Jökull - 01.12.1981, Qupperneq 79
Mynd 16. My nni Hestatraðar.
Hg- 16. The mouth of the Hestatröd cave. —
Ljósm. (photo): S. Þórarinsson.
■naeldum við Þorgeir snið í lækjarbakka i Sel-
mýri 4 km norður af Vík, skammt þar suð-
austur af er þjóðvegurinn beygir suður með
Reynisfjalli. Er neðri hluti þess sniðs einnig
sýndur á 18. mynd nokkuð upp fyrir það lag,
sem gengið hefur undir nafninu „neðra nála-
lagið“, en trefjalag væri réttara nafn. Þetta er
auðþekkt lag og var því fyrst veitt eftirtekt í
sniði við Ifólmsá. Þetta lag er ísúrt eða súrt og
samanstendur af trefjum glerþráða, sem á
Hellnaskaga eru allt að 5 mm langir. Ekki er
enn vitað hvaðan lag þetta er upprunnið, en
Katla einna nærtækust.
Prófessor Trausti Einarsson birti greinar-
góða ritgerð, Suðurströnd íslands og mynd-
unarsaga hennar, í Tímariti VFf 1966 (bls.
1 —18). Fjallar ritgerðin um ströndina milli
Reynisfjalls og Þjórsáróss. I Mýrdalnum
greinir Trausti milli tveggja afmarkaðra fok-
sandshólaraða og kennir þá innri við Norður-
garð, en þá sem nær er ströndinni, við Loftsali
(19. mynd). Trausti nefnir, að undirstaða
Norðurgarðs við Dyrhólaós sé jökulruðningur,
sem bent gæti til þess að röðin sé mynduð
„nokkuð snemma á tímanum eftir ísöld“, en
telur þó ýmislegt benda til, að raðirnar séu
yngri. Hann telur Hellnaskaga trúlega svara
til Loftsalaraðarinnar. Jón Jónsson, sem
manna mest hefur kannað sjávarstöðubreyt-
ingar á suðurströnd íslands eftir síðasta
jökulskeið (Notes on changes of sealevel in Iceland,
Geogr. Ann. Stockh. 1957: 143 — 212), tók á
sínum tíma borkjarna gegnum gríðarþykkt
mólag rétt innan við Hellnaskagann (ívitnað
rit, bls. 180—183). Er rekaviður ofantil í
mónum og telur Trausti næstum öruggt, að
móhelluhryggurinn sé yngri en mórinn með
rekaviðnum. Það verður helst ráðið af ritgerð
Trausta, að hann telji foksandshóla suður-
strandarinnar hafa yfirleitt myndast löngu
eftir ísaldarlok, aðallega á harðindatímabilinu
upp úr mótum brons- og járnaldar fyrir um
2600 árum. Hann telur vafasamt að langur
timi hafi liðið milli myndunar Norðurgarðs-
raðar og Loftsalaraðar (ívitnað rit, bls. 17). An
þess að draga í efa niðurstöður Trausta varð-
andi aldur foksandshóla í Landeyjum, niður-
stöður sem byggjast á ítarlegum rannsóknum,
ætla ég að víkja nokkuð að aldri Hellnaskag-
ans samkvæmt gjóskulagasniðum þeim, sem
þar voru mæld og sýnd eru á 18. mynd. í fyrsta
lagi er ljóst, að Hellnaskaginn er orðinn til í
tveimur áföngum og allmikill aldursmunur á.
Jarðveg myndaðan milli áfanganna er ekki
aðeins að finna í Flestatröð. Þetta moldarlag
kemur einnig fram undir Bæjarhelli. Án þess
að fara lengra út í þá sálma, skal því skotið hér
inn, að víðar sér þess merki, að foksandshólar í
Mynd 17. Botnveggur
Hestatraðar. — Fig. 17. The
back wall of the Hestatröd
cave.
JÖKULL 31.ÁR 77