Jökull - 01.12.1981, Qupperneq 67
Sitthvað úr Suðurlandsferðum
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
Raunvísindastofnun Háskólans
FORMÁLSORÐ
Síðan jarðfræðikennsla til háskólaprófs
hófst við Háskóla íslands fyrir rúmum áratug
hefur sá er þetta ritar farið með lsta árs jarð-
fræðinga vor hvert að heita má i fræðsluferð
um Suðurland. Aðallega höfum við haldið
okkur austan Markarfljóts og farið síðari árin
alla leið austur að Austurhorni. Þessar ferðir
eru farnar til þess að nemendurnir kynnist af
eigin raun ýmsum veigamiklum þáttum ís-
lenskrar jarðfræði: eldstöðvum, hraunum,
jöklum og ýmsum fyrirbærum landmótunar-
fræðinnar og fái að spreyta sig á einföldum
mælingum með skrefatalningu, augnhæðar-
mælum o. s. frv.
Hér á eftir verður vikið að nokkrum nátt-
úrufyrirbærum, sem við höfum skoðað á
þessum ferðum og mælt eða kannað að ein-
hverju leyti. Þau hafa það sameiginlegt, að
vera nærri akvegi, svo að forvitnum ferða-
löngum er auðvelt að skoða þau.
I. KIRKJUGÓLF
Margir eru þeir, sem á ferð um Vest-
ur-Skaftafellssýslu hafa skoðað það fyrirbæri,
skammt austur af Kirkjubæjarklaustri, sem
nefnt er Kirkjugólf (1. mynd). Eins og nánar
verður að vikið, og nafnið bendir til, var í eina
tíð talið, að hér væri um mannaverk að ræða.
En svo er ekki. Segja má með orðum Jónasar:
„Gat ei nema guð og eldur gjört svo dýrlegt
furðuverk“. Raunar kemur einnig ís hér til,
svo og brim og sandfok. Kirkjugólf er hluti af
lóðrétt stuðluðu blágrýtislagi, sem jökull og
brim hafa sorfið ofan af, en sandfok hefur
verið þar að verki fram á síðustu áratugi, eða
þar til sandurinn var græddur upp. Er sand-
svörfun áberandi austan í stuðlabergsflötinni.
Lýsingar á Kirkjugólfi
Sá sem fyrstur lýsir Kirkjugólfi svo vitað sé,
er Sveinn Pálsson læknir, er kom að Kirkju-
bæjarklaustri 7. september 1793. Sveinn skrif-
Mynd 1. Kirkjugólf.
Heildarmynd. — Fig.
1. Kikjugólf. General vievu. —
Ljósm. (photo): S.
Þórarinsson.
JÖKULL 31.ÁR 65