Jökull - 01.12.1975, Page 32
hringrás — inn að og upp með innskotinu —
sem hitinn frá því olli, því að slík hringrás og
flutningur á uppleystum efnum úr berginu er
vel þekkt fyrirbæri í jarðfræði. En hækkað hita-
stig auðveldar einnig tapið.
Með þessu dæmi er bent á, að grunnvatns-
straumur geti haft mjög veruleg áhrif á aldurs-
mælingar bergs, valdið of lágri útkomu, ef hann
hefur þvegið burt dótturefni meira en móður-
efni, eða ef til vill of hárri útkomu, ef þetta
hlutfall snýst við. Þannig gæti vafalítið 100 °C
heitur grunnvatnsstraumur á fyrri tíð (sbr.
hveravatn hér á landi sem runnið hefur á 1—2
km dýpi, áður en það kom til yfirborðs) hafa
þvegið efni úr krystöllum og gleri í bergi, sem
nú er á eða nærri yfirborði jarðar, og valdið
röskun á hlutfalli móður- og dótturefnis, ekki
síst 40K/ 40Ar-hlutfallinu, svo að af þessu bergi
yrði réttur aldur ekki ráðinn. Dæmið sýnir
einnig, að þótt Ar og Sr gæfu svipaðan aldur
bergs, gætu báðar aðferðirnar gefið of lágan
aldur, ef sama krystallategund hefur verið not-
uð. Með því að nota tvær eða fleiri tegundir
krystalla ætti hins vegar að koma í ljós — miðað
við 1. mynd — hvort efnin hafa þvegist burt
eða ekki. Síðar verður hins vegar getið fleiri
sjónarmiða (m. a. krystallastærðarinnar, sbr. 4.
kafla), sem taka verður tillit til.
í 2. kafla er fjallað um það, að 40Ar hlýtur
að vera í hraunkvoðu, þegar hún kemur upp,
þar eð þetta efni hefur stöðugt framleiðst úr
40K niðri í jörðinni. Þetta hefur mönnum verið
Ijóst, en hitt verið nokkurt vafamál, hvernig
þetta upphafs-argon hverfur úr hrauni eftir
uppkomu, þannig að K/Ar„klukkan“ sé sett á
núll. I greininni er talið, að upphaflegt argon
muni eðlilegast verða innlyksa á mótum kryst-
allanna og skolast þaðan með úrkomu á næstu
áratugum eða öldum. Oft er gler í hraunum
milli krystallanna og mundi upphafs-argonið þá
að miklu leyti geta safnast fyrir í þvi en rokið
úr því heitu. Af því, sem hér fer á eftir er og
ljóst, að úr svona gleri hverfur argon auðveld-
lega á svipuðum tíma og að ofan var nefndur.
I ljós hefur komið það athyglisverða fyrir-
brigði, að upphafs-argon hefur ekki losnað úr
hraðkældri skorpu glerkenndra hnykla (sbr.
koddaberg), sem myndast hafa við gos á meira
hafdýpi en um 2000 m, en þeir, sem fundu
þetta með mælingum á krökuðu efni á eldgosa-
línu frá Hawaii, gáfu ekki skýringu á fyrirbær-
inu. Hér er fyrst bent á, að dýptarmörkin séu
eðlileg, og eigi fræðilega séð að vera 2160 m í
sjó, en verði þó ekki skörp í þessu sambandi.
Mörkin byggjast á því, að eingöngu ofan við
þau, er þrýstingur nógu lágur til þess að eigin-
leg suða vatns geti átt sér stað. í grunnum sjó
snöggkælist örþunn glerhúð niður að suðu-
marki (rúmlega 100 °C), þegar opin hraunleðju-
glóð snertir vatnið og það sýður, þar eð hinn
mikli uppgufunarvarmi er þá snögglega tekinn
frá hraunhúðinni. Elúðin kólnar svo enn frekar
af snertingu við sjóinn. En þetta kælda yfirborð
þýðir, að nú hitar hraunið sjóinn hægt, eða
með öðrum orðum: glerið undir bláskorpunni
kólnar hægt.
Neðan við ofangreind dýptarmörk er útkom-
an önnur. Þar breytist þunnt sjávarlag næst
glóðinni í gufulag, sem er svo þétt í sér, að það
hefur um hálfan eðlisþunga vatns og hitastig
um og yfir 375 °C. Engan uppgufunarvarma
þarf að taka frá glóðinni til þessarar ástands-
breytingar sjávarins, aðeins upphitunarvarma,
sem er miklu minni.
Gufulagið, með hálfurn eðlisþunga vatns,
streymir nú hægt upp og víkur fyrir kaldari
sjó, sem í fyrstu myndar nýtt gufulag. Niður-
staðan verður sú, að sjálft yfirborð hraunsins
helst lengur heitt en á grunnsævi, og það gefur
jafnari, en í heild hraðari kælingu en á grunn-
sævi, eina 4—6 cm inn í hraunið. Það myndast
þykk glerskorpa, og hún heldur í sér upphafs-
argoni. Mest er argonið í ysta sentimetranum,
minna á 1—2 cm dýpi, en vel mælanlegt 4 cm
inn í glerhnykilinn. Hér er bent á, að það hlýt-
ur að vera kœlingarhraði glersins sem úrslitum
ræður. Nægilega hröð kæling myndi gler, sem
heldur argoni í sér talsvert langan tíma, en inni
í hnyklinum sé hægar kælda glerið í öðru
ástandi, þannig að úr því hefur hið upphaflega
argon losnað og komist út á áratugum, öldum
eða slíkri tímalengd, sem liðið hefur frá neðan-
sjávargosinu til mælingarinnar. Nánar er fjall-
að um þennan eðlismun glersins í grein, sem
birt verður á öðrum stað.
Þessar mælingar á upprunalegu argoni benda
til þess, að hraunkvoða sem storknar djiipt í
gossprungu sem gangur eða stærra innskot, geti
innihaldið upprunalegt argon, enda er þekkt
dærni um það, að gangur sýni að minnsta kosti
5-faldan réttan aldur eftir K/Ar-mælingu.
I 3. kafla er bent á þá staðreynd, að þegar
30 JÖKULL 25. ÁR