Jökull - 01.12.1981, Qupperneq 88
Mynd 4. Tjaldstaður undir Goðasteini 1940.
Fatnaður var nær undantekningarlaust úr
ull, innst sem yst. Vindföt úr einföldum eða
tvöföldum dúk. I farangrinum var gott að
hafa auk gærusvefnpoka, vindsængur og
annan viðlegubúnað, t. d. lím og bætur,
hauspoka, sem þjónaði bæði sem nátthúfa og
til hlífðar gegn andlitsbruna eða snjóblindu,
lambhúshettu, stígvélapoka til þess að stinga
þar í stígvélunum og honum þannig ofan í
svefnpokann, svo að þau væru mjúk að
morgni. Ennfremur tjaldskó, aukasokka og
leista, vettlinga, sjóhatt, skálmar, olíukápu,
skíðaáburð, handklæði og trefil að ógleymd-
um sólgleraugum.
Til sérstakrar þjálfunar voru farnar nokkrar
langar gönguferðir, t. d. frá Skíðaskálanum
inn í Fremstadal og á Hengil, á Skálafellin
bæði og í Bláfjöll.
Verður nú reynt að stikla á stóru, bæði eftir
minni og eftir viðtali eins félaganna við
Morgunblaðið, sem birt var þar daginn eftir
heimkomuna.
Þeir sem tóku þátt í þessari skíðaferð voru
allir úr Litla skíðafélaginu, Árni Haraldsson,
bræðurnir Björn og Kjartan Hjaltested,
Magnús Andrésson, Stefán G. Björnsson og
Gunnar Guðjónsson, en hann var ,,navigator“
hópsins, enda hafði hann siglt „Frekjunni“
heim í stríðsbyrjun sem einn af skipsstjórnar-
mönnum hennar. Allir voru þá á fertugsaldri
eða rétt þar yfir.
f ferðinni hrepptu menn hið versta veður,
þótt frost væri ekki tiltakanlega mikið og voru
þeir veðurtepptir í tjöldum sínum i um 1320
metra hæð á Hofsjökli i hátt á þriðja sólar-
hring. Ferðin gekk samt vel.
I slíkri ferð þarf að gæta þess, að farangur sé
ekki þyngri en nauðsyn er á. Á þessum árum
síðara stríðs var lítið að ,fá af þurrkaðri en
næringarríkri fæðu. Aðalfæðan og sú sem
mesta orku veitti, var kjöt og aftur kjöt. Soðið
hangikjöt, steik, kæfa, ostur, smjör, rúgbrauð
sérstaklega bökuð til langrar geymslu og síðast
en ekki síst ,,bacon“ og egg að ógleymdu kaff-
inu. Leyfi fékkst til kaupa á tveimur flöskum
af spiritus sem meðali og var því úthlutað með
einni matskeið í kaffi eða te áður en gengið var
til náða. Eitthvað var notkunin misjöfn, en
entist þó til síðasta náttstaðar. Eitthvað var
með af þrúgusykri og súkkulaði, en fleira
verðurekki tint til hér. Að sjálfsögðu var með í
farangrinum vel útbúinn meðalakassi, en hans
voru sem betur fer ekki not.
Farangurinn var fluttur á þremur sleðum
og voru hátt á þriðja hundrað pund á hverjum
þeirra í upphafi ferðar. Tveir dráttarmenn
voru um hvern sleða. Sleðunum má lýsa
þannig að þeir voru gjörðir úr grind úr stál-
eða álpípum. Grindin 50X150 sm að flatar-
máli var fest á stór og sterk ,,hikkory“-skíði og
Mynd 5. Á Goðalandsjökli 1940. F. v. Kjart-
an, Árni, Stefán, Magnús Andrésson og
Magnús Brynjólfsson.
86 JÖKULL 31.ÁR