Jökull


Jökull - 01.12.1981, Síða 61

Jökull - 01.12.1981, Síða 61
Lambahraunsjöklar í norðanverðum Hofsjökli GUTTORMUR SIGBJARNARSON: Orkustofnun, Reykjavík Á árunum 1950—59 mældi Björn Egilsson a Sveinsstööum fjórum sinnum hop Hofsjök- uls á Lambahrauni milli Tvífells og Krókár- fells og hlóð þar vörður. Á undanförnum árum hefur verið mikill áhugi fyrir að endurvekja þessar mælingar vegna fyrirhugaðrar Blöndu- °g Jökulsárvirkjana og hefur höf. verið skráð- ur fyrir þeim. Það varð þó fyrst þ. 12. ágúst 1981 að ég fór þangað ásamt Freysteini Sigurðssyni og Sigurði G. Tómassyni og við uiældum hopið við góð skilyrði. Jökul- sporðurinn reyndist þá hafa hopað um 205 m ftá síðustu mælingu 1959. Jökullinn hefur hörfað þarna yfir tiltölulega flatt land. Vegna aurs og snjóa frá s. 1. vetri var þó erfitt að skilgreina jökuljaðarinn með meira en ± 5 m nakvæmni. Lýsing Björns Egilssonar í Jökli (1959) á vörðunum og öðrum aðstæðum stóðst alveg og þar á meðal að varðan V2 var alger- lega hrunin, en honum hafði aðeins láðst að geta þess, hvort mælistaðurinn væri á Lambahrauni austara eða því vestara, svo að við byrjuðum að leita að vörðunum á skökku hrauni, því austara. Við hlóðum nýja vörðu, ^ 4 200 m nær jöklinum en V1, og var hún nær 1 m að hæð, hlaðin úr hnullungsgrjóti. Vegna mikilvægis þessa mælistaðar hef ég notað öll tiltæk kort og flugmyndir til að reyna að fylla upp í gloppóttar mælingar. Þrjú kort eru til af mælistaðnum, öll byggð á flug- niyndum. Dönsku kortin (1:100 000) eru hyggð á flugmyndum frá árinu 1938, amerísku kortin (1:500 000) á myndum frá árinu 1946 og kort Orkustofnunar (1:20 000) á utyndum frá árinu 1974. Auk þess eru til flugmyndir frá árinu 1960. 1. mynd sýnir niðurstöður hopmælinga og tulkun mynda og korta fellda saman í eina mynd. Hana má ekki skoða sem hárnákvæma, því til þess skortir bæði nákvæmari mælingar á staðnum og meiri nákvæmni í kortagerð. Samt álít ég að heildarskekkjan í eftirfarandi töflu sé innan við ± 50 m. Jökullinn hefur hopað um alls 615 m frá hámarksútbreiðslu hans fyrir um það bil 100 árum, eða um 6 m/ári að meðaltali. Frá því Björn Egilsson hlóð vörðurnar árið 1950 hefur jökullinn hopað um 315 m, eða að meðaltali um 10 m/ári. Þó að upplýsingarnar í töflu 1 hafi verið fengnar eftir ýmsum leiðum, virðist gott samræmi í þeim, nema hvað hop á milli kortanna frá 1938 og 1946 er óeðlilega lítið, þar sem loftslag á j^eim tíma gefur síður en svo tilefni til þess að svo sé. Mér þykir trúlegast að því valdi skekkja í kortateikningunni, og þá fremur á eldra kortinu frá 1938, á þann veg að jökuljaðarinn hafi legið framar en kortið sýnir (jökuljaðarinn er aðeins sýndur með litarmun á jafnhæðarlínum). Til þess að meta gildi mælistaðarins á Lambahrauni hef ég gert samanburðarkort af um 8 km löngu svæði af norðurjaðri Hofsjök- uls og er það sýnt á 2. mynd. Flugmyndir og framanskráð kort voru notuð við gerð hennar. Skýringar á þeim táknum, sem eru á kortinu, eru aðeins númeraðar, svo að hér verður gerð nánari grein fyrir merkingu þeirra. 1. Hámarksútbreiðsla jökulsins á síðustu öldum. Það er mjög auðvelt að kortleggja fremstu garðana með mikilli nákvæmni eftir loft- myndum. Ekkert er vitað með vissu um hven- ær jökullinn náði þessari útbreiðslu, en bæði með hliðsjón af reynslu frá öðrum jöklum og vegna þess að jökullinn fór ekki að hopa að ráði frá þessum görðum fyrr en undir miðja öldina, má álykta sem líklegt að jökullinn hafi JÖKULL 31. ÁR 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.