Jökull


Jökull - 01.12.1981, Side 70

Jökull - 01.12.1981, Side 70
nefnir ekkert um hornatölu stuðlanna, en segir munkaklaustur hafa verið í Kirkjubæ og arf- sögn sé, að Kirkjugólf sé eldhúsgólf úr því klaustri (F.W.W. Howell: Icelandic Pictures, London 1893, bls. 76-77). Brynjúlfur Jónsson bætti úr um athuganir fyrirrennara síns í fornminjakönnun, Sigurðar Vigfússonar, er hann kom að Kirkjubæ sum- arið 1893. Brynjúlfur skrifar um Kirkjugólf: „Skammt fyrir sunnan Hildishaug stendur sljett klöpp upp úr sandinum og þó ekki hærri en svo, að sljett er út af henni. Hún er kölluð „Kirkjugólfidu og er sagt, að klausturkirkjan hafi staðið þar í fyrnd- inni. Klöppin er á stærð við stórt húsgólf og næst- um vatnsflöt. Öðrum megin er nokkuð fallið úr henni, svo að skarð er eftir. Hún er sjerstaklega einkennileg að því, að hún er öll samsett af 5-strendum og 6-strendum stuðlabergssteinum, sem falla hver við annan; en alstaðar hefir þó sandleðja komið í milli og orðið þar að steini. Svo það er ekki að undra, þó maður ætli í fyrsta áliti, að steinunum sje raðað saman af mönnum og límdir með steinlími. Til að ganga úr skugga um það, ljet ég grafa niður með klöppinni og sást þá, að hún er jarðfast berg. En af því hún er svo sljett og hallalítil, þá má ekki fyrir það sverja, að kirkjan hafi verið sett á hana fyrrum, ef til vill. Þó ætti þá lika bærinn (Kirkjubær) að hafa staðið þar nærri. En ef svo skyldi hafa verið, þá hljóta menjar hans nú að liggja undir sandi. En þá ætti bærinn að hafa verið tvisvar fluttur.“ (Árb. Hins ísl. fornleifafél. 1894, bls. 19—20). í þessu sambandi má geta þess, að Kirkju- gólf er friðlýst skv. fornminjaskrá sem: „Kirkjubæjarrústir, þar sem bærinn stóð áður.“ Sbr. Árb. Hins ísl. fornleifafél. 1894, bls. 20. Stangast þessi friðlýsing nokkuð við ofangreind ummæli Brynjúlfs. I dagbók frá ferð sinni um Vestur-Skafta- fellssýslu sumariö 1893 segir Þorvaldur Thor- oddsen, að Kirkjugólf sé „steinflötur . . . «am- settur af fimmhyrndum blágrýtissteinum“ (Andvari 9, 1894, bls. 81), og endurtekur þetta í Ferðabók (III, bls. 122). Hefur hann staðhæf- inguna um fimmhyrninga að líkindum frá Henderson, sem hann nefnir sem þann er fyrstur hafi bent á, að gólfið væri náttúrusmið. í Lýsing íslands (Annað bindi, 1911, bls. 253) segir hann aftur á móti um Kirkjugólf, að „flöturinn virðist reglulega samsettur af sex- hyrndum hellum“. Þýskur Islandsfari og síðar höfundur mik- illar bókar um ferð sína, Paul Hermann, kom að Kirkjubæjarklaustri 8. júlí 1904. Hann vitnar í ummæli Hendersons og Thoroddsens um Kirkjugólf, er sjálfur sannfærður um að þetta sé náttúrusmíð og telur ekki öruggt að guðshús hafi nokkru sinni verið byggt á því (Island in Vergangenheit und Gegenwart. ZweiterTeil, 1907, bls. 105). I hinni greinargóðu lýsingu á Vest- ur-Skaftafellssýslu eftir séra Oskar J. Þorláks- son, sem birtist í Árbók Ferðafélags Islands 1935, er Kirkjugólf sagt vera „endar á fimm- hyrndum basaltstuðlum, er standa upp úr sandinum og eru djúpt í jörðu“ (ívitnað rit, bls. 53). Stuðlar Kirkjugólfs taldir og mœldir I ofangreindum lýsingum, sem hafa verið raktar, í réttri tímaröö, er sitt hvað sagt um stærð Kirkjugólfs og tölu hliða, eða horna, á stuðlunum. En hver er þá hin raunverulega tala hliða og horna? I mörgum vorferðum með jarðfræðinemum hafa þeir verið látnir kanna hornatöluna á 200—300 stuðlum, til að sýna þeim fram á, að ekki er hornatalan hin sama á þeim öllum. Vorið 1981 gerðum við svo alvöru úr því, að mæla alla stuðlana, sem mynda hið eiginlega gólf, þ. e. a. s. alla stuðla, sem eru í nokkurnveginn sama fleti, auk stuðla innan þessa svæðis, sem eitthvað er brotið ofan af. Skráð var hornatala hvers stuðuls og meðalþvermál hans mælt. Þessi talning og mælingarnar voru gerðar í nokkrum flýti og kynni einhverju að skakka, ef nákvæmar væri mælt. Álitamál er og um suma stuðla, hversu mörg hornin eða hliðarnar eru. Þeim er töldu og mældu var skipt í 5 hópa og eitthvað var misjafnt hvað þeir töldu með af stuðlum, sem brotið er ofan af, utan við hið eiginlega nú- verandi gólf. En enga verulega, kerfisbundna skekkju ætti þó að vera um að ræða í þessum mælingum og niðurstöður því sæmilega marktækar. Ollum kom nokkuð á óvart hvað stuðlarnir 68 JÖKULL 31.ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.