Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 55

Jökull - 01.12.1975, Síða 55
Snjóflóð í Öxnadal. Tvö snjóflóð féllu úr Landafjalli í Öxnadal um hádegisbil 12. febr. 1974. Snjóflóðin féllu niður Klofagil, sem er vel þekktur snjóflóða- staður hjá Steinsstöðum. Örfáar mínútur voru á milli hlaupanna. Hlaupin slitu tvær raflínur, innansveitarlínuna í Öxnadal og svo orkulín- una Eyjafjörður—Skagafjörður. Orkulínan var ný og straumur ekki kominn á hana. Snjóflóðið braut strax eina tvístæðu. Þegar vírinn féll í hlaupið, tók hann með sér í viðbót tvær staura- samstæður að norðan og fjórar að sunnan. Enn- fremur sleit snjóflóðið sveitasímann. Öxnadalur varð sambandslaus. Símatól á bæjum norðan hlaupsins hringdu ofsalega. Á símstöðinni að Bægisá var stöðvarstjórinn Herbert Sigurbjörns- son að afgreiða og hafði heyrnar- og taltæki með spennu um höfuðið. Skyndilega fékk hann rafstraum, en tókst þó að losa sig við tólið. Þegar jtetta gerðist vantaði klukkuna 5 mínútur í 12. Á Norðurlandsvegi var snjódyngjan 3 m þykk. Hér hefur verið um blandað hlaup að ræða, kóf- og flekahlaup, sem farið hefur niður fjalls- hlíðina í fossaföllum. Iílofagil er, eins og af nafni má ráða, myndað úr tveimur giljum hið efra í fjallinu. Snjóflóðin falla úr ytra gilinu. I austan- og norðaustanáttum safnast snjóhengja í fjallsbrúnina. Þegar snjóhengjan fellur, hríf- ur hún með sér mikið magn af snjó, því að gilið er hið efra í raun allbreiður flái, heflaður vel og sléttur. Þegar þurrvindbarinn snjór ligg- ur á harðfenni 1 fláanum, eru öll skilyrði fleka- hlaups. Að tilhlutan Rafmagnsveitna ríkisins gerði höfundur skýrslu í september 1974 um snjó- flóðahœttu i Öxnadal með tilliti til orkulín- unnar. Við það verk naut hann aðstoðar og fyrir- greiðslu Steins bónda Snorrasonar á Syðri- Bægisá. Steinn er þaulkunnugur landi og sögu Öxnadals, glöggur og öruggur heimildamaður. I stuttum útdrætti má lýsa snjóflóðasvæðum þannig: 1. svceði. Skammt norðan Miðlands eru norð- urmörk hættusvæðisins. Á nyrsta hlutanum er vart um snjóflóð að ræða, en þar er mikil skriðuhætta, m. a. úr Heljarskál. Snjóflóðahætt- an hefst fyrir alvöru í hlíðinni á móts við suður- enda Heljarskálar. Suðurmörk snjóflóðasvæðis- ins eru um Skriðulæk norðan Steinsstaða I. Aðalsnjóflóðagil svæðisins eru Stekkjargil, Bœj- argil og Klofagil. 2. svœði. Það hefst er hólunum sleppir við Geirhildargarða og nær að Gloppufjalli. Á þessu svæði er einkum um vot snjóflóð að ræða, og þá af tegundinni krapahlaup. Geirhildargil og Miðskriðugil eru aðal hættustaðirnir. 3. svœði. Undirhlíð Gloppufjalls. Norður- mörkin eru skammt sunnan nýju brúarinnar á Öxnadalsá, en suðurmörkin eru um 1 km norð- an Vaskár. Hlíðin á það til að hlaupa á stóru svæði (flekahlaup), en það er fátítt. Norður- rnörkin heita Háaskriða og gilið í fjallinu upp af skriðunni heitir Illagil. Illagil er eitt versta snjóflóðagil dalsins. 4. svœðið er Balikaselsbrekka. I skýrslunni er greint frá ráðum til úrbóta. Þau eru: 1) Flytja línuna. 2) Byggja volduga snjóflóðaplóga. Snjóflóð i Ólafsfirði. (Heimild: Jakob Ágústs- son rafveitustjóri.) Orkulínan Skeiðsfossvirkjun / Ólafsfjörður ligg- ur um Lágheiði og með vesturhlíðum niður dal- inn undir Bakkafjalli. Hinn 12. febrúar fór straumur af línunni, sem er með 11 kV spennu. Snjóflóð hafði fallið frá brúnum Bakkafjalls. Það var um 150 m breitt og braut tvo staura í línunni. Þetta var flekahlaup. Hjá raflínunni var snjódyngjan 4—5 m þykk. Auk þess að brjóta staura og slíta línuna, tók flóðið með sér sumarbústað í eigu Sigurjóns Jónassonar. Snjóflóðið hljóp suður yfir á, þar fundust staurabrotin. Á þessum stað hljóp 1918. VESTFIRÐIR, Febrúar 1974 Snjóflóð i Patreksfirði. í norðanóveðurskafla 9.—12. febrúar 1974 safnaðist snjór í hengjur við Patreksfjörð. Er veður tók að hlýna 18. febrúar féllu þrjú snjó- flóð yfir veginn skammt innan við kauptúnið. Hið stærsta var hjá Stöpum, innan við Rakna- dal. Engin slys urðu, en umferð tepptist. Jarð- ýtur ruddu snjódyngjunum burt, aðalverkið var hjá Stöpum. Holhengjur sátu í Brellum. Umferð var bönn- uð í kauptúninu á afmörkuðu svæði með skilt- um á vegum: Lokað. Snjóflóðahœtta. En svo hagar til, að byggingar hafa ekki verið leyfðar á spildu upp frá höfninni. Nýtt hverfi hefur aftur á móti risið upp utan við þetta hættu- svæði. Meðan snjóflóðahættan vofði yfir varð JÖKULL 25. ÁR 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.