Jökull - 01.12.1981, Blaðsíða 106
slíkum viðburðum eldgos, annað hvort nálægt
miðju eldstöðvarinnar eða á sprungusveimum
sem liggja út frá miðjunni. A báðum stöðum
verða viðburðir sem likjast eldgosum að öllu
leyti nema þvi, að kvika kemur ekki til yfir-
borðs. Kvikan virðist þá leita undir yfirborði
út eftir sprungusveimunum, sem jafnframt
gleikka og bólgna. Krafla er á plötumótum og
er gleikkunin líklega tengd plötuhreyfingum.
Á Kilauea er gleikkunin tengd skriði suður-
hlíða dyngjunnar undan halla. Þannig eru
aðstæður i dýpri hluta jarðskorpunnar og lík-
lega orsök gleikkunarinnar ólíkar á þessum
tveimur svæðum. Hins vegar virðast aðstæður
í efstu kílómetrum skorpunnar vera svipaðar,
þannig að samspil kviku og tektónískra hreyf-
inga verður með líkum hætti.
KRAFLA - OLKARIA, KENYA
SAMANBURÐUR Á JARÐFRÆÐI
Kristján Sœmundsson,
Orkustofnun
Háhitasvæðin á íslandi og í Kenya munu
ásamt Imperial Valley vera ein af fáum, sem
liggja jarðfræðilega utan eyjaboga og kordil-
leru-strengja. Islensku háhitasvæðin eru í
gliðnunarbelti úthafshryggjar, en Olkaria í
sigdæld á meginlandi. Olkaria-svæðið er al-
mennt ekki talið með, þegar minnst er á eld-
fjöllin í Gregory-sigdalnum, líklega vegna þess
hve eldfjallslögunin er illgreinanleg, en jarð-
fræðileg bygging sýnir, að það á tvímælalaust
heima þar á meðal. Á Olkaria-svæðinu hefur
einkum gosið súru bergi gagnstætt Kröflu, þar
sem basalt er ráðandi. Það er líkt með svæð-
unum, að öskjur eru í báðum og yfir öskjurnar
liggja gossprungur og gjár með norð-suðlægri
stefnu. Gliðnun í Gregory-sigdalnum er 20
sinnum hægari en hér á landi (um 5 km á
síðustu 5 m. árum); lóðréttu hreyfingarnar eru
hins vegar af sömu stærðargráðu og hér. „Ol-
karia“-eldfjallið er nokkuð gamalt og veru-
legur hluti þess kominn á kaf í fyllinguna á
botni sigdalsins.
ÞYNGDAR- OG HÆÐARBREYTINGAR
Á KRÖFLUSVÆÐI
Gunnar Johnsen og Axel Björnsson,
Orkustofnun
Sven Þ. Sigurðsson,
Raunvísindastofnun Háskólans
Þyngdar- og hæðarmælingar á Kröflu-
Námafjallssvæðinu hafa leitt í ljós að
Kröfluaskjan er á hreyfingu. Hreyfingarnar
einkennast af löngum ristímabilum og fremur
stuttum sigtímabilum. Mest rís land milli
Leirhnjúks og borsvæðisins inn af Leirbotn-
um, um 6—8 mm á sólarhring, en minnkar
hratt, er út úr öskjunni er komið. Áætlað er að
um 5 mVs af kviku streymi inn í kvikuþró í
Kröfluöskju. Sigið hegðar sér á svipaðan hátt,
nema hvað hreyfingar eru mun örari.
Hreyfing sprungubeltisins hefur einnig ver-
ið kortlögð. Eftir umbrot mælist veruleg
gliðnun yfir virkasta hluta sprungubeltisins,
en samþjöppun strax utan þess. Virkasti hluti
sprungubeltisins sígur, en land rís utan við
hann.
SAMSPIL LÁRÉTTRA OG LÓÐRÉTTRA
HREYFINGA VIÐ KRÖFLU
Eysteinn Tryggvason,
Norrœna Eldfjallastöðin
Margendurteknar mælingar á um 30 „geo-
dimeterlínum“ á Kröflusvæðinu, sýna mjög
náið samræmi milli lengdarbreytinga á svæð-
inu og hallabreytinga í stöðvarhúsi Kröflu-
virkjunar. Áður hefir verið sýnt að halli
stöðvarhússins er góður mælikvarði á landhæð
á svæðinu. Mest breytist lengd lína við Leir-
hnjúk, eða allt að 1.5 X 10'4 (15 cm á km) við
100 u-rad halla í stöðvarhúsi, sem samsvarar
um 34 cm landrisi við Leirhnjúk. Mælinga-
linur, sem liggja frá austri til vesturs, breytast
meira en þær sem liggja norður-suður, og ör-
fáar línur í norðaustur hluta Kröfluöskjunnar
styttast þegar landið rís. Samanburður mæl-
104 JÖKULL 31. ÁR