Jökull


Jökull - 01.12.1975, Side 74

Jökull - 01.12.1975, Side 74
Hvað um framtíðarskipulag snjóflóðarannsókna? Greinin í Jökli 1971 um snjóflóðin vakti nokkra einstaklinga af svefni. En af opinberum og hálfopinberum aöilum varð ekki annað séð en ástandið héldist óbreytt, ef undan er skilinn bæjarverkfræðingurinn á Siglufirði, sem kann- aði og skráði snjóflóð, og var á höttunum eftir þekkingu á þeim og kynnti sér snjóflóðavarnir. Greinin varð þó til þess, að fram í dagsljósið komu einstaklingar með laundrjúga þekkingu á snjóflóðum og ágæta staðarþekkingu í heima- byggð. Þeir nota Skriðuföll og snjóflóð Olafs Jónssonar sem handbók í snjóflóðafræðum. Hér á ég auðvitað við sjálfboðaliðana, sem hjálpað hafa mér við að koma saman snjóflóðaannálnum hér að framan. Hinir voveiflegu atburðir á Neskaupstað, sem gerðust á þriðja degi desember-snjóflóðahrin- unnar 1974, vöktu allan landslýð af þyrnirósar- svefni andvaraleysisins. Á fundi 6. febrúar 1975 samþykkti framkvæmdanefnd Rannsóknaráðs ríkisins að koma á starfshópi til þess að gera tillögur um fyrirkomulag athugana á snjóflóða- hættu og meta jafnframt stærð slíks verkefnis, þ. e. a. s. kostnað og tímaþörf. Rannsóknaráð ætlaðist til þess að starfshópurinn gerði skil eftirfarandi atriðum: 1) Upplýsingasöfnun 2) Tengsl veðráttu og snjóflóða 3) Skipting landsins og einstakra byggða í svæði eftir snjóflóðahættu 5) Tillögur um varnir gegn snjóflóðum 6) Tillögur um styrkleika bygginga með til- liti til snjóflóða 7) Skipulag rannsókna og snjómælinga, o. fl., í framtíðinni með tilliti til snjóflóðaspár Starfshópurinn fullskipaður er þessi: Almannavarnir ríkisins: Sigurður Jóhanns- son, vegamálastóri, formaður, Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna, Rannsóknaráð ríkisins: Reynir Hugason verkfræðingur, Vatnamælingar Orkustofnunar: Sigurjón Rist, vatnamælinga- 72 JÖKULL 25. ÁR maður, ritari, Veðurstofa íslands: Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: Dr. Óttar P. Halldórsson, prófessor, Vegagerð ríkisins: Snæbjörn Jónasson, forstjóri tæknideildar, Skipulagsstjóri ríkisins: Zóphónías Pálsson, skipulagsstjóri, og með hópnum starfaði: Hjörleifur Guttormsson, kenn- ari, Neskaupstað. — Starfshópurinn hefur skipt með sér verkum, 3 og 4 vinna saman að hverju atriði, sem nefnd eru hér að framan. I maí 1975 sat starfshópurinn tvo fundi með M. R. de Quervain, forstjóra svissnesku snjó- flóðarannsóknastofnunarinnar. Hann var hér á landi á vegum Almannavarna ríkisins. Starfshópurinn er á einu máli um, að upplýs- ingum um snjóflóð þurfi að safna jafnóðum og þau falla og að rekja beri heimildir um eldri flóð, svo sem unnt er. Auk þess að gera snjó- flóðakort í mælikvarða 1:50000, telur starfshóp- urinn æskilegt, að snjóflóð á þéttbýlissvæðum verði færð inn á kort í mælikvarða 1:10000. Reynsla annarra þjóða er, að hentugt sé að lita kortin eftir tíðni og mikilleik snjóflóðanna. Rautt svœði, þar falla meiri háttar snjóflóð. Blátt svœði, þar falla snjóflóð sjaldnar en á rauðu svæðunum. Gult svæði, þar eru fræðileg- ar líkur á snjóflóðum. Útlit er fyrir, að starfs- hópurinn geti skilað skýrslu til Rannsóknaráðs fyrir mitt ár 1976. Á s.l. liausti (1975) var sett upp snjóflóða- og veðurathugunarstöð, þ. e. a. s. „snjóflóðavakt“, á Neskaupstað. Nokkrar ríkisstofnanir hafa góða aðstöðu til gagnasöfnunar um snjóflóð svo sem Póstur og sími, Vegagerð ríkisins og Rafmagns- veitur ríkisins. Gagnasöfnun hjá þessum aðilum hefur verið í molum, stofnununum sjálfum til baga. Nú er að verða breyting á þessu. Snæ- björn Jónasson, einn úr starfshópnum, er að hefja kerfisbundna snjóflóðaskráningu hjá Vega- gerð ríkisins og hjá Rafmagnsveitum ríkisins er Samúel Ásgeirsson, forstöðumaður línulagna, að koma á skipulegri skráningu snjóflóða. Sigurjón Rist.

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.