Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 49

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 49
Snjóflóðaannáll áranna 1972 til 1975 SIGURJÓN RIST VATNAMÆLINGAR, ORKUSTOFNUN INNGANGUR Hinn 20. desember 1974 létust 12 manns í snjóflóðum í Neskaupstað. Hafa þá látist 114 manns í snjóflóðum hér á landi það sem af er öldinni (sjá aths. á bls. 58). í stórverkinu Skriðuföllum og snjóflóðum skrifaði Ólafur Jónsson ýtarlegan snjóflóða- annál allt frá upphafi íslandsbyggðar til árs- loka 1957. í greininni Snjóflóð og snjóflóða- hœtta, sem við Ólafur skrifuðum sameiginlega, til að reyna að vekja þjóðina af andvaraleysi, og birtist í Jökli 1971, skrifaði Ólafur framhald annáls síns yfir tímabilið 1958—1971. Þegar Ólafur gekk frá handritinu til prentunar, tók hann fram, að á sig mætti ekki lengur treysta urn að halda til haga fróðleik um snjóflóð, þar sem Elli kerling sækti á og kraftar væru að þrjóta. Með hjálp góðra manna víðs vegar um land hef ég tekið saman annál þann, sem hér birtist. í snjóflóðagreininni í Jökli 1971 drepum við Ólafur á, hvernig haga þurfi skráningu snjó- flóða. Þar bendum við meðal annars á, að úti á landsbyggðinni á snjóflóðasvæðunum þurfi að vera sérstakir snjóflóðaathugunarmenn. Starf sjálfboðaliðanna, sem veitt hafa mér liðveislu, mælt hlauprásir og safnað heimildum, er eins konar vísir að kerfisbundinni snjóflóðaskrán- ingu. Kann ég þeim öllum hinar bestu þakkir. En þrátt fyrir starf þeirra er gagnasöfnunin af landinu í heild vægast sagt gloppótt, landið er reyndar æði stórt. I mörgum héruðum er á vor- degi gengið fram á snjódyngjur — leifar snjó- flóða — og að sumrinu, þegar jörð er alauð, niá greina vegsummerki snjóflóða, sem hvergi er getið. Aríðandi er að hvert snjóflóð sé skráð, hvort heldur það veldur skaða eða ekki. Stefna ber að því að gefa út snjóflóðakort af öllum snjóflóða- svæðum landsins. Með annálsbrotum þessum er gerð tilraun til að sýna snjóflóðakort. Valdir hafa verið Önundarfjörður, V.-Isafj., og Mjói- fjörður, S.-Múl. Hlutverk kortanna er tvíþætt. í fyrsta lagi að sýna snjóflóðastaði viðkomandi byggðarlaga og í öðru lagi, ef vel tekst til, að vera eins konar leiðarvísir að gerð snjóflóða- korta. Að Önundarfjarðarkortinu unnu Páll Ásgeirsson rafgæslumaður á Flateyri, og Jón Guðjónsson, bóndi, Veðrará, en Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, dró upp hlauprásir Mjóafjarðarkortanna og skrifaði kafl- ann Snjóflóðasvœði við Mjóafjörð. Þeir, sem að kortunum unnu, biðja þá, sem sjá eitthvað ábótavant við kortin, t. d. geta gefið frekari og fyllri upplýsingar, að koma þeim umfram allt á framfæri, svo að þær verði í handraða, þegar snjóflóðakort viðkomandi staðar verður gefið út á ný. Slíkar athugasemdir má senda til mín. Nokkur snjóflóðakort önnur eru í undirbún- ingi, nær tilbúin, svo sem af Siglufirði og Dals- mynni. Við athugun eftirfarandi frumgagna kemur greinilega í ljós, að aðalsnjóflóðahrinurnar eru samfara eða i lok norðan stórveðra. I þessu sam- bandi má nefna snjóflóðahrinuna á Vestfjörð- um eftir 13. febrúar 1973, snjóflóð á Norður- landi 19. desember 1973 og svo miklu snjóflóð- in á Norðurlandi og Vestfjörðum í og eftir stór- hríðarveðrið 8.—12. febrúar 1974, og að lokum snjóflóðin í desember 1974 á Norðurlandi og Austfjörðum, þegar afdrifarik snjóflóð féllu á Neskaupstað. Þá hafði hver lægðin af annarri gengið austur sunnan við land og dælt raka- mettuðu haflofti úr austri og norðaustri inn yfir austanvert landið og skafið í brúnir mót suðri og vestri. Á milli aðalhrinanna finnast einstök snjóflóð, hin svonefndu „síðbúnu snjóflóð“, og snjóflóð, sem eiga sér aðrar veðurfarslegar orsakir en NA- áttina, venjulegast augljósar og ofur einfaldar, þegar vel er að gáð. JÖKULL 25. ÁR 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.