Jökull - 01.12.1975, Síða 55
Snjóflóð í Öxnadal.
Tvö snjóflóð féllu úr Landafjalli í Öxnadal
um hádegisbil 12. febr. 1974. Snjóflóðin féllu
niður Klofagil, sem er vel þekktur snjóflóða-
staður hjá Steinsstöðum. Örfáar mínútur voru
á milli hlaupanna. Hlaupin slitu tvær raflínur,
innansveitarlínuna í Öxnadal og svo orkulín-
una Eyjafjörður—Skagafjörður. Orkulínan var
ný og straumur ekki kominn á hana. Snjóflóðið
braut strax eina tvístæðu. Þegar vírinn féll í
hlaupið, tók hann með sér í viðbót tvær staura-
samstæður að norðan og fjórar að sunnan. Enn-
fremur sleit snjóflóðið sveitasímann. Öxnadalur
varð sambandslaus. Símatól á bæjum norðan
hlaupsins hringdu ofsalega. Á símstöðinni að
Bægisá var stöðvarstjórinn Herbert Sigurbjörns-
son að afgreiða og hafði heyrnar- og taltæki
með spennu um höfuðið. Skyndilega fékk hann
rafstraum, en tókst þó að losa sig við tólið. Þegar
jtetta gerðist vantaði klukkuna 5 mínútur í 12.
Á Norðurlandsvegi var snjódyngjan 3 m þykk.
Hér hefur verið um blandað hlaup að ræða,
kóf- og flekahlaup, sem farið hefur niður fjalls-
hlíðina í fossaföllum. Iílofagil er, eins og af
nafni má ráða, myndað úr tveimur giljum hið
efra í fjallinu. Snjóflóðin falla úr ytra gilinu.
I austan- og norðaustanáttum safnast snjóhengja
í fjallsbrúnina. Þegar snjóhengjan fellur, hríf-
ur hún með sér mikið magn af snjó, því að
gilið er hið efra í raun allbreiður flái, heflaður
vel og sléttur. Þegar þurrvindbarinn snjór ligg-
ur á harðfenni 1 fláanum, eru öll skilyrði fleka-
hlaups.
Að tilhlutan Rafmagnsveitna ríkisins gerði
höfundur skýrslu í september 1974 um snjó-
flóðahœttu i Öxnadal með tilliti til orkulín-
unnar. Við það verk naut hann aðstoðar og fyrir-
greiðslu Steins bónda Snorrasonar á Syðri-
Bægisá. Steinn er þaulkunnugur landi og sögu
Öxnadals, glöggur og öruggur heimildamaður.
I stuttum útdrætti má lýsa snjóflóðasvæðum
þannig:
1. svceði. Skammt norðan Miðlands eru norð-
urmörk hættusvæðisins. Á nyrsta hlutanum er
vart um snjóflóð að ræða, en þar er mikil
skriðuhætta, m. a. úr Heljarskál. Snjóflóðahætt-
an hefst fyrir alvöru í hlíðinni á móts við suður-
enda Heljarskálar. Suðurmörk snjóflóðasvæðis-
ins eru um Skriðulæk norðan Steinsstaða I.
Aðalsnjóflóðagil svæðisins eru Stekkjargil, Bœj-
argil og Klofagil.
2. svœði. Það hefst er hólunum sleppir við
Geirhildargarða og nær að Gloppufjalli. Á þessu
svæði er einkum um vot snjóflóð að ræða, og
þá af tegundinni krapahlaup. Geirhildargil og
Miðskriðugil eru aðal hættustaðirnir.
3. svœði. Undirhlíð Gloppufjalls. Norður-
mörkin eru skammt sunnan nýju brúarinnar á
Öxnadalsá, en suðurmörkin eru um 1 km norð-
an Vaskár. Hlíðin á það til að hlaupa á stóru
svæði (flekahlaup), en það er fátítt. Norður-
rnörkin heita Háaskriða og gilið í fjallinu upp
af skriðunni heitir Illagil. Illagil er eitt versta
snjóflóðagil dalsins.
4. svœðið er Balikaselsbrekka.
I skýrslunni er greint frá ráðum til úrbóta.
Þau eru: 1) Flytja línuna. 2) Byggja volduga
snjóflóðaplóga.
Snjóflóð i Ólafsfirði. (Heimild: Jakob Ágústs-
son rafveitustjóri.)
Orkulínan Skeiðsfossvirkjun / Ólafsfjörður ligg-
ur um Lágheiði og með vesturhlíðum niður dal-
inn undir Bakkafjalli. Hinn 12. febrúar fór
straumur af línunni, sem er með 11 kV spennu.
Snjóflóð hafði fallið frá brúnum Bakkafjalls.
Það var um 150 m breitt og braut tvo staura í
línunni. Þetta var flekahlaup.
Hjá raflínunni var snjódyngjan 4—5 m þykk.
Auk þess að brjóta staura og slíta línuna, tók
flóðið með sér sumarbústað í eigu Sigurjóns
Jónassonar. Snjóflóðið hljóp suður yfir á, þar
fundust staurabrotin. Á þessum stað hljóp 1918.
VESTFIRÐIR, Febrúar 1974
Snjóflóð i Patreksfirði.
í norðanóveðurskafla 9.—12. febrúar 1974
safnaðist snjór í hengjur við Patreksfjörð. Er
veður tók að hlýna 18. febrúar féllu þrjú snjó-
flóð yfir veginn skammt innan við kauptúnið.
Hið stærsta var hjá Stöpum, innan við Rakna-
dal. Engin slys urðu, en umferð tepptist. Jarð-
ýtur ruddu snjódyngjunum burt, aðalverkið var
hjá Stöpum.
Holhengjur sátu í Brellum. Umferð var bönn-
uð í kauptúninu á afmörkuðu svæði með skilt-
um á vegum: Lokað. Snjóflóðahœtta. En svo
hagar til, að byggingar hafa ekki verið leyfðar
á spildu upp frá höfninni. Nýtt hverfi hefur
aftur á móti risið upp utan við þetta hættu-
svæði. Meðan snjóflóðahættan vofði yfir varð
JÖKULL 25. ÁR 53