Jökull


Jökull - 01.12.1981, Síða 79

Jökull - 01.12.1981, Síða 79
Mynd 16. My nni Hestatraðar. Hg- 16. The mouth of the Hestatröd cave. — Ljósm. (photo): S. Þórarinsson. ■naeldum við Þorgeir snið í lækjarbakka i Sel- mýri 4 km norður af Vík, skammt þar suð- austur af er þjóðvegurinn beygir suður með Reynisfjalli. Er neðri hluti þess sniðs einnig sýndur á 18. mynd nokkuð upp fyrir það lag, sem gengið hefur undir nafninu „neðra nála- lagið“, en trefjalag væri réttara nafn. Þetta er auðþekkt lag og var því fyrst veitt eftirtekt í sniði við Ifólmsá. Þetta lag er ísúrt eða súrt og samanstendur af trefjum glerþráða, sem á Hellnaskaga eru allt að 5 mm langir. Ekki er enn vitað hvaðan lag þetta er upprunnið, en Katla einna nærtækust. Prófessor Trausti Einarsson birti greinar- góða ritgerð, Suðurströnd íslands og mynd- unarsaga hennar, í Tímariti VFf 1966 (bls. 1 —18). Fjallar ritgerðin um ströndina milli Reynisfjalls og Þjórsáróss. I Mýrdalnum greinir Trausti milli tveggja afmarkaðra fok- sandshólaraða og kennir þá innri við Norður- garð, en þá sem nær er ströndinni, við Loftsali (19. mynd). Trausti nefnir, að undirstaða Norðurgarðs við Dyrhólaós sé jökulruðningur, sem bent gæti til þess að röðin sé mynduð „nokkuð snemma á tímanum eftir ísöld“, en telur þó ýmislegt benda til, að raðirnar séu yngri. Hann telur Hellnaskaga trúlega svara til Loftsalaraðarinnar. Jón Jónsson, sem manna mest hefur kannað sjávarstöðubreyt- ingar á suðurströnd íslands eftir síðasta jökulskeið (Notes on changes of sealevel in Iceland, Geogr. Ann. Stockh. 1957: 143 — 212), tók á sínum tíma borkjarna gegnum gríðarþykkt mólag rétt innan við Hellnaskagann (ívitnað rit, bls. 180—183). Er rekaviður ofantil í mónum og telur Trausti næstum öruggt, að móhelluhryggurinn sé yngri en mórinn með rekaviðnum. Það verður helst ráðið af ritgerð Trausta, að hann telji foksandshóla suður- strandarinnar hafa yfirleitt myndast löngu eftir ísaldarlok, aðallega á harðindatímabilinu upp úr mótum brons- og járnaldar fyrir um 2600 árum. Hann telur vafasamt að langur timi hafi liðið milli myndunar Norðurgarðs- raðar og Loftsalaraðar (ívitnað rit, bls. 17). An þess að draga í efa niðurstöður Trausta varð- andi aldur foksandshóla í Landeyjum, niður- stöður sem byggjast á ítarlegum rannsóknum, ætla ég að víkja nokkuð að aldri Hellnaskag- ans samkvæmt gjóskulagasniðum þeim, sem þar voru mæld og sýnd eru á 18. mynd. í fyrsta lagi er ljóst, að Hellnaskaginn er orðinn til í tveimur áföngum og allmikill aldursmunur á. Jarðveg myndaðan milli áfanganna er ekki aðeins að finna í Flestatröð. Þetta moldarlag kemur einnig fram undir Bæjarhelli. Án þess að fara lengra út í þá sálma, skal því skotið hér inn, að víðar sér þess merki, að foksandshólar í Mynd 17. Botnveggur Hestatraðar. — Fig. 17. The back wall of the Hestatröd cave. JÖKULL 31.ÁR 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.