Jökull - 01.12.1981, Side 75
Mynd 10. Jarðsilsbrekka
sunnan í Pétursey. — Fig.
10. Slope with solifluction
terraces on the south side of
mount Pétursey. General view.
— Ljósm. (pholo): S.
Þórarinsson.
Er þarna greinilega um þykkt hraunlag að
ræða, því neðst í hólnum vestanverðum má
sja, að það liggur á gjalli sömu bergtegundar.
HI. JARÐSIL SUNNAN í
eynni HÁ
Eitt af mörgu áhugaverðu í íslenskri land-
rnotunarfræði eru þau margháttuðu fyrirbæri,
sem nefnast einu nafni frost- eða frerafyrir-
bæri. Þau eru öll tengd frostmyndun í jarð-
vegb og þó einkum skiptum frosts og þíðu, en
sl'k skipti eru tíðari á íslandi en víðast
annarsstaðar. Eitt þessara frostfyrirbæra er
það, sem á vísindamáli er nefnt solifluktion, en
hér verður nefnt jarðsil. Hér er um að ræða
hægt sig eða sil jarðvegs undan halla, svo
hægt, að ekki nemur nema 10—20 sm á ári í
10° —15° halla. Ekki þarf nema fárra gráðu
halla til þess að eitthvert jarðsil verði.
I litt grónum brekkum myndar jarðsilið oft
sepa með grónum, bröttum framkanti, en í vel
grónum, bröttum brekkum getur jarðvegur-
inn hrukkast svo vegna jarðsilsins, að brekkan
verður sem hallandi þvottabretti. Hvergi hér-
lendis er meira af slíkum brekkum en í Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Góð dæmi um slíkar
þvottabrettisbrekkur er víða að sjá undir
hömrum í Mýrdal og á Síðu. En hvergi hér-
lendis hefi ég séð eins myndarlega jarðsils-
brekku, eða með eins stórum og reglulegum
fellingum, og brekku sunnan í Pétursey, eða
Eynni há, eins og hún heitir í Sturlungu
(10.—12. mynd). Þessi brekka er gegnt Eyjar-
JÖKULL 31.ÁR 73