Jökull - 01.12.1981, Page 48
fór 19. september. Það voru víða eftir skaflar
hér í brúninni í haust þó ótrúlegt sé og jafnvel
var eftir skafl hér niður við láglendismörk, við
Kuldaklett.“
. . 6. október gerði hér krapahríð og setti
niður þykkt lag af snjó á þíða jörð. Taka varð
allt fé á hús. Veðrið í haust minnti nokkuð á
veðrið frá 6. okt. 1942, að vísu var veðrið í
haust aðeins einsog smáél í samanburði við
1942-veðrið. Nú í haust fórust aðeins nokkrar
kindur, en 1942 urðu miklir fjárskaðar hér á
fjöldamörgum bæjum. Til marks um snjóinn
þá má geta þess m. a., að þá missti ég kindur
hér uppi í brúninni undir9 m þykkum skafli.“
Þetta voru glefsur úr bréfi Aðalsteins.
I bréfi með mælingaskýrslunni segir Guð-
finnur fréttir frá Reykjafjarðarjökli: „Á stein 2 m
frá jökuljaðri meitluðum við feðgar 20/8 ’80.
Jökuljaðarinn er látlaus til að sjá, þunnur og
lítið sprunginn. Hraunhryggurinn norðvestan
árinnar er kominn vel undan. Hann er 8 til 9
m yfir landið í kring. Núna þann 20. ágúst sást
frá honum í fyrsta sinn á efstu klettabrún
Hljóðabungu upp yfir hjarnbreiðuna til vest-
urs. Líklega hefur átt sér stað sig þarna efra,
ekki allfjarri þeim stað, sem ég ræddi um í
bréfi 1977. Sumarið ’80 var með því besta sem
ég man á Ströndum.“
í bréfi með mælingaskýrslunni segir Sólberg
fréttir frá Leirufjarðarjökli: „Vetur var snjó-
léttur og sumarið einstaklega gott. Mikil
breyting er við jökulsporð. Sölvasker, sem er
rétt fyrir ofan sporðinn heldur áfram að
stækka. Nú 5. sept. er eitthvað nálægt 50% af
jöklinum autt.“
Hagafellsjöklar
Gangur hófst austan til í Vestri-Hagafells-
jökli nálægt miðjum mars 1980, eins og sagt er
hér að framan.
Theodór Theodórsson annaðist mælinguna
fyrir Aksel. Með Theodór unnu að mæling-
unni: Anna L. Filbert, Hafdís, Jóhann M.
Hektorsson. Jóhann er vel kunnugur.
Sólheimajökull
Um jökulísinn við Jökulhaus segir Valur:
„Isveggurinn er 40 m hár.“
Tungnaárjökull
Um ástand jökulsins hjá Jökulheimum segir
Hörður: ,Jökullinn er brattur ofan við mæli-
staðinn og mjög sprunginn. Helst lítur út fyrir
að hann sé að rifna á skeri, en hvergi sér í það.“
Sumarið ’80 mældi Helgi Björnsson þykkt
jökulsins. Gert verður kort af landslagi undir
Tungnaárjökli.
Kvíárjökull
I bréfi með mælingaskýrslunni segir Flosi:
„Eins og ég mun hafa getið um áður var
komin allmikil lægð í jökulinn inn af mæli-
staðnum og er nú ekki betur hægt að sjá, en að
þarna sé orðið jökullaust inn eftir lægðinni,
rennur þar kvísl um aura, að sunnan-verðu
rennur kvíslin gegnum jökulhaft.“
Hrútárjökull
Um jökulinn segir Flosi: „Hefur hækkað og
ýfst.“
Fjallsjökull
Um jökulinn segir Flosi: „Hefur hækkað og
ýfst, gætir þess mest að framanverðu, innar
virðist hann hafa lækkað í sumar.“
Breiðamerkurjökull
I nefndu bréfi segir Flosi um jöklana al-
mennt: „Auðsætt er af mælingunum að jökl-
arnir hörfa hægt ellegar skríða fram. Þótt síð-
astliðinn vetur (79/80) hafi verið fremur snjó-
léttur á láglendi virðist hafa snjóað óvenju
mikið til fjalla, a. m. k. leysti snjóinn mun
seinna af fjöllum en venjulega.“
Eyja bakkajöku 11
Gunnsteinn tekur fram: ,Jökulsporðurinn
liggur enn óhreyfður.“
Kverkjökull
Gunnsteinn tekur fram: ,Jökullinn lítið
breyttur. Aðalbreytingin er að hellishvelfingin
hefur lækkað og sigið nokkuð saman, einkum
fremsti hlutinn."
Sigurjón Rist.
46 JÖKULL 31. ÁR