Jökull - 01.12.1989, Blaðsíða 57
motions. J. Geophys. Res. 83,5331-5354.
Pálmason, G. 1971. Crustal structure of Iceland from
explosion seismology. Soc. Sci. Isl. Rit 40, 187
pp.
— 1981. Crustal rifting and related thermo-
mechanical processes in the lithosphere beneath
Iceland. Geol. Rundsch. 70, 244-260.
Sæmundsson, K. 1979. Outline of the geology of
Iceland. Jökull 29,7-28.
In press. Geology of Thingvallavatn area. In:
Limnology of oligotrophic, subarctic Thingvalla-
vatn (ed. P.M. Jónasson). Oikos 60, 1991.
Zverev, S.M., I.V. Litvinenko, G. Palmason, G.A.
Yaroshevskaya and N.N. Osokin. 1980. A seismic
crustal study of the axial rift zone in Southwest
Iceland../. Geophys. 47, 202-210.
Þórarinsson, F., S.G. Magnusson and A. Björnsson,
1988: Directional spectral analysis and filtering
of geophysical maps. Geophysics 53, 1587-1591.
Þórarinsson, F. and S.G. Magnusson. In press.
Bouguer density determination by fractal
analysis. Geophysics.
Ágrip
ÞYNGDARMÆLINGAR,
SEGULMÆLINGAR OG JARÐSKJÁLFTAR
Á SUÐVESTURLANDI
Þyngdarmælingar og flugsegulmælingar frá suð-
vesturhorni Islands voru túlkaðar með nýjum aðferð-
um og bornar saman við jarðskjálftamælingar. Mynd
1 sýnir rannsóknarsvæðið.
Staðsetning þyngdarmælistöðva er sýnd á mynd 2
°g Bouguer-leiðrétt þyngdarsvið á mynd 3. Notuð
var Bouguer eðlisþyngdin 2500 kg/m3 sem gefur
sléttastan flöt á leiðréttu þyngdarsviði. Meginein-
kenni Bouguer-sviðsins er að því hallar inn til lands-
'ns. Til þess að draga fram smærri drætti í kortinu er
bakgrunnssvið dregið frá Bouguer-gildunum með
fjölliðu, sem valin er með tölfræðilegum aðferðum.
Mynd 4 sýnir hið reiknaða bakgrunnssvið og mynd 5
sýnir þyngdarkortið eftir þessa reikninga.
Stærsta frávikið á mynd 5 er þyngdarlægð sem
fylgir nokkum veginn gliðnunarbeltinu frá Reykja-
nesskaga til Langjökuls. Ekki er ljóst hvort hún
stafar fremur af lágri eðlisþyngd móbergsmyndana í
skorpunni eða hlutbráðins lags á meira dýpí. I
þyngdarlægðinni eru grynningar á Hengilssvæðinu
og milli Þingvallavatns og Skjaldbreiðs, þar sem
upphleðsla af völdum eldvirkni hefur verið mest.
Næststærsta frávikið er þyngdarhæð á Suður-
landsundirlendi. Norðaustan hennar er þyngdarhæð
við Þjórsárdal og eru þær aðskildar af dal í þyngdar-
sviðinu sem gengur frá Heklu norðvestur yfir
Hreppafjöll og jafnvel yfir gosbeltið. Þyngdarhæð-
irnar má að hluta skýra sem áhrif frá rofnum megin-
eldstöðvum.
I norðvesturhomi kortsins eru almennt há þyngd-
argildi sem endurspegla hærri eðlisþyngd í eldra
bergi. Við það bætast þyngdarhæðir við Hafnarfjall
og Ferstiklu og aðrar minni við Stardal og Kolla-
fjörð. Allar eru þær taldar tengjast fornum megin-
eldstöðvum.
Mynd 6 sýnir tvívítt aflróf þyngdarkortsins. Með
því má stefnugreina kortið, þ.e. leggja tölulegt mat á
það hvaða strikstefnur móta lögun þyngdarsviðsins.
(Athugið að toppar í stefnurós aflrófsins eru horn-
réttir á þau frávik í kortinu sem þeir svara til.) Þrjár
aðalstefnur koma í ljós: 30-40°, 70-80° og 130-140°.
Tvær þær fyrri svara til þyngdarlægðarinnar sem
áður var lýst, en sú þriðja, sem snýr þvert á gosbelt-
ið, stafar frá Hafnarfjalls-Ferstiklu þyngdarhæðun-
um og frá þyngdardalnum sem aðskilur þyngdar-
hæðimar á Suðurlandi.
Fluglínur segulmælinganna eru sýndar á mynd 7
og segulkortið (að frádregnum sléttum fleti fyrir
bakgrunnssvið) er sýnt á mynd 8. Meginfrávikin í
þessu korti snúa öll NA-SV, sem er stefna gosbeltis-
ins. Mynd 9 sýnir aflróf segulkortsins. Þar sést að
NA- SV stefnan er samsett úr tveimur þáttum, lág-
tíðni sem stefnir 45° og hátíðni sem stefnir 30°, og
ennfremur kemur í liós hátíðnistefna þvert á gosbelt-
ið, NV-SA.
Til þess að skoða betur þann þátt segulsviðsins
sem svarar til gosbeltisins er segulkortið stefnusíað
með breiðri síu NA-SV. Þar sem aðalfrávikið er
JÖKULL, No. 39, 1989 55