Jökull


Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 86

Jökull - 01.12.1975, Blaðsíða 86
málunum og ýmsum fróðleik varðandi jökla, svo og ferðasögur og aðrar lýsingar, sitthvað varð- andi starfsemi félagsins, annáll merkra náttúru- viðburða, svo sem hlaupa, gosa snjóflóða o. fl. Vona ég að fundarmenn láti í ljós álit sitt á þessu og öðru hér á eftir. Hér skal þess getið með þakklæti, að fjár- veiting hins opinbera til félags okkar var í ár hækkuð úr 100 í 150 þúsund. Farið var fram á hækkun í 200 þúsund, en þar eð, fyrir ein- hvern misskilning, engin hækkun komst inn á fjárlagafrumvarpið í þess fyrstu gerð, var vart við því að búast, að sú hækkun, sem farið var fram á, yrði öll veitt við síðari meðferð á frum- varpinu. Víkjum svo að öðru. Síðastliðið ár var að venju gerður út leiðang- ur til Grimsvatna. Aðaltilgangurinn var könnun á ástandinu í Grímsvötnum og eftirlit með skál- anum á Grímsfjalli. Fararstjóri var Carl Eiríks- son. Einn þátttakenda, Jón ísdal, hefur góðfús- lega tekið saman, að beiðni minni, útdrátt úr dagbók sinni. Nefni ég hér aðeins einstök atriði þessarar ferðasögu, sem ég vonast til að fá að birta í Jökli, sem hefur hin síðari ár vanrækt slíkar ferðasögur. Ferðin varaði frá 25. maí til 3. júní. Þátttakendur voru 14. Til Grímsvatna var komið aðfaranótt 28. maí. Snjómokstur næsta dag leiddi í ljós, að húsið okkar frá Bárð- arbungu var fokið út i veður og vind. Carl Ei- ríksson framkvæmdi tilskildar mælingar í Grims- vötnum. Farið var til Kverkfjalla og þótti leið- angurinn í heild vel takast. Fundir urðu þrír á starfsárinu og fundarsókn góð að venju. Aðalfundur var 24. jan. í Norræna húsinu. Auk aðalfundarstarfs sagði S. Þ. ferða- sögu frá Nýja Sjálandi. Þ. 19. apríl var fundur í Hótel Esju. Þar sýndi Árni Kjartansson kvik- mynd af boruninni á Bárðarbungu, en Guðm. E. Sigvaldason sagði frá Nicaragua og jarðskálft- anum mikla í Managua. Jörfagleðin var svo haldin í átthagasal Hótel Sögu þ. 16. nóv. Þar mættu um 140 manns og var þetta mikil gleði. í tilefni af því að 15 ár eru liðin frá frægum túristaferðum félagsins á Vatnajökul, hélt einn þátttakenda i rnestu svaðilförinni, Þórarinn Guðnason læknir, ræðu. Var ræða hans snjöll og bæði i bundnu og óbundnu máli. Það kom i ljós í „gleði“ þessari, að íbúar Grímsvatna- hrepps eru ekki eins hundheiðnir og obbinn af Islendingum og vottaði skemmtinefnd, áheyr- endum til auðsæjar gleði, að Jesús hefði kastað 84 JÖKULL 25. ÁR öllum syndum hennar bak við sig. Ég kann ekki við það, að þakka skemmtinefnd svo sem hún á skilið, meðan ég er einn nefndarmannanna. En konunum í nefndinni vil ég þó þakka sér- staklega vegna þess, að þeirra voru störfin mest og best í þessari nefnd. 1 nefndinni störfuðu í ár þær Día, Inga, Asta og Bára. Valur Jóliannesson hafði, sem áður, veg og vanda af ferðum á vegum félagsins og vinnur með því mikið og óeigingjarnt starf. Þjóðhátíð og þingkosningar settu að þessu sinni strik í reikninginn með tvær af ferðunum, sem áætl- aðar höfðu verið. Haustferðin í Jökulheima undir stjórn Vals var farin föstud. 6. til sunnu- dags 8. sept. Þátttakendur voru 39 og ferðin hin ánægjulegasta, það get ég sjálfur vottað. Gengið var á jökul við Nýjafell og eftir honum austur að Langasjó. Föstudaginn 27. til sunnu- dagsins 29. sept. var farin mælingaferð að Múla- og Nauthagajökli, með göngu á Olafsfell og að jökullóninu, sem þar hefur myndast. Fararstjóri var Halldór Ólafsson. Þátttakendur voru 19 og létu mjög vel af ferðinni. Ég þakka þeim, er þátt tóku í þessari mælingu, og vil í því sam- bandi einnig þakka öðrum þeim, sem taka að sér sjálfboðavinnu að mæla jökulsporða. Bílanefnd segir Bombardierinn okkar bíða nýrra verkefna í góðu standi í Jökulheima- skemmunni. Rauður gamli var seldur á árinu. Víslarnir báðir í lamasessi, drif brotið 1 öðrum og mótor ónýtur í hinum. Hvort hægt er að gera eitt heillegt farartæki úr báðum, læt ég ósagt. Þeir eru raunar búnir að gera það mikið gagn, greyin, að þeir eiga skilið hvíldina. Skálanefnd heldur skálunum vel við. Þakið á Nýjabæ í Jökulheimum var málað. Hörður o. fl. fóru inneftir í sumar leið og bikuðu eitthvað af húsunum. Kabyssa var sett i skálann á Grímsfjalli og kom Jón ísdal þar aðallega við sögu. Svo er þess að geta, að Stefán Bjarnason og nokkrir með honum fóru austur á Breiðamerkursand s.l. vor og máluðu braggaskála félagsins við Hálf- dánaröldu og tóku til í honum, brenndu öllu rusli. Er skálinn nú í góðu standi. Það segir mér formaður skálanefnclar, að það sem næst þyrfti að gera varðandi skálana, væri að einangra skálann á Grímsfjalli. Gaman væri og að fá ofn 1 Gamla skálann í Jökulheimum. Læt ég svo þessari skýrslu lokið. Sigurður Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.