Jökull


Jökull - 01.12.1981, Side 104

Jökull - 01.12.1981, Side 104
Þriðji fundurinn stóð fram að kvöldmat og snerust flest erindi um jarðhitakerfið sjálft, borholur og vinnslutæknileg atriði. Eftir matarhlé hófst óformlegur kvöld- fundur um málefnið „Hvað hefur Krafla kennt okkur?“. Tóku margir til máls og urðu umræður það fjörugar að fundarstjóri varð að gera hlé af og til svo menn gætu kælt sig niður með eðalveigum. Ekki fengust endanleg svör við spurningunni hvað Krafla hefði kennt okkur, en greinilega kom í ijós að sumum hafði ævintýrið kennt töluvert en öðrum alls ekkert. Þessum fundi og þar með ráðstefnunni lauk um kl. 23. Ráðstefnugestir voru um 110, er flest var. Aftan við þessa greinargerð eru ágrip erinda, sem flutt voru á Kröfluráðstefnunni. FÉLAGATAL Tala félaga hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og fjöldi nýliða verið teknir í félagið á hverjum aðalfundi. Fyrir aðalfund 2. maí 1980 voru félagsmenn alls 120 og á fund- inum fengu 19 nýir inngöngu. Um 15 félags- menn voru við nám eða störf erlendis og því óvirkir af þeim sökum og ekki krafðir um félagsgjöld. Stjórnin tók upp nýja aðferð við innheimtu félagsgjalda. Gjaldkeri hætti að ganga á eftir mönnum með hnefann og kvitt- anahefti á lofti en í stað þess voru sendir út gíróseðlar. Ákveðið var að þeir, sem ekki greiddu félagsgjald við fyrstu áminningu, yrðu strikaðir út af skrá félagsmanna. I lok skýrslu þessarar er skrá yfir félagsmenn í Jarðfræðafélagi Islands. FRÉTTABRÉF og heimilisfang Ein merkasta nýjung í starfsemi félagsins er sú að á starfstímabilinu hóf stjórnin útgáfu fréttabréfs. Tilgangurinn var fyrst og fremst sá að ná til allra félagsmanna með fundarboð og ýmsar upplýsingar, en einnig að bjóða félags- mönnum vettvang til þess að koma sínum máium á framfæri og stuðla að umræðum innan félagsins. Fréttabréfið hefur komið út alls 5 sinnum. Þar sem sú hefð hefur skapast að menn sitji ekki nema 2 ár í senn í stjórn félagsins og heimilisföng stjórnarmanna því síbreytileg var orðið bráðnauðsynlegt að út- vega félaginu fastan heimastað. Heimilis- fangið er nú Jarðfræðafélag Islands, Pósthólf 10105, 130 Reykjavík. JÖKULL Á tímabilinu kom út fyrsta hefti tímaritsins Jökuls eftir að félagið varð aðili að útgáfu þess. Mikið var rætt um fjárhagsvanda Jökuls í stjórn félagsins og á aðalfundum og varð niðurstaðan sú að vænlegast þætti til úrbóta að formenn beggja félaganna snéru sér til fjárveitingavaldsins með ósk um beinan ríkis- styrk. Var svo gert og viti menn, Jökull fékk 3 milljónir gkr. á fjárlögum ársins 1980 og sam- bærilega upphæð (miðað við verðbólgu) 1981. Væntanlega verður framhald á fjárveitingum og má telja að með þessum málalokum sé út- gáfa Jökuls tryggð fjárhagslega á komandi árum. Fulltrúi félagsins í ritstjórn Jökuls var fyrst Ingvar Birgir Friðleifsson. Hann baðst undan endurkosningu vegna anna og tók Leó Kristjánsson þá við starfinu. NORRÆNT VETRARMÓT Ákveðið var að félagið skyldi standa fyrir móti norrænna jarðfræðinga hér á landi í árs- byrjun 1982. Ljóst var að stjórn félagsins gæti ekki tekið þetta að sér og var því valin nefnd til þess að sjá um undirbúning mótsins. I nefnd- inni sitja: Sigurður Þórarinsson, Sveinn Jakobsson, Þorleifur Einarsson, Ólafur Fló- venz, Sigríður Friðriksdóttir, Gillian Foulger, Sveinbjörn Björnsson, Kjartan Thors, Karl Grönvold og Hrefna Kristmannsdóttir. Ákveðið var að tengja mótið á einn eða annan hátt Sigurði Þórarinssyni í tilefni af 70 ára afmæli hans, sem er hinn 8. janúar 1982. Hrefna Kristmannsdóttir hefur tekið að sér að vera fulltrúi félagsins í stjórn Nordisk Geo- logisk Association. 102 JÖKULL 31. ÁR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.