = 33 + 71 VI. Langjökull Hagafellsjökull vestari — austari (W-snout) (E-snout) 1964/66 1963/65 = 228 -r- 175 -4- 50 VII. Kerlingarfjöll Loðmundarjökull . . . . = 3 VIII. Norðurlandsjöklar Gljúfurárjökull H- 12 = 4 ATHUGASEMDIR OG VIÐAUKAR. Við 56 mælingastaði haustið 1966 hafði jök- ull hopað á 39 stöðum, haldizt óbreyttur á 8, en gengið fram á 9. I Leirufirði sá Sólberg Jónsson, sparisjóðs- stjóri, Bolungarvik, urn mælingar, en þar hafði ekki verið mælt síðan 1957 og 1960. Árið 1957 mældist fjarlægðin frá MII að jökli 523 m, 1960 703 m og 1966 679 m. Með því að vega- lengdin 1960 er líklega of mikil, hef ég borið síðustu mælingu saman við 1957, og hefur jök- ullinn þá hopað 156 m á níu árum eða rúma 17 m á ári. í Reykjarfirði mældi Guðfinnur Jakobsson 20. júlí. Virðist hafa dottið 580 m spilda fram- an af jöklinum á þremur árum. Um þetta segir Guðfinnur í bréfi ds. 31. des. 1966: „Ég man alveg, hvernig staðhættir voru þá (1963). Klaka- skörin var mikið ofar sunnan við ána, en mjór jökultaumur (um 100 m breiður) lá þarna yfir árfarveginn langt upp eftir, en mjórri efst, þar sem steinar sáust upp úr hjarninu á stöku stað. Þessi spilda er nú horfin.“ Gigjökull. Axei Phiil hefur mælt þennan jökul undanfarin ár, og hefur verið um fram- skrið að ræða. Nú virðist jökullinn tekinn að hopa. Það bar við í mælingaferð Axels 1966, að þeir félagar fundu líkamsleifar 3 bandarískra flugmanna, sem fórust á Eyjafjallajökii sumrið 1948. Ný merki voru sett við suðausturjaðar Mýr- dalsjökuls við Merkigil, undir forustu Kjartans Jóhannessonar frá Herjólfsstöðum. Merkin eru járnstengur 186—185 = 270 m og frá 185 að jökli voru 300 m. Siðujökull. Sigurður Þórarinsson o. fl. gerðu þangað ferð 17. sept. 1966. Aðeins M2, næstvest- asta merkið, fannst. Þar var sett JÖRFI 175 og nr. 174 100 m fjær jökli. Frá 175 að framjaðri skriðöldu mældust 38 m, og hafði aldan því oltið fram um 9 m síðan árið áður. Hins vegar var komin greinileg lægð á bak við ölduna, og þangað mældust 124 m frá J. 175. Verður við það miðað eftirleiðis. Nýtt merki, JÖRFI 177, var sett um 600 m austar, 84 m frá framjaðri skriðöldu og 100 m frá ís. Nr. 176 var sett 100 m sunnar. Skeiðarárjökull austan til fór fljótt að lækka eftir Skeiðarárblaupið (sept. 1965), en ekki orð- inn eins og hann var lægstur milli hlaupa, skrifar Ragnar í Skaftafelli. Þá segir hann og: „Enn þá er talsvert jökulhaft, sem tengir Morsárjökul við hájökulinn vestur við Miðfell, en sá jökull þynnist og lækkar stöðugt og stytt- ist jafnframt. Svo mikið land hefur komið und- an jökli vestur við Miðfell, síðan ég man fyrst eftir, að til smölunar á fé þarf að auka þar við einum manni og dugir vart til.“ Fjallsá á Breiðamerkursandi hljóp 14. jiilí. Hlaupið varaði um hálfan annan sólarhring. Virðist meðalhlaup. Einnig varð hlaup i Jök- ulsá 16.—17 s. m. Hagaði sér líkt og sumarið 1964, en vatnsmagn líklega minna. — Flosi Björnsson. Skarphéðinn á Vagnsstöðum hefur nú komið upp nýjum, tölusettum merkjum úr járni við eða í hinar gömlu grjótvörður, sem enginn þekkti eða gat fundið nema hann sjálfur. Verð- ur slíkum stöngum komið fyrir á öllum mæli- stöðum innan tíðar. M. a. kom Sigurgeir Run- ólfsson fyrir nýjum merkistöngum við Naut- haga og Múlajökul. Múlajökull er afarsprung- inn og ljótur, segir hann. Hefur komið slakki austan við Hjartafell, en jökulsporður bólgnað upp. Nauthagajökull er hins vegar sléttur og með jöfnum halla niður úr. JÖKULL 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.