Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 15

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 15
jöðrunum. En nú hefst tvísýn barátta. jafn- skjótt og vatn fer að renna úr lóninu fellur vatnsþrýstingur við op þess. Farg jökulsins leit- ast þá við að loka vatnsrásunum á ný. Hins vegar bráðnar is úr veggjum vatnsrásanna vegna núningsvarma frá rennandi vatninu. I fyrstu hefur bráðnunin betur, ísgöngin víkka, fyllast stöðugt af vatni; jökulhlaup er hafiö. Hlaup- inu getur lokið áður en vatnsgeymirinn er tóm- ur. Farg jökulsins nær þá að pressa þjálan ísinn inn í göngin og loka þeim. Kvos getur myndast í yfirborð jökuls, ef jarð' hiti bræðir ís við jökulbotn, þar sem rúmtak vatns er minna en íss. Bræðsluvatn safnast fyrir undir kvosinni, og ís og vatn streyma inn að kvosinni, uns hleypur úr vatnsgeyminum. Tvö dæmi eru nefnd um jökulhlaup af slikum upp- runa. Undir sigkatli 10 km norðvestur af Gríms- vötnum er talin vera vatnshvelfing, sem hleypir vatni í Skaftá (Mynd 4). Annað dæmi er Gríms- vötn, Mynd 5. Þar leggst vatnsgeymir að Gríms- fjalli, sem rís upp af jarðhitasvæði, sker ísþekj- una og gnæfir yfir jökulinn. Við vegg Gríms- fjalls nær vatn upp að yfirborði jökuls, og ís- hellan flýtur eins og skriðjökulstunga, sem gengur fram í sjó. Við Kverkfjöll, Torfajökul og Sólheimajökul (Hvítmögu) eru jarðhitasvæði í jaðri jökuls eða undir þunnum jökli. Jökulfýla í ám ber þess merki, að jarðhitavatn rennur stöðugt frá þess- urn svæðum. Lón kynnu að geta myndast á þessum stöðum, ef jöklar gengju fram og þykknuðu. Undir miðjum Mýrdalsjökli virðist vera jarðhiti (sigkatla má sjá á gervitungla- myndum og jöklafarar liafa orðið varir við þá, Einar B. Pdlsson, 1944). Bræðsluvatn rennur ekki stöðugt frá jarðhitasvæðinu, en af og til finnst jökulfýla af ám á Mýrdalssandi og af Markar- fljóti. Líklega skvetta þá smálón jarðhitavatni í árnar. Arið 1955 kom snöggt hlaup frá Ivötlu- svæðinu, og tveir sigkatlar mynduðust. Eysteinn Tryggvason (1960) og Sigurður Þórarinsson (1975 b) telja líklegt, að smágos hafi valdið hlaupinu. Kanna þarf, hvort stöðugur jarðhiti í Kötlukvos geti valdið slíkum hlaupum. Eldgos í jiiklum geta valdið jökulhlaupum. í byrjun goss má vænta þess, að vatn renni frá gosstöðvunum jafnhratt og jökulísinn bráðnar. Vöxtur hleypur þá í jökulár, en kvos myndast á jökli. Vatnsrásir við botn jökulsins kunna þá að lokast umhverfis kvosina. Flóð í jökulám réna, en bræðsluvatn safnast í bólu yfir gos- stað. ís kann að streyma hægt inn að kvosinni, en þó má vænta jökulhlaupa. Gosefni hlaðast upp inni í vatnsbólunni, og rúmmál þeirra vegur meir en á móti rúmmálsrýrnun við bráðn- un íss. Þess vegna rís vatnsborð bólunnar, uns jökulhlaup hefst. Vatnsrásir kunna að lokast eftir hlaup og vatnshvelfing að myndast á ný. Nokkur jökulhlaup gætu orðið við langvarandi gos frekar en eitt hamfarahlaup. Ef jarðhiti liverfur úr eldstöðinni, mun kvosin fyllast af ís og hlaupin liætta. Eldgos, sem kæmi upp í vatnsbólu á jarð- hitasvæði, kynni að valda jökulhlaupi. Urslitum ræður, hve mikið vatnshvelfingin lyftist, þegar gosefnin hrúgast inn 1 hana. Við Grímsvötn getur vatnsborð ekki hækkað svo mikið, að óvænt lilaupi úr Grímsvötnum. Urn 30 km2 vatnsflötur Grimsvatna myndi aðeins rísa 10 m, ef 0.3 km3 af gosefnum (meðalgos) bættust 1 vötnin. Hins vegar myndi slíkt gos lileypa úr vatnshvelfingunni, sem er 10 km norðvestan við Grímsvötn. Grunnflötur hennar er aðeins um 3 km2. Eldgos í Kötlu hleypa fram jökulhlaupum, sem ná 100—200 m3/s rennsli á nokkrum klukku- stundum. Svo snöggt geta eldgos ekki brætt ís, og því verður að ætla, að vatnsgeymir leynist undir Kötlukvos. Þeirri tilgátu hefur verið varp- að fram, að jarðhiti vaxi í Kötlu nokkru fyrir gos (Sigurður Þórarinsson 1975 b). Ef það er rétt má kannski spá um Kötlugos með land- mælingum á yfirborði Mýrdalsjökuls. Jökulhlaup geta fallið frá öllum jöklum inn- an gosbeltanna. Frá lokum ísaldar hafa eystra og nyrðra gosbeltið verið virkari en liið vest- ara. Bæði Mýrdalsjökull og vesturhluti Vatna- jökuls eru innan eystra beltisins. Margar meg- ineldstöðvar eru þaktar ís. Sautján eldgos hafa verið rakin til Kötlu, og öll hafa valdið miklum jökulhlaupum (Sigurður Þórarinsson 1975 b). Eldgosum í Öræfajökli 1362 og 1727 og í Eyja- fjallajökli 1821—1823 fylgdu jökulhlaup. Sjö mikil jökulhlaup komu í Jökulsá á Fjöllum á árunum 1655 til 1729. Þau stöfuðu líklega af eldgosum á Kverkfjallasvæðinu (Sigurður Þór- arinsson 1950). Nokkur eldgos hafa verið sögð 1 Þórðarhyrnu, síðast 1903. Eldgos hafa einnig verið tíð í.-Grímsvötnum. En þau gos valda venjulega ekki jökulhlaupum (Sigurður Þórar- insson 1953, Helgi Björnsson 1974). Rannsóknir kynnu að leiða í ljós ummerki um jökulhlaup við aðrar megineldstöðvar svo sem Snæfells- JÖKULL 25. ÁR 1 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.