Jökull


Jökull - 01.12.1981, Side 74

Jökull - 01.12.1981, Side 74
II. ANKARAMÍTBJÖRG Á SÓLHEIMASANDI Þótt ísland sé um margt gósenland jarðvís- indamanna getur það ekki státað af miklum fjölda bergtegunda. Fyrir næstum tveimur áratugum bættist ein bergtegund í tölu þeirra, er fundist hafa hérlendis, er Sigurður Stein- þórsson kannaði og skrifaði prófritgerð um sérkennilegt berg, sem er að finna undir Eyja- fjöllum, í rótum Hvammsmúla austanverðum og í þeim lága bergrana suður úr múlanum, sem heitir því sérkennilega nafni Pöst. Rann- sókn Sigurðar á þessu bergi leiddi í ljós, að hér var nánast um þá bergtegund að ræða er nefnist ankaramít og dregur nafn af stað, Ankaramy, á Madagaskar. Þetta er fremur sjaldgæf bergtegund, afbrigði basalts, mjög dílótt og einkennist m. a. af miklu magni olivíns og pýroxens. I dæmigerðu sýni frá Hvammsmúla eru um 33% olivín, 37% pýroxen, 21% plagíóklas og 9% járnsambönd. Dílarnir eru að langmestu leyti pýroxen og ólivín og eru pýroxendílarnir, svartir að lit, yfirleitt stærri en ólivíndílarnir, sem eru sumir flöskuglergrænir, en í ankaramítinu í Hvammsmúla ber einnig talsvert á ummynd- uðu olivíni, ryðrauðu, er nefnist iddingsít. Sigurður telur ankaramítið í Hvammsmúla vera innskot. Ritgerð hans um þetta: The ankaramites of Hvammsmúli, birtist í Acta Naturalia Islandica 1964. Hægurinn hjá var að skoða þetta ankaramít þeim sem óku þjóðveginn undir Eyjafjöllum meðan hann lá um skarð gegnum Pöstin og rétt utan við grjótnámu í ankaramítstálinu. Nú hefur vegurinn verið færður suður fyrir Pöstin og ankaramítið því ekki eins aðgengi- legt vegfarendum og áður var. Því skal hér bent á annan stað, þar sem auðvelt er að skoða ankaramít og það raunar grófdílóttara og fal- legra álitum en í Hvammsmúla. Rétt austan við eystri sporð brúarinnar yfir Jökulsá á Sólheimasandi getur að líta þrjú björg ofan á sandinum skammt sunnan ak- vegar. Það austasta, um 120 m sunnan vegar- ins, er móberg, en 5 m suðvestan þess er bjarg, miklu stærra, nær 3 m hátt og allmikið Mynd 9. Stærra ankaramítbjargið nærri eystri brúarsporði Jökulsár á Sólheimasandi. Fig. 9. A large block of ankaramite near the eastern head of the bridge across the river Jökulsá on Sól- heimasandur. — Ljósm. (photo): S. Þórarinsson. um sig (9. mynd), og er það úr grófdílóttu ankaramíti. Hefur dálítið verið kvarnað úr því, svo sér í fersk sár og kemur berggerðin þar vel í ljós. Bjargið er gjallkent að nokkru og bergið blöðrótt með holufyllingum geisla- steina. Þriðja bjargið, um 45 m sunnan vegar, er 1,3 m hátt og kollótt og einnig úr ankara- míti. Ofan á það er fest merki Landmælinga íslands er gefur til kynna, að þetta sé þríhyrn- ingamælipunktur og varðar við lög að hrófla við því, enda nægilegt að skoða syðra og stærra bjargið. Bæði eru þessi ankáramítbjörg borin fram í jökulhlaupi. Þau eru óefað úr hraunlagi. I einni vorferðinni með jarðfræðinemum, far- inni þegar sporður Sólheimajökuls var fram- lægri og greiðfærari en nú, fundu nem- endurnir ankaramíthraunlag í hamrinum sunnan í Hvítmögu. Er líklegt, að björgin á Sólheimasandi séu úr því lagi. Þess er að endingu að geta, að berghóll sá er nefnist Arnarhóll og er skammt sunnan þjóð- vegar við norðvesturhorn Holtsóss, er úr bergi mjög svipuðu ankaramítinu í Hvammsmúla. 72 JÖKULL 31. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.