Jökull


Jökull - 01.12.1975, Síða 59

Jökull - 01.12.1975, Síða 59
Mánudaginn 11. febrúar féll snjóflóð úr Lambakinn Heiðnafjalls og niður í inntakslón Reiðhjallavirkjunar. Hér var um flekahlaup að ræða. Upptökin voru undir klettabelti upp af norðurenda lónsins. Hlaupið hafði suðlæga stefnu. Stálið við upptökin var 6—8 m á hæð en mjótt, raunar eins konar geil, því að snjór hreinsaðist ekki allur frá klettinum, eftir sat snjókragi. Flóðið rann á úrtakalausri hjarnfönn niður í lónið, braut upp íshelluna og fór meg- in straumurinn yfir stíflugarðinn rétt sunnan við lokuhúsið. Það eyðilagði skrúfubúnað á lokuvindunni og lagði handrið á stíflunni út af. Um 80 cm þykkir ísklumpar af lóninu hrukku undan langar leiðir, þeir brutu hurðir inntaks- hússins og fóru í gegnum húsið. Raflína er frá stöðinni að stífluinntaki. Flóðið fór undir lín- una og þar settist að snjódyngja, svo að ekki var gengt þar undir. Rafstöðin gat haldist i gangi, en þoldi aðeins lítið álag, því að nú var ekki lengur vatnsmiðlun til staðar. Fimmtudaginn 14. febrúar féll snjóflóð úr Bogahlíðum Heiðnafjalls og niður á stöðvarhús Reiðhjallavirkjunar. Flóðið hófst nokkru fyrir neðan brún fjallsins. Þetta var flekahlaup um 350 m á breidd. Þegar það rann var komið bjart og stillt veður. Ætla má, að smá snjó- skriður niður klettaskorur hafi komið hlaupinu af stað. Snjófyllan í hlíðinni sprakk fram rétt neðan við kletta á tveimur stöðum. Stálið var nál. 3 m á hæð. Benedikt Benediktsson rafgæslumaður var í rafstöðvarhúsinu, þegar snjóflóðið féll, og hann lýsir því þannig: „Eg var að ræða rafmagnsskömmtun við verk- stjóra línunnar, þegar ég heyrði hljóð, svipað og heyrist við skarpan samslátt á háspennulín- um. Þegar ég leit út sá ég að snjóflóð hafði skollið á suðausturhorni hússins og snjór hlað- ist upp að veggnum (4 m hæð). Við lægri hluta hússins var snjódyngjan sem næst jöfn þakbrún- inni, hafði aðeins lítillega gengið inn á þakið. Flóðið rann beggja vegna við húsið og fyllti upp í geil milli húss og snjóskafls norðan við húsið og stöðvaðist þar á undirstöðu spennis og náði efri brún hennar." Snjóflétðið rann á hjarni og hvergi sá í jörð í hlauprásinni. Þegar hlaupið kom að rafstöðv- arhúsinu hafði það runnið góðan spöl upp í móti og var að því komið að staðnæmast. Það braut tvo símastaura og lagði út af girðingu kringum rafstöðvarhúsið, öðrum skaða olli það ekki. Snjóflóðið fyllti frárennslisskurðinn. Vatnið frá rafstöðinni náði von bráðar framrás undir snjódyngjuna, svo það kom ekki að sök. Engir gluggar eru á þeirri hlið rafstöðvarhúss- ins, sem að fjallinu snýr. Ef þar hefði verið gluggi eða hurð, er ljóst, að húsið hefði fyllst af snjó. — Snjór var mjög mikill í Bolungarvík, þegar þetta gerðist, t. d. var hús og símastaurar á kafi á Skálavíkurheiði. AUSTURLAND, Febrúar 1974 Æði mörg kröm snjóflóð féllu 4 febrúar 1974 úr fjallinu ofan við Neskaupstað. (Heimildar- maður: Hjörleifur Guttormsson, Neskaupstað.) Snjóflóð á Seyðisfirði. Þegar tók að stytta upp eftir norðanstórhríð- ina, sem gekk yfir landið 8.—12. febrúar, fór fréttaritari Morgunblaðsins (Sveinn) út með Seyðisfirði að norðan, það var 12. febrúar. Þar var hver snjóskriðan við aðra, sem komið höfðu úr fjallinu Bjólfi, en engin þeirra var mjög stór. (Heimild: Morgunblaðið 13. febr.) „Mjög snjóþungt er nú á Seyðisfirði og þök á tveimur húsum eru fallin undan snjóþyngslunum.... Bræðslu hjá Hafsíld var hætt kl. 15 og var ein- göngu verið að hugsa um öryggi þeirra manna, sem vinna þar. Keyrt var út af vélum verk- smiðjunnar, en ekki var slökkt á kötlum henn- ar og ætlaði verksmiðjustjórinn, Kristinn Sigur- jónsson, að vera í verksmiðjunni í nótt og halda heitu undir kötlunum." SNJÓFLÓÐAHRINAN MIKLA Á AUSTURLANDI OG NORÐURLANDI, Desember 1974 Á austanverðu landinu snjóaði mikið um 20. september. Um mánaðamótin október-nóvember var veðráttan hlý og votviðrasöm. Allur snjór hvarf af láglendi, snjór var eftir í giljadrögum í fjöllum og fjallakollar alhvítir. Stillur og væg frost síðan út nóvember. Lægðir fóru austur sunnan við land í desember. Þær ollu mikilli snjósöfnun á Austurlandi og einnig á Norður- landi, einkum eftir 12. dag mánaðarins. Á tíma- bilinu 13.—20. desember var austan og norð- austan vindátt ríkjandi á norðaustanverðu land- inu og mikill fannburður, einkum síðustu dag- ana. Snjóflóð tóku að falla. Afdrifaríkustu snjó- JÖKULL 25. ÁR 57
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.