Jökull

Ataaseq assigiiaat ilaat

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 74

Jökull - 01.12.1975, Qupperneq 74
Hvað um framtíðarskipulag snjóflóðarannsókna? Greinin í Jökli 1971 um snjóflóðin vakti nokkra einstaklinga af svefni. En af opinberum og hálfopinberum aöilum varð ekki annað séð en ástandið héldist óbreytt, ef undan er skilinn bæjarverkfræðingurinn á Siglufirði, sem kann- aði og skráði snjóflóð, og var á höttunum eftir þekkingu á þeim og kynnti sér snjóflóðavarnir. Greinin varð þó til þess, að fram í dagsljósið komu einstaklingar með laundrjúga þekkingu á snjóflóðum og ágæta staðarþekkingu í heima- byggð. Þeir nota Skriðuföll og snjóflóð Olafs Jónssonar sem handbók í snjóflóðafræðum. Hér á ég auðvitað við sjálfboðaliðana, sem hjálpað hafa mér við að koma saman snjóflóðaannálnum hér að framan. Hinir voveiflegu atburðir á Neskaupstað, sem gerðust á þriðja degi desember-snjóflóðahrin- unnar 1974, vöktu allan landslýð af þyrnirósar- svefni andvaraleysisins. Á fundi 6. febrúar 1975 samþykkti framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins að koma á starfshópi til þess að gera tillögur um fyrirkomulag athugana á snjóflóða- hættu og meta jafnframt stærð slíks verkefnis, þ. e. a. s. kostnað og tímaþörf. Rannsóknaráð ætlaðist til þess að starfshópurinn gerði skil eftirfarandi atriðum: 1) Upplýsingasöfnun 2) Tengsl veðráttu og snjóflóða 3) Skipting landsins og einstakra byggða í svæði eftir snjóflóðahættu 5) Tillögur um varnir gegn snjóflóðum 6) Tillögur um styrkleika bygginga með til- liti til snjóflóða 7) Skipulag rannsókna og snjómælinga, o. fl., í framtíðinni með tilliti til snjóflóðaspár Starfshópurinn fullskipaður er þessi: Almannavarnir ríkisins: Sigurður Jóhanns- son, vegamálastóri, formaður, Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna, Rannsóknaráð ríkisins: Reynir Hugason verkfræðingur, Vatnamælingar Orkustofnunar: Sigurjón Rist, vatnamælinga- 72 JÖKULL 25. ÁR maður, ritari, Veðurstofa íslands: Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: Dr. Óttar P. Halldórsson, prófessor, Vegagerð ríkisins: Snæbjörn Jónasson, forstjóri tæknideildar, Skipulagsstjóri ríkisins: Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri, og með hópnum starfaði: Hjörleifur Guttormsson, kenn- ari, Neskaupstað. — Starfshópurinn hefur skipt með sér verkum, 3 og 4 vinna saman að hverju atriði, sem nefnd eru hér að framan. I maí 1975 sat starfshópurinn tvo fundi með M. R. de Quervain, forstjóra svissnesku snjó- flóðarannsóknastofnunarinnar. Hann var hér á landi á vegum Almannavarna ríkisins. Starfshópurinn er á einu máli um, að upplýs- ingum um snjóflóð þurfi að safna jafnóðum og þau falla og að rekja beri heimildir um eldri flóð, svo sem unnt er. Auk þess að gera snjó- flóðakort í mælikvarða 1:50000, telur starfshóp- urinn æskilegt, að snjóflóð á þéttbýlissvæðum verði færð inn á kort í mælikvarða 1:10000. Reynsla annarra þjóða er, að hentugt sé að lita kortin eftir tíðni og mikilleik snjóflóðanna. Rautt svœði, þar falla meiri háttar snjóflóð. Blátt svœði, þar falla snjóflóð sjaldnar en á rauðu svæðunum. Gult svæði, þar eru fræðileg- ar líkur á snjóflóðum. Útlit er fyrir, að starfs- hópurinn geti skilað skýrslu til Rannsóknaráðs fyrir mitt ár 1976. Á s.l. liausti (1975) var sett upp snjóflóða- og veðurathugunarstöð, þ. e. a. s. „snjóflóðavakt“, á Neskaupstað. Nokkrar ríkisstofnanir hafa góða aðstöðu til gagnasöfnunar um snjóflóð svo sem Póstur og sími, Vegagerð ríkisins og Rafmagns- veitur ríkisins. Gagnasöfnun hjá þessum aðilum hefur verið í molum, stofnununum sjálfum til baga. Nú er að verða breyting á þessu. Snæ- björn Jónasson, einn úr starfshópnum, er að hefja kerfisbundna snjóflóðaskráningu hjá Vega- gerð ríkisins og hjá Rafmagnsveitum ríkisins er Samúel Ásgeirsson, forstöðumaður línulagna, að koma á skipulegri skráningu snjóflóða. Sigurjón Rist.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.